Hið opinbera í samkeppni við einstaklinga

Leigumarkaðurinn er ævintýri í mörgum borgum og Reykjavík er þar engin undantekning. Ég heyrði frá aðila sem þekkir mjög vel til hans að það sé alveg einstaklega erfitt að finna leiguhúsnæði núna því hið opinbera leigir húsnæði í stórum stíl til að koma þar fyrir innflytjendum. Ekki skrýtið í ljósi þess hvað þeir eru margir.

Það hljómar e.t.v. kalt en í raun er verið að forgangsraða innflytjendum ofar en innfæddum, og innfæddir fá að auki að borga brúsann. 

Tvöfalt spark í höfuðið, með öðrum orðum.

En hvað er til ráða? Er ekki til nóg af húsnæði? Jú, vissulega. Mér skilst að mörg þúsund fermetrar af handónýtu verslunarhúsnæði liggi dauðir og mætti breyta í íbúðahúsnæði með einfaldri breytingu á einhverjum pappír (og svolítilli vinnu iðnaðarmanna), en er yfirleitt ekki gert, hvorki fyrrsíðar

Það mætti líka mögulega hugleiða að koma innflytjendum fyrir í húsnæði sem innfæddir eru ekki að slást um. 

En yfirvöldum er alveg sama. Þau eru að eltast við sviðsljósið og vilja líta út fyrir að vera miklir mannvinir sem hlúa að viðkvæmu flóttafólki og ofsóttum frelsishetjum. 

Og búa í leiðinni til innfædda flóttamenn og ofsótta skattgreiðendur sem hrökklast á milli leiguhúsnæðis á svimandi verðlagi sem yfirvöld hækka með því að stækka leigjendamarkaðinn með innflytjendum.


mbl.is Árborg mun taka á móti allt að 100 flóttamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hef ég nú lúmskan grun um að almenningur sé ekki jafn hrifinn af hælisleytendum og yfirvöld virðast halda.

Og sú óánægja eykst bara.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2022 kl. 17:57

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Víða er flottafólki veitt tímabundið landvistarleyfi. Það á t.d. við um fólk frá stríðshrjáðum svæðum, ss frá Sýrlandi og Ukrainu. Þegar um hægist heima fyrir fær það reisupassann og þá sérstaklega ef það hefur aldrei gert neitt í að fá sér vinnu.

Her fer fólk í sjónvarp og ber sig aumlega og "open sesami" skattaparadísin Island opnar arma sína. 

Ragnhildur Kolka, 25.11.2022 kl. 18:28

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Maður tekur vitaskuld áhættu hérna á að vera kallaður rasisti og andstæðingur mannúðarstarfs og ískaldur gagnvart þjáningum mannkyns en það er mögulega við hæfi að bera saman samfélag og innflytjendur við eigið heimili og getu manns til að taka á móti gestum. Ég hef haft allt að 6 einstaklinga hérna í minni íbúð til að gista og allir unnu saman og það gekk upp. En ef þeir einstaklingar yrðu 16 talsins þá erum við að tala um dýnur á gólfinu og enginn svefnfriður fyrir neinn. Það er engin sérstök góðmennska falin í því að yfirfyllla heimili/samfélag sitt. Þá býr maður bara til ný fórnarlömb. Miklu frekar að leigja hlý herbergi þar sem er meira pláss og meira næði.

Geir Ágústsson, 25.11.2022 kl. 21:36

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er núorðið hið hæsta lof sem nokkur maður getur fengið að vera kallaður rasisti.

Um daginn var ég kallaður perri fyrir þær sakir að vera ekki barnanauðgari.  Ég held að fólk viti almennt ekki hvað orð þýða.  Alzheimer gæti líka spilað inní.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.11.2022 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband