Sunnudagur, 12. febrúar 2023
Búinn að leysa verkefni sitt
Jens Stoltenberg ætlar að hætta sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, í október næstkomandi.
Fyrir þessu geta auðvitað verið margar ástæður. Þetta er krefjandi starf sem tekur á. Maðurinn farinn að sjá fyrir sér notkun á ríkulegum eftirlaunum sínum eftir langan feril í háum embættum. Barnabörnin komin af leiðinlegasta ungbarnaskeiðinu og orðin áhugaverður félagsskapur.
Og mögulega það að hann telur sig hafa skilað sínu, lokið verkefni sínu og gert það sem ætlast var til af honum.
Það verkefnið gæti svo mögulega hafa verið það að skera á gasleiðslur Rússa til Þýskalands í Eystrasalti - leiðslur sem hafa alla tíð farið mjög í taugarnar á bandarískum yfirvöldum.
Ef marka má vinnu reynds og Pulitzer-verðlaunaðs blaðamanns sem færði fram rök fyrir því (styttri íslensk útgáfa af þeim rökstuðningi hér) að NATO og norski herinn hefðu staðið á bak við sprengjuárásir á Nord Stream 1 og 2 leiðslurnar í Eystrasalti seinasta haust þá gæti Jens Stoltenberg mögulega talið sig hafa skilað af sér, enda allt í senn Norðmaður, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og yfirmaður NATO.
Ekki það að reyndir og verðlaunaðir blaðamenn séu endilega betri en aðrir. Alls ekki. En frásögn hans vakti athygli og núna er hann kallaður samsæriskenningasmiður og einhver sem sækist í að vera umdeildur.
Hvað sem því líður þá óska ég Jens Stoltenberg góðs gengis við að tæta leynileg skjöl og eyða ýmsum samskiptum áður en hann réttir næsta manni lykilinn að skrifstofu sinni.
Stoltenberg ætlar að hætta í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Facebook
Athugasemdir
John Helmer (Dances with bears) telur frásögn Hersh full einfalda. Hann telur ýmsa ráðamenn í Evrópu hafa komið að málinu þ.d.Polverja,Dani og Breta. Ef ekki líka utanríkisráðherra Þýskalands.
Það gæti líka útskýrt hvers vegna kanslarinn er hættur að tala við utanrikisradherra sinn.
Ragnhildur Kolka, 13.2.2023 kl. 13:07
Ragnhildur,
Athyglisvert. Ég renndi í gegnum gagnrýni Helmers en hef auðvitað í besta falli yfirborðsþekkingu en oftast enga á því sem þeir vísa í þessir fagmenn. En eftir einu tek ég: Á meðan þeir deila um það hverjir hjálpuðu Bandaríkjunum að sprengja Nord Stream þá láta aðrir fjölmiðlar eins og það sé enn á huldu hver sprengdi upp Nord Stream, þ.e. hver stóð að baki verknaðinum.
Geir Ágústsson, 13.2.2023 kl. 18:57
Aðrir fjölmiðlar!!! Þeir eru bara á fóðrum hjá Reuters.
Ragnhildur Kolka, 13.2.2023 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.