Ráðabrugg í ráðhúsinu

Mér finnst ástæða til að birta í heilu lagi frétt Morgunblaðsins um hugmyndir í Reykjavík um að leggja niður Borgarskjalasafnið, því fréttin er að mörgu leyti athyglisverð (feitletrun mín):

Morg­un­blaðið sagði frá því um helg­ina að starfs­fólk Borg­ar­skjala­safns­ins væri slegið yfir til­lögu borg­ar­stjóra um að leggja safnið niður. Svan­hild­ur Boga­dótt­ir borg­ar­skjala­vörður hafði aðeins heyrt af til­lög­unni í frétt­um, hafði lítið fengið að koma að und­ir­bún­ingi henn­ar og seg­ir að þetta muni koma niður á þjón­ustu við al­menn­ing, fræðimenn og borg­ar­stofn­an­ir. Borg­ar­stjóri lagði til­lög­una fram sl. fimmtu­dag í borg­ar­ráði en gerði það með leynd því að til­lag­an var trúnaðarmerkt og ekki birt.

Björn Bjarna­son finn­ur að þessu og seg­ir að ætla hefði mátt að „málið væri und­ir­búið á þann veg að efni þess þyldi dags­ins ljós“.

Þá bend­ir hann á að Borg­ar­skjala­safnið hafi fyr­ir þrem­ur árum vakið „at­hygli á að skjalameðferð vegna fram­kvæmda við bragga í Naut­hóls­vík stæðist ekki lög um skjala­vörslu og skjala­stjórn“. Þessu hafi sviðsstjóri hjá Reykja­vík­ur­borg lýst sig ósam­mála, sami sviðsstóri og vilji nú, ásamt borg­ar­stjóra, leggja safnið niður.

Borg­ar­stjóri hyggst spara með því að leggja niður safnið, og sann­ar­lega ekki vanþörf á því eft­ir óráðsí­una við Bragg­ann og margt fleira, en er þetta sparnaðarleið? Eða á ein­fald­lega að færa kostnaðinn yfir á ríkið, með því að senda gögn­in á Þjóðskjala­safnið? Hvað seg­ir ríkið við því?

Það mætti jafnvel kalla þessa frétt einhvers konar skoðanapistil með ágætlega rökstuddri samsæriskenningu: Þeirri, að Borgarskjalasafn sé óþægileg flís í rassi yfirvalds sem kann ekki að fara með fé skattgreiðenda og um leið að reka þjónustu sem mætti þess vegna klína á ríkisvaldið án þess að biðja um leyfi.

Samúð mín fyrir Reykvíkingum er mikil. Þeir reyna í kosningum eftir kosningum að losa sig við borgarstjórn Samfylkingar og Pírata en láta svo alltaf plata sig til að kjósa aftur sömu borgarstjórn til valda, fyrst með notkun Viðreisnar sem hækju og núna seinast Framsóknar og kannski næst VG eða einhvers nýs framboðs.

Samúðarkveðjur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

"til­lag­an var trúnaðarmerkt og ekki birt."
Á Alþingi núna áðan þá kom nær öll stjórnarandstaðan upp í púlt og sumir oftar en einu sinni og lýstu gífurlegu vanþakklæti á að vinnudrög fyrrverandi rískisendurskoðanda um Lindarhvol væri ekki birt í Morgunblaðinu.

En þegar komið er niður í Ráðhús þá er allt trúnaðarstimplað

 Þegar mín staða var lögð niður þá bað ég um rökstuðning en sá "rökstuðningur" var trúnaðarstimplað eins og svo margt annað í Ráðhúsinu 

fundargerð 14
5. Fram fer kynning á niðurstöðum greiningar Capacent á rekstri Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar. Trúnaðarmál.
fundargerð 15
6. Bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs.
Fram fer trúnaðarmerkt kynning þjónustu- og nýsköpunarsviðs á UTR – Vegferðin framundan.

Grímur Kjartansson, 20.2.2023 kl. 16:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Ég á frænda sem var látinn fjúka úr Reykjavík því starfinu hans hafði verið úthýst. Ekki var hann á neinum sérstökum launum og starfslýsing hans var nánast sú að gera það sem þyrfti að gera, sem hann gerði (stúss í kringum tölvubúnað, Utanumhald slíks á lager, viðhald prentara og annað slíkt). Líklega er búið að stimpla skýrslurnar í kringum þessa æfingu, sem leit vel út á Excel, sem trúnaðarmál. Gegnsæið var töluvert minna en hjá einkafyrirtækjum sem þurfa að skilja eftir sig einhvers konar orðspor. 

Geir Ágústsson, 20.2.2023 kl. 19:22

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Píratar  á Alþingi voru mjög stórorðir um leyndarhyggju og nær hver einasti þingmaður tuggði brandarann um Leyndarhól
En svo þegar Píratar eru í forsvari í Ráðhúsinu þá er annað hljóð í skrokknum um hvað skuli vera uppi á borðum

Grímur Kjartansson, 20.2.2023 kl. 20:33

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Bylur hæst í tómri tunnu.

Geir Ágústsson, 20.2.2023 kl. 20:45

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mjög áhugavert, verulega. Hugsanlega áhugaverðasta frétt vetrarins. Mun finna flöt á þessu.

Guðjón E. Hreinberg, 22.2.2023 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband