Mánudagur, 14. nóvember 2022
Óritskoðanlegir miðlar
Stóru samfélagsmiðlarnir eru ekki samfélagsmiðlar heldur miðlar með ritstjórnarstefnu. Þetta er orðið alveg ljóst. Þeir eyða, loka, fela og banna eins og þeim sýnist með tilvísun í óljósa skilmála en eru í raun bara að velja og hafna skoðunum, rétt eins og eitthvað flokksblað.
Gott og vel, þannig er það.
Hvað gera þeir þá sem eru á annarri skoðun en ritstjórar hinna lokuðu samfélagsmiðla svokölluðu? Jú, leita annað.
Mastodon er valkostur við stóru miðlana og mér sýnist hann vera þannig hannaður að það sé ekki hægt að ritskoða notendur þar. Frábært ef satt er!
Flestir þekkja núorðið Telegram en þar á bæ hafa menn virkilega lagt mikið á sig til að geta haldið miðlinum opnum og frjálsum:
Most of the developers behind Telegram originally come from St. Petersburg, the city famous for its unprecedented number of highly skilled engineers. The Telegram team had to leave Russia due to local IT regulations and has tried a number of locations as its base, including Berlin, London and Singapore. Were currently happy with Dubai, although are ready to relocate again if local regulations change.
Teymið að baki forritinu hefur með öðrum orðum flakkað á milli ríkja til að flýja þrúgandi skerðingar. Og við hin njótum fyrir vikið aðgengi að dulkóðuðum miðli sem virðir einkalíf okkar.
Annar miðill sem leggur mikla áherslu á friðhelgi einkalífsins er MeWe, en þar er meðal annarra hlaðvarpsstjórnandinn, rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Tom Woods með sinn umræðuhóp.
Ég sakna alveg þess tíma þar sem bókstaflega allt og allir voru á fjésbókinni. Það bauð upp á mikil þægindi þegar kom að því að hafa yfirsýn, komast í samband við fólk og ræða fjölbreytta hluti. Þeir dagar eru liðnir og í staðinn sprottinn upp frumskógur af miðlum, hver og einn með sína styrkleika og veikleika.
Ef kötturinn þinn týnist er sennilega best að auglýsa eftir honum á fjésbókinni. Ef þú vilt ræða eitthvað af alvöru þá þarftu að fara annað.
Óumflýjanleg afleiðing ritskoðunar, vitaskuld. Eða héldu menn eitthvað annað?
Hvað er Mastodon? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sá sem þú ritskoðaðir hefur þá sennilega bara farið á þessa óritskoðuðu miðla með sínar skoðanir.
Vagn (IP-tala skráð) 14.11.2022 kl. 17:35
Er bloggið ekki ennþá frjáls og óritskoðaður miðill?
Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2022 kl. 19:07
Vagn,
Mikið rétt, auðvitað. Bergmálshellar eru vinsælir fyrir slíkt. Frjáls, opinber umræða skoðanaskipta var einu sinni talin mikilvæg. Þar fær bæði Stalínistinn og nýnasistinn að taka þátt og verða mætt með mótrökum. En af einhverjum furðulegum ástæðum er núna talið "betra" að loka slíkar skoðanir inn í bergmálshellum þar sem þær margfaldast óáreittar í styrk og birtast okkur svo sem eitthvað "óvænt".
Talar þú fyrir slíku?
Guðmundur,
Í bili virðast blogg og hlaðvörp sleppa ágætlega, en það er að breytast. Prófaðu að skoða þáttayfirlit Joe Rogan á Spotify. Þar er núna búið að "merkja" þætti sem Spotify telur að áheyrandinn þurfi svolitla covid-fræðslu til að skilja "rétt". Og gleymum ekki að tilraunir voru gerðar til að drepa hlaðavarpið hans, en menn völdu þar aðeins of stóran nautgrip til að drepa með prikum.
Geir Ágústsson, 14.11.2022 kl. 20:13
Geir, Frjáls, opinber umræða skoðanaskipta....bara ekki á minni síðu. Er það það sem þú átt við?
Guðmundur, moggabloggið er "frjáls og óritskoðaður" miðill þar sem nafn þitt og kennitala er skráð ef einhver telur ástæðu til að kæra þig. Á moggablogginu gilda nákvæmlega sömu reglur og annars staðar í þjóðfélaginu. Moggabloggarar sem ekki hafa gætt að sér hafa verið kærðir og þurft að greiða skaðabætur. Það sem Geir er svo hrifinn af eru síður þar sem þú getur notað hvaða nafn sem er, ert órekjanlegur og mátt segja bókstaflega hvað sem er um hvern eða hvað sem er. Hann telur sig fá áreiðanlegustu upplýsingarnar á þannig síðum.
Vagn (IP-tala skráð) 14.11.2022 kl. 21:30
Vagn,
Hvaða síður eru það? Þú ert mögulega með Zerohedge.com í huga, en hvað annað?
Geir Ágústsson, 14.11.2022 kl. 21:42
Telegram er blekking - bæði er einungis hægt að nota það í gegnum snjallsíma, auk þess að vera ekkert síður ritskoðað en hinir.
Maður viðheldur fjórum opnum rásum, afritar hverja færslu sína á þá alla. Auk þess tekur maður afrit þar sem maður bloggar og passar uppá að hægt sé að spegla það.
Annað er ekki hægt að gera, meðan bæði meginstraumur og jaðarstraumur eru uppþornaðir farvegir.
Guðjón E. Hreinberg, 14.11.2022 kl. 21:59
Ert þú að segja að miðlarnir sem þú bentir á hafi ritstjórnarstefnu og ritskoði eins og hinir en þú sért sáttur við þá ritskoðun? Að ritskoðun sé ekki það sem angrar þig heldur hversu mikið af þvælunni sem á hug þinn allan er útilokað á vinsælustu miðlunum? Og málfrelsi á þinni síðu svo lengi sem þú ræður hvað fær að standa og hverju þú eyðir. Myndin skýrist.
Vagn (IP-tala skráð) 14.11.2022 kl. 22:10
Vagn,
Að þú sért hérna að hrauna yfir mig sem leyfir þér að hrauna yfir mig, ólíkt flestum, er skemmtileg afþreying.
Ég er hérna að tala um samfélagsmiðla, svokallaða, sem eru það ekki, heldur miðlar með ritstjórnarstefnu. Ég hef ekkert á móti ritstjórnarstefnu, bara á móti hræsni þeirra sem segjast ekki hafa hana en hafa hana.
Geir Ágústsson, 14.11.2022 kl. 22:21
Rétt er að stóru samfélagsmiðlarnir nota þá til skoðanakúgunar, en ég er ekki viss um að þessir aðrir miðlar sem þú nefnir séu svo álitlegir valkostir.
Telegram notar t.d. ekki end-to-end dulkóðun. Prófið að gúgla (eða duck-duck-goa frekar) Telegram security concerns og það koma upp margar niðurstöður frá þekktum tæknisíðum.
Eins illa og okkur kann að vera við risana Facebook, Twitter o.fl., þá eru þessir miðlar battle-tested og battle-hardened í öryggismálum.
Theódór Norðkvist, 15.11.2022 kl. 11:43
Theódór,
Það er gott að vera á varðbergi. Ég á einn vin sem vill ekki nota neitt annað en Signal til að skrifast á við mig (þótt þær samræður séu alveg afskaplega saklausar).
Geir Ágústsson, 15.11.2022 kl. 14:06
Það er ekkert mikilvægara en að RÚV -NETMIÐILL komi sér upp
sínu eigin BLOGG-UMSJÓNARSVÆÐI
með sama hætti og mogginn er með.
Fleiri myndu stinga niður penna ef að svæðið væri algerlega
HLUTLAUST OG STARFAÐI Í ALMANNA ÞÁGU.
(Mogginn á það til að loka á þau blogg sem að vilja ekki ganga í takt með capitalinu).
Í staðinn fyrir að vera með bloggflokka eins og formúlukappakstur, pepsideild og enskan bolta; að þá myndi RÚV BÚA TIL NÝJA BLOGG-FLOKKA SEM AÐ GÆTU HEITIÐ; VELFERÐ, FERÐAÞJÓNUSTA, SJÁVARÚTVEGUR, LANDBÚNAÐUR og IÐNAÐUR
Bloggið er sérstaklega hentugt til að halda utan fræðaskrif og kostur að hafa alla málaflokka samfélagsins á einum og sama staðnum. Þar ættu forsetinn, biskupinn, allir stjórnmálamenn, Háskólafræðimenn, almannavarnir og allir aðrir landsmenn að skrifa sína LEIÐARA INN Í FRAMTÍÐINA.
Jón Þórhallsson, 15.11.2022 kl. 14:10
Það er búið að vera lokað fyrir mína mogga-bloggsíðu í 3 ár:
https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/#entry-2235376
Jón Þórhallsson, 15.11.2022 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.