Lærðu nú að óttast, litla manneskja

„Dómsdagsklukkan“ hefur aldrei verið nær miðnætti eftir að fræðimenn vísindaritsins Bull­et­in of the Atomic Scient­ists (BPA), færðu vísana úr 100 sekúndum í miðnætti og yfir í 90 sekúndur í miðnætti.

Þetta má umorða: Lítill hópur manna telur að heimurinn hafi aldrei verið nær endalokum sínum.

Þessi litli hópur á margar klappstýrur. Heimsendaspár eru töluvert fleiri en heimsendarnir. Heimsendarnir eru raunar núll talsins og ekki erfitt að slá þá tölu. En það er um að gera að bæta við enn einni spá. Við erum jú að eiga við loftslagvá! Yfirvofandi kjarnorkustyrjöld! Það eru átök í Úkraínu, sem ég merki á kortið hér að neðan.

heimsendir

Það er jú aldrei að vita. Dag einn rætist heimsendaspáin. Kannski tekur það nokkra tugi þúsunda ára, kannski nokkra daga. Þetta er spurning um tímasetningu. Að lokum hefur einhver heimsendaspámaður rétt fyrir sér.

Það er auðvitað hægt að auka líkurnar töluvert, t.d. þjarma að kjarnorkuveldi með því að tæma vopnabúr vestrænna ríkja þar til stóru flugvélarnar með stóru sprengjurnar eru ræstar. Hægfara landhernaður þar sem skotið er af varfærni breytist þá í að heilu svæðin verða teppalögð með sprengjum. Slíkt gæti mögulega flýtt heimsendi.

Það er líka hægt að rækta fleiri veirur á rannsóknarstofum og sleppa út í andrúmsloftið, og sannfæra svo almenning í kjölfarið að láta sprauta sig með nýstárlegu glundri. Kannski ekki heimsendir, en greinilega skilvirk leið til að fækka aðeins mannkyninu (viljandi eða óviljandi - við skulum ekkert spá í því).

Þetta með loftslagið er snúnari leikur. Loftslagi er jú að breytast í sífellu. Einn daginn á kuldinn að drepa okkur og þann næsta á snjór að vera fjarlæg minning. En svo breytist allt bara einhvern veginn á annan hátt en líkönin spá fyrir um. Pirrandi.

En eitt bregst ekki: Hræðsluáróðurinn. Hann virkar. Hann hrífur. Hann dugir, í bili.


mbl.is „Dómsdagsklukkan“ aldrei verið nær miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hygg að heimsendarnir séu töluvert fleiri en heimsendaspárnar.

Spárnar eru alltaf réttar og klukkan er hárrétt hún slær brátt 12.

1 Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. 2Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu. 1. Mós. 1.

1 Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið er ekki framar til. Op. 21.

Sá sem trúir og treystir Jesú Kristi óttast ekki það sem er yfirstandandi né hið ókomna. Hann veit að hann er eilífur eins og Guð.

16Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann. Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.

17Með því er kærleikurinn orðinn fullkominn hjá oss, að vér höfum djörfung á degi dómsins, því að vér erum í þessum heimi eins og hann er.

18Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn felur í sér hegningu, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni. 1. Jóh. 4.

Já hræðsluáróðurinn bregst sannarlega þegar hinn sannkristni á í hlut.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.1.2023 kl. 22:32

2 identicon

Súrnun sjávar er eitt af haldreipunum sem hamfarasinnar grípa í þegar allt um þrýtur.Gæti orsakað það mikla hræðslu að sjósund legðist alveg af cool

Björn. (IP-tala skráð) 24.1.2023 kl. 22:42

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Það er gott að eiga sér traust haldreipi til að halda geðheilsunni og tækla áskoranir heimsins með jákvæðu og uppbyggilegu hugarfari. Ég vona að allir finni sitt haldreipi. Góð byrjun er kannski að slökkva á sjónvarpinu þegar fréttatíminn hefst.

Björn,

Já, mikil ósköp! Gleymdi súrnun sjávar! Hún er jú að þurrka út kóralrifin. Annars er þetta rangnefni. Breytt sýrustig sjávar er ekki að valda því að hann verður súr (pH gildi undir 7), heldur minna basískur (alltaf yfir pH 7). 

Geir Ágústsson, 25.1.2023 kl. 09:03

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvað ef klukkan glymur löngu eftir midnætti eins og klukkan hans Al Gore? 

Ragnhildur Kolka, 25.1.2023 kl. 13:12

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Við verðum að taka Rússland með í samstarfið, punktur. Eru einhverjir að vonast eftir að geta komið af stað Þriðju heimstyrjöldinni? Hvað sagði Einstein? Ég veit ekki með hvaða vopnum WWIII verður barist, en WWIV verður barist með prikum og steinum.

26.1.2023 | 01:10     https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/#entry-2286515

Við verðum að taka Rússland með í samstarfið, punktur. Eru einhverjir að vonast eftir að geta komið af stað Þriðju heimstyrjöldinni? Hvað sagði Einstein? Ég veit ekki með hvaða vopnum WWIII verður barist, en WWIV verður barist með prikum og steinum.

1.1.1970 | 00:00

Við verðum að taka Rússland með í samstarfið, punktur.

Eru einhverjir að vonast eftir að geta komið af stað Þriðju heimstyrjöldinni?

Hvað sagði Einstein? 

„Ég veit ekki með hvaða vopnum WWIII verður barist, en WWIV verður barist með prikum og steinum.

“I know not with what weapons WWIII will be fought, but WWIV will be fought with sticks and stones.”

Kissinger

Þó að sumir kjósi frekar "Rússland sem stríðið hefur gert getulaust" er Kissinger ósammála og heldur því fram að ekki eigi að brjóta niður "sögulegt hlutverk Moskvu".

(Að vera stuðpúði á milli Asíu og Evrópu. jg) 

Niðurrif Rússlands gæti breytt víðfeðmu landsvæði þess í "umdeilt tómarúm" þar sem "samkeppnissamfélög gætu ákveðið að leysa deilumál sín með ofbeldi" og nágrannar gætu reynt að gera tilkall til landsvæðis með valdi, allt í viðurvist "þúsunda kjarnorkuvopna". 

Slóð

Kissinger, ekki brjóta "sögulegt hlutverk Moskvu". Niðurrif Rússlands gæti breytt landsvæði í "umdeilt tómarúm" og nágrannar gætu reynt að gera tilkall til landsvæðis með valdi, þar eru "þúsundir kjarnorkuvopna"

17.12.2022 | 23:02

Egilsstaðir, 26.01.2023   Jónas Gunnlaugsson

 

mbl.is

„Dómsdagsklukkan“ aldrei verið nær miðnætti

Jónas Gunnlaugsson, 26.1.2023 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband