Fimmtudagur, 17. nóvember 2022
Launamaðurinn getur fokkað sér
Íslenska ríkinu er mjög umhugað um nýsköpun og viðurkennir í raun að svimandi skattheimta dregur úr fjárfestingu í henni með því að veita skattafrádrátt til útvalinna fyrirtækja. Íslenska ríkið hefur líka stundum viðurkennt að svimandi skattheimta dragi úr atvinnustigi almennt og sérstaklega meðal iðnaðarmanna með svokölluðum Allir vinna átaksverkefnum þar sem tímabundið er dregið úr blóðugustu skattheimtunni.
Það er vitaskuld ekkert svigrúm fyrir almennar skattalækkanir á vinnandi fólk sem kaupir mat, föt, lyf og þjónustu. Nei, hún er frátekin fyrir bláfátæk fyrirtæki eins og Össur og CCP sem myndu annars vanrækja hina mikilvægu nýsköpun og skaða samfélagið til lengri tíma.
Þess vegna tekurinn smiðurinn sér frí í vinnunni til að eiga við pípulagnir á baðherbergi sínu í stað þess að kaupa vinnu pípara sem er sjálfur í fríi til að mála stofuna sína.
Þess vegna getur launamaðurinn í raun fokkað sér. Nema auðvitað hann stundi nýsköpun eða kaupi rafbíl eða sé á leið á loftslagsráðstefnu eða að halda fyrirlestra á háskólastigi um mikilvægi þess að aðskilja börn og feður.
Veruleikafirringin í fílabeinsturninum nær nýjum hæðum daglega. Með svolítilli heppni nær turninn bráðum upp til skýja og þá þarf a.m.k. ekki að horfa á liðið sem veifar þar frá svölunum eins og kóngar og drottningar fyrri tíma.
CCP og Controlant með mesta skattafrádráttinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Athugasemdir
Flýið til Tatarstan.
Guðjón E. Hreinberg, 17.11.2022 kl. 17:30
Stjórnvöld eru samsæri gegn almenningi.
Tatarstan gæti verið málið ef okkur yrði hleypt inn.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 17.11.2022 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.