Miðvikudagur, 16. nóvember 2022
Auðmannadekur
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, þar á meðal skattaívilnanir á rafmagns- og vetnisbifreiðar. Er lagt til, til að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, að fjöldatakmörkin verði felld niður þannig að virðisaukaskattsívilnun samkvæmt ákvæðinu gildi út árið 2023 óháð fjölda bifreiða sem hennar njóta.
Frábært!
Frábært fyrir fólk sem á mikinn pening.
Ég er ekki á móti skattalækkunum auðvitað. Þær mættu gjarnan vera fleiri og stærri. Til dæmis mætti lækka skatta á matvæli og föt, laun og vinnu. Það kæmi vinnandi fólki mjög vel.
En slíkar skattalækkanir finnast ekki. Þær finnast þess í stað á leikföngum ríka fólksins.
Ekki minnkar slit á vegum við að bílar fari úr bensíni og yfir á rafmagn, en ríka fólkið þarf ekki að spá í því.
Ekki minnkar umferðarþunginn við að skipta bensínbílum út fyrir rafmagnsbíla.
Ríkissjóður er alltaf tómur og ekkert svigrúm til neins nema þegar kemur að hugðarefnum þeirra rétttrúuðu:
- Veiruvarnir
- Rafmagnsbílar
- Baráttan gegn karlmennsku
- Kjaftafög á háskólastigi
- Loftslagsráðstefnur einkaþotuliðsins
- Landamæraátök
- Ólöglegir innflytjendur
Hvað nú ef - og hérna leyfi ég mér að fara langt út fyrir mörk hinna viðteknu skoðana - en hvað nú ef skattar væru hóflegir á venjulegt vinnandi fólk og takmarkað skattfé í auknum mæli nýtt til að styðja við fólk í raunverulegum vandræðum?
Nei, ég segi svona!
Fella niður fjöldamörk rafbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Snilldarlega sagt og satt..
Sigurður Kristján Hjaltested, 16.11.2022 kl. 12:43
Allt umfram tíund (á viðskipti) er rán.
Guðjón E. Hreinberg, 16.11.2022 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.