Föstudagur, 18. nóvember 2022
Maldíveyjar hringdu: Þær vantar fleiri flugvelli
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, sem átti að ljúka í dag, verður haldið áfram til morguns þar sem vonast er til að verði að hægt ná einhverjum árangri í umræðunni um að koma á fót bótasjóði fyrir þau ríki sem verða hvað verst úti vegna loftslagsbreytinga.
Meðal ríkja sem hafa hrópað hátt um að þurfa og vilja bætur eru Maldíveyjar í Kyrrahafi. Þær eru sérstakar að mörgu leyti. Hæsti punktur yfir sjávarmáli er 2,4 metrar en að meðaltali liggja eyjurnar bara 1,5 metra yfir sjávarmáli. Það þarf því ekki háar öldur eða mikla hækkun sjávarmáls til að sökkva þeim, og það hafa yfirvöld eyjanna svo sannarlega nýtt til að kalla á eftir bótafé. Árið 2009 héldu yfirvöld þar svolítið leikrit þegar ráðherrafundur var látinn fara fram neðansjávar. Þetta var neyðarkall til heimsins um að eyjarnar væru að sökkva.
Eyjarnar standa enn. Og raunar hafa yfirvöld eyjaklasans byggt eða stækkað fjölda flugvalla síðan neðansjávarleikritið fór fram. Kannski hefði verið nær að byggja varnargarða ef einhver hætta væri á ferðum, eða hvað? Nei, frekar að betla meira, byggja fleiri flugvelli, laða að fleiri fljúgjandi og kolefnislosandi ferðamenn og kenna heiminum um að eyjarnar eru að sökkva, sem þær eru ekki að gera.
COP27 framlengd um einn dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Facebook
Athugasemdir
Sá fyrirsögn á RUV og hélt samstndis að þar væri verið að ræða um COP27
„Dýrasta og umdeildasta partí sögunnar“
„Dýrasta og umdeildasta partí sögunnar“ | RÚV (ruv.is)
Grímur Kjartansson, 18.11.2022 kl. 23:06
Grímur,
Skil vel þennan rugling! Las raunar athugasemd þína og síðan þessa fyrirsögn og datt ekkert annað í hug. En jú, HM í Katar eru vesen í sjálfu sér. Kannski sama vesen og val yfirvalda okkar á lyfjavali.
Geir Ágústsson, 19.11.2022 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.