Allskonar annað en RÚV og ríkisstyrktir fjölmiðlar

Ég man þá tíma þegar fjésbókin var að stíga sín fyrstu skref. Þar var umræða um allskonar, fólk var að tengjast æskuvinum og öðrum, og spjallið kom og í raun bara einn staður sem hét samfélagsmiðill. Tvítin komu og urðu líflegur staður líka. Jútjúb breytti ýmsu fyrir þá sem vildu deila myndböndum. Í raun góðir tímar.

Svo breyttist auðvitað allt. Þessir miðlar - samfélagsmiðlar - urðu áhrifamiklir. Þetta hristi upp í stoðunum. Að hver sem er gæti tjáð sig og deilt efni óhindrað var farið að grafa undan stoðum ýmissa aðila. Það er hræðilegt! En lítið að gera í því, eða hvað? Jú, eitthvað mátti banna og smátt og smátt myndaðist svigrúm fyrir valkosti við stóru miðlana, en þeir náðu aldrei almennilega flugi.

Síðan skullu á veirutímar.

Veirutímar leiddu af sér mikið óþol yfirvalda og fylgjenda þeirra á einhverjum öðrum sjónarmiðum en fréttatilkynningum yfirvalda. Læknar, prófessorar og sérfræðingar voru bannaðir á samfélagsmiðlunum. Það eitt að segja að ekki eigi að sprauta lítil börn gegn veiru sem þau sigrast auðveldlega á leiddi til banns. 

Allt breyttist. Mögulega varanlega. Í dag er umhverfi samfélagsmiðla og fjölmiðla gjörbreytt. Þú færð veðurfréttir og opinberar tölur á þessum eldri miðlum og raunverulega greiningu á öðrum. Þú getur ekki lengur sótt fréttir um ástand heimsins á einum stað. Það sem var áður svæði skoðanaskipta er orðið að svæði einnar skoðunar. Þú ferð á einhvern staðinn til að fá aðra skoðun, en ekki aðrar. 

Slíkt umhverfi gerir kröfur til okkar. Við getum ekki lengur kveikt á kvöldfréttum sjónvarps og búist við að fá raunhæfa greiningu á stöðu heimsins. 

Því miður, því slíkt hafði ákveðin þægindi í för með sér.

Sem betur fer, því gagnrýnin hugsun fær nú endurnýjun lífdaga.

Mögulega ertu einstaklingur með 3-4 sprautur af ónothæfum bóluefnum í líkama þínum. Telur að Rússar séu bara að leika sér að því að tæma sjóði sína og vopnahirslur. Finnst að apabólan hefði átt að fá meiri athygli. Sérð ekkert að því að óbreyttir borgarar í Sýrlandi fái ekki neyðarhjálp því þeim sé stjórnað af vonda kallinum. 

Gott og vel, slíkt hugarástand er algengt. En vonandi rístu upp úr því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er alveg að nást fullkomin stjórnun á mannfólkinu.

Kristinn Bjarnason, 15.2.2023 kl. 09:19

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ríkisstyrktir fjölmiðlar... þannig næst fram fasismi.

Ekki í manifesto Mussolini og félaga, en Hitler og co hafa þetta: "Publications which are counter to the general good are to be forbidden. We demand legal prosecution of artistic and literary forms which exert a destructive influence on our national life, and the closure of organizations opposing the above demands."

https://alphahistory.com/nazigermany/nazi-party-25-points-1920/

Já... í stórum dráttum er þarna frummynd laga um hatursglæpi.  Þaðan kemur það.  Filterað frá Marx, Lenin et al.

Annars er 10-20% fólks ekkert við bjargandi, sökum heimsku, og 80% eru (samkvæmt Milgram & co) eru ekkert mikið að hugsa eða berjast á móti straumnum.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2023 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband