Herra bráðið smjör

Nú er um ár liðið síðan Norðurlöndin, meðal annarra, hentu sóttvarnaraðgerðum (takmörkunum á atvinnufrelsi, ferðafrelsi, frelsi til athafna, frelsi til að afþakka lyfjagjöf án afleiðinga og frelsi frá lögregluheimsóknum í kjölfar þess að nágranni þinn klagaði þig fyrir að halda barnaafmæli) í ruslatunnuna. 

Við urðum svo fegin að við völdum að gleyma öllu og drífa okkur í gamla gírinn. Engar rannsóknarskýrslur. Engin uppgjör. Ekkert.

En stundum koma upp áminningar. Ég sé til dæmis að íslenskur listamaður sem kallar sig Herra Hnetusmjör ætlar að halda tónleika hérna í Kaupmannahöfn á næstunni. Að sjá það minnti mig á nokkuð:

Árni Páll Árnason, sem betur er þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur fengið sig fullsaddan af aðgerðarleysi stjórnvalda þegar kemur að smitum sem koma í gegnum landamærin. Árni hefur nú ákveðið að efna til aðgerða í mótmælaskyni, það er að loka veginum við flugvöllinn í Keflavík.

Herra brædda smjör var svo lamaður af hræðslu vegna veiru, sem ungir menn eins og hann (og raunar flestir hópar) hrista af sér eins og flensu eða svolítið kvef, að hann ætlaði að stuðla að ónæði fyrir margskimaða ferðalanga, aðskilnaði vina og fjölskyldna, ýta undir atvinnuleysi og að auki gera ferðalög innanlands erfiðari, en mótmælendur sem loka vegum eiga það til að tefja vöruflutninga og fólk á leið til eða frá vinnu.

Menn sem nota sólgleraugu innandyra og skreyta sig með keðjum og húðflúrum telja sig sjálfsagt vera algjöra nagla. En sumir eru bara eins og svolítið smjörstykki á lítið hitaðri pönnu, og bráðna. Verða bráðið smjör. Orðspor slíkra nagla er varanlega ónýtt í mínum augum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrítið að þessi hættulausi sjúkdómur sé nú í áttunda sæti yfir dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Nærri því eins og hættuminni þýði ekki hættulaus.

Vagn (IP-tala skráð) 3.2.2023 kl. 23:59

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Mikið er traust þitt á bandarískum gögnum. Ertu með tengil?

Annars talar hérna enginn um hættulausan sjúkdóm. Allt hefur sína áhættu. Það að óttast eitthvað mikið getur jafnvel gert ógnina stærri.

Geir Ágústsson, 4.2.2023 kl. 05:26

3 identicon

"Annars talar hérna enginn um hættulausan sjúkdóm." næst segir þú okkur væntanlega að þú hafir aldrei komið til Danmerkur. "Herra brædda smjör var svo lamaður af hræðslu vegna veiru, sem ungir menn eins og hann (og raunar flestir hópar) hrista af sér eins og flensu eða svolítið kvef, að.." og þetta er bara síðast komment um hættuleysið af tugum, ef ekki hundruðum, síðustu ár.

https://www.ox.ac.uk/news/2023-01-31-covid-19-leading-cause-death-children-and-young-people-us

Vagn (IP-tala skráð) 4.2.2023 kl. 16:33

4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Vagn,

Er það ekki líklegt að þetta séu sprautuðu börnin?

Kristinn Bjarnason, 4.2.2023 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband