Aflátsbréf nútímans

Í dag birtist í Morgunblaðinu pistill ársins að mínu mati, Iðrun, ótti og heilmikill greiðsluvilji, eftir Ásgeir Ingvarsson, blaðamann. Hann er aðgengilegur hér (á bak við innskráningarvegg, ekki áskriftarvegg). Ég mæli vitaskuld með því að allir lesi pistilinn í heilu lagi en stenst ekki að grípa í nokkrar efnisgreinar og endurbirta:

Í dag hlæj­um við að af­láts­bréfa­hag­kerf­inu og get­um varla skilið hvernig fólk gat látið plata sig svona, en gleym­um að mann­skepn­an hef­ur ósköp lítið breyst og að innsta eðli okk­ar er það sama og fyr­ir sex hundruð árum.

Mann­fræðing­arn­ir minna á að það er held­ur ekki að ástæðulausu að hér um bil öll sam­fé­lög hafa þróað með sér trú­ar­brögð með ein­hvers kon­ar ham­fara­sögu. Trú á æðri mátt­ar­völd og ótt­inn við refs­ingu yf­ir­nátt­úru­legra afla hef­ur verið hluti af til­veru forfeðra okk­ar í þúsund­ir ára. Því er ekki skrítið, nú þegar trú­in hef­ur meira eða minna fengið að víkja, að eitt­hvað keim­líkt fylli í skarðið. Hér áður fyrr hótuðu prest­arn­ir því að við mynd­um stikna, en nú hafa ábúðar­mikl­ir um­hverf­is­vernd­arsinn­ar tekið við.

Og:

Í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um sáum við (bara á miklu styttri tíma) ná­kvæm­lega sama fyr­ir­bæri og við höf­um séð í lofts­lagsum­ræðunni:

Óvandaðar rann­sókn­ir og spár urðu til þess að magna upp geðshrær­ingu. Fjöl­miðlar (í leit að smell­um) og stjórn­mála­menn (í leit að nýj­um leiðum til að gera sjálfa sig ómiss­andi) helltu olíu á eld­inn. Al­menn­ing­ur hírðist heima við, skjálf­andi á bein­un­um: löngu verðskulduð refs­ing­in var loks­ins kom­in og eina lausn­in að rjóða sótt­hrein­sig­eli á dyr­astafi heim­il­anna.

Þegar kvíðinn hafði skotið rót­um reynd­ist ill­mögu­legt að koma nokkru viti fyr­ir fólk. Þeir sem vildu hinkra ör­lítið og skoða mál­in bet­ur voru sakaðir um að vilja kála gamla fólk­inu og fóðra sjúk­linga á hrossa­lyfj­um. Þeir sem mót­mæltu voru ým­ist hafðir að háði og spotti eða reynt að svipta þá æru og starfi fyr­ir að viðra efa­semd­ir og synda gegn straumn­um.

Nú er smám sam­an að koma bet­ur í ljós að efa­semda­fólkið hafði á réttu að standa. Viðbrögð stjórn­valda voru kol­röng og gerðu illt verra. Er ekki ósenni­legt að bólu­efn­in svo­kölluðu hafi gert meira ógagn en gagn.

Loftslag, veirulokanir, innflytjendur, endurvinnsla, ein tiltekin átök, rafmagnsbílar og innræting á ungu fólki má allt kosta svimandi fjárhæðir. Örorkubætur, innviðir og viðhald má helst ekki kosta neitt. 

Ég geri lokaorð Ásgeirs að mínum:

Ef það er eitt­hvað sem við ætt­um að hafa lært á und­an­förn­um þrem­ur árum þá er það að hlusta ör­lítið bet­ur á þá sem synda á móti straumn­um og taka mikla per­sónu­lega áhættu með því að viðra óvin­sæl­ar skoðanir; þegar það virðist sem að aðeins ein skoðun sé leyfi­leg ætt­um við að sanka að okk­ur sem mestu efni og lesa með al­veg sér­stak­lega opn­um huga.

Og svo get­um við kannski gert það að reglu, til að grisja þá sann­trúuðu frá tæki­færis­sinn­un­um, að lofts­lags­ráðstefn­ur og aðrir viðburðir af sama toga muni héðan í frá aðeins fara fram á ein­stak­lega óspenn­andi stöðum. Ekki í Madríd, Marra­kess, Par­ís eða Líma held­ur miklu frek­ar í út­hverfi Bir­ming­ham á blaut­asta og kald­asta tíma árs­ins. Mér seg­ir svo hug­ur að þá yrði frek­ar tóm­legt í fund­ar­söl­un­um.

Heyr, heyr!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Renndi yfir Ásgeirs. Er Mogginn að mildast í Davos-kommúnismanum? Það hefur enginn (eða nærri því enginn) fjölmiðill birt svona róttækt hægri-öfga efni í rúma 30 mánuði.

Eru e.t.v. einn og einn í Elítunni að átta sig á hvaða innfall er hafið?

Guðjón E. Hreinberg, 24.11.2022 kl. 14:30

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Leiðr. "Renndi yfir grein Ásgeirs."

Guðjón E. Hreinberg, 24.11.2022 kl. 14:31

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Ásgeir hefur verið glerharður en núna tekur hann hanskana af, sem betur fer. Morgunblaðið hefur líka verið að ranka við sér, a.m.k. pappírshluti þess, og þá sérstaklega leiðarahöfundar (eða leiðarahöfundur - þeir eru sumir harðari en aðrir).

Geir Ágústsson, 24.11.2022 kl. 15:31

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Tek heilshugar undir med thad ad thessi pistill Asgeirs er besti pistill arsins, ef ekki sidust thriggja ara.

 Skyldulesning.

 Kvedja ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.11.2022 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband