Fimmtudagur, 10. nóvember 2022
Er í lagi að grýta konur til dauða?
Hættum að versla við Rússa!
Ekki meiri rússneska orku og ekki meira rússneskt gas!
Enga rússneska framleiðslu!
Rússar eru jú að ráðast á Úkraínu, með sín ósnertanlegu landamæri, flekklausu stjórnvöld og friðelskandi þjóðernishreyfingar!
Gott og vel. Við kaupum bara olíu og gas frá öðrum ríkjum. Nútímalegum lýðræðisríkjum sem virða mannréttindi og leyfa blaðamönnum sínum að lifa.
Eða einræðisríkjum þar sem konur eru grýttar til dauða, blaðamönnum er stútað og fólki varpað í steininn án dóms og laga. Já, frekar það.
Cooperation between the European Union and the Gulf Cooperation Council is more important than ever, the head of EU foreign policy Josep Borrell said, as quoted by The National, during a visit to the United Arab Emirates.
Your security is our security, Borrell said, adding that This has changed the energy landscape of Europe. [This] energy partnership makes more sense than ever."
Borrell noted that while until this year the EU had relied on Russia for 40 percent of its energy supply, now this had dropped to just 8 percent. The current state of affairs was likely to continue for years, the EUs top diplomat also said.
**********
Samstarf Evrópusambandsins og Samvinnuráðs Persaflóa er mikilvægara en nokkru sinni fyrr, sagði yfirmaður utanríkisstefnu ESB, Josep Borrell, í tilvitnun hjá The National, í heimsókn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Öryggi þitt er öryggi okkar, sagði Borrell og bætti við að Þetta hefur breytt orkulandslagi Evrópu. [Þetta] orkusamstarf er skynsamlegra en nokkru sinni fyrr.
Borrell tók fram að þó að ESB hefði treyst Rússlandi fyrir 40 prósent af orkuframboði sínu fram á þetta ár þá hefði þetta lækkað í aðeins 8 prósent. Núverandi ástand er líklegt til að halda áfram í mörg ár, sagði æðsti diplómat ESB.
Allt saman í nafni ástar okkar á friði og ást. Eða ekki. Og hverjum er ekki sama um almenning í Miðausturlöndum? Ekki Evrópu, svo mikið er víst.
Þeir hljóta að hlægja sig máttlausa, prinsarnir í eyðimörkinni. Á mánudegi kemur Evrópa í heimsókn og biður um orku. Á þriðjudegi kemur Rússland og óskar eftir samstarfi. Á miðvikudegi hringir Indland og á fimmtudegi kemur beiðni frá Afríku. Svona ábatasöm vinnuvika er stutt og hægt að halda upp á þriggja daga helgi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir Geir að vekja máls á innræti meintra bandamanna vestursins. Skyldi til dæmis Trumpistar vita af þessum hremmingum kvenna eða nútímafólks almennt í þessum miðaldaríkjum??
Svona í ljósi þess að kallinn gerði einhvern risa vopnasölusamning við Sauda, rétt eftir að þeir stútuðu blaðasnáp í Tyrklandi, því sem næst í beinni útsendingu tyrknesku leyniþjónustunnar. Var kannski kattarþvottur þeirra að Trump sjálfur átti í arðbærum viðskiptum við miðaldaskrílinn og því hlytu Saudarnir að vera ágætis fólk.
Eða alveg þar til að þú fettir fingur út í þá.
Gott og vel, í það fyrsta þá held ég að rétt sé með farið að miðaldaskríllinn við Persafóla grefur ekki konur í jörðu og grýtir, síðustu þekktu dæmi þar um koma frá Íran, þar sem ekki síður miðaldaskríll ræður ríkjum, og tekur jafnvel sumt bókstaflegra en miðaldatrúbræður þeirra við Persaflóann.
Annað, ertu virkilega Geir, í alvöru að réttlæta innrás Rússa í Úkraínu??
Láttu ekki eins og þú hafir ekki heyrt getið um "But" rökfærsluna.
En ef svo sé, að þér þyki að tvennu betra að kaupa olíu og gas af Rússum en miðaldaskríl, þá vil ég minna þig á andsvar Churchils þegar hann var spurður í breska þinginu af hverju hann tæki bandalag við Sovétið fram yfir uppgjöf við Hitler.
Klassískt frá sjónarhóli rökræðunnar varðandi útgangspunkt þinn í þessum pistli.
Það má jú alltaf læra af sér eldri og reyndari mönnum, skaðar oft ekki að þeir séu löngu gegnir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2022 kl. 16:50
Man fyrst eftir þessum bönnum á kaupum vörum sem voru frá Suður Afríku til að mótmæla aðskilnaðarstefnu stjórnvaldanna þar.
Samt voru alltaf til í verslunum ávextir í dósum frá Suður Afríku enda nauðsynlegir í rjómaterturnar í fermingarveislunum.
Verkalýðsleiðtogi í suður Ameríku var drepin (um 1980) og af því hann starfði í Kókakóla verksmiðju þá var kók tekið úr sölu á sænskum stúdentakaffihúsum.
Einhvern tímann áttum við að hætta að kaupa Jaffa appelsínur til að mótmæla meðferð Ísrael á fólki í Palestínu
Til að mótmæla innrás Rússa í Afganistan þá hélt Carter sína eigin Olympíuleika
Miðað við umræðuna á Alþingi þá væri maður ekki hissa á að Píratar legðu til efnahagslegar refsiaðgerðir á íslendinga fyrir að taka ekki á móti fleiru flóttafólki
Grímur Kjartansson, 10.11.2022 kl. 16:57
"Miðað við umræðuna á Alþingi þá væri maður ekki hissa á að Píratar legðu til efnahagslegar refsiaðgerðir á íslendinga fyrir að taka ekki á móti fleiru flóttafólki"
Er enn að bíða eftri að Píratar "de-fundi" lögregluna. Það var vinsælt og hafði allskonar afleiðingar.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.11.2022 kl. 17:29
Blessaðir félagar aftur.
Það er aldrei svo að umræðan geti ekki af sér snilld.
Eins og Ásgrímur verð ég að gæsalappa.
"Miðað við umræðuna á Alþingi þá væri maður ekki hissa á að Píratar legðu til efnahagslegar refsiaðgerðir á íslendinga fyrir að taka ekki á móti fleiru flóttafólki".
Nema kannski Sigmar verði fyrri til.
Það er engin hemja á lýðskruminu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2022 kl. 17:55
Ómar,
Evrópa gæti auðveldlega hafa tryggt sér miklu fjölbreyttara framboð af olíu og gasi með því að, meðal annars, bora í eigin garði og EKKI refsa fjármagni sem vill leita í olíu og gas, td í Afríku og Suður-Ameríku.
Geir Ágústsson, 10.11.2022 kl. 18:01
Grímur,
Já maður þarf að hafa sig allan við til að vita hvaða kaffi- eða appelsínubóndi á skilið refsingu fyrir gjörðir stjórnmálamanna í landi hans.
Geir Ágústsson, 10.11.2022 kl. 18:03
Saudi Arabia sentences woman convicted of adultery to death by stoning - her male partner gets 100 lashes
Friday 27 November 2015 21:25
https://www.independent.co.uk/news/world/middle-east/sri-lanka-asks-saudi-arabia-to-pardon-maid-sentenced-to-death-by-stoning-after-she-admitted-adultery-a6752196.html
Geir Ágústsson, 10.11.2022 kl. 18:07
Blessaður Geir.
Örugglega allt skynsamlegt sem þú segir, og ef ég hefði haft nokkurn áhuga á orkupólitík Evrópu, fyrir utan að brosa að heimskunni að veðja á logn sem orkuframleiðslu, þá hefði ég örugglega fyrir löngu tekið undir hvert einasta orð.
En málið og meinið er Geir, eins og mér þyki það eitthvað gaman að nota sama frasann aftur innan sama sólarhrings, er að þetta var ekki gert.
Og eigi skulum við gleyma árangursríkri herferð jarðeldsneytisiðnaðarins gegn nýtingu kjarnorkunnar.
Eftir stendur raunveruleikinn, og eiginlega er ég feignastur í andsvari þínu að þú skulir ekki draga minni mitt í efa, það er að seinni tíma grýtingar meintra lauslátra kvenna í olíuríkjum hefði aðeins átt sér stað hjá miðaldaskrímslunum í Íran.
Ekki að það skipti máli, en það skiptir miklu máli af hverju meint hægri sinnað fólk ákvað að hvítþvo skrímslin við Persafóla, eða aðeins minni miðaldaskrímslin í Nató sem kennd er við Tyrki, en fordæma þess í stað nobodíin í Íran, vegna þess að Trump sagði það.
Eins og það sé engin sannfæring, enginn samhljómur í skoðunum, að við það að verða Trumpisti, eða jafnvel svona hægfara íhaldsmaður líkt og Björn Bjarna, að þá breytist fólk í strengjabrúður sem láta vírinn í hendinni benda á einn, en sleppa því að benda á hinn.
Reyndar veit ég Geir að þú ert ekki í þessum hópi, en færsla þín er eiginlega verri, hún er But röksemd fyrir Pútín.
Það finnst mér sorglegt Geir.
Hinsvegar vorkenni ég mjög Birni Bjarna þegar hann á einhvern hátt reynir að réttlæta stuðninginn við miðaldaskrímslin við Persaflóa, eða réttlæta ofbeldis og gjörræðisverk Erdogan Tyrklandsforseta.
Veit ekki alveg hvað þú lest Geir, hvað þá Trumpistarnir sem kíkja hérna reglulega við, en varðandi Erdogan og Tyrki, þá ættu allir að lesa nýlega pistla Jóns Magnússonar.
Hann er undantekningin sem sannar að ekki eru allir hægrimenn farnir í hundskjaft forheimskunnar.
En þetta með Píratana var snilld.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2022 kl. 18:25
Veistu það Geir ég hef bara ekki hugmynd um hvort það er yfir höfuð verið að grýta konur einhverstaðar Langtíburtukistan til dauða nú til dags.
En úr því að þú spyrð þá var ég einu sinni spurður að því hvort það væri í lagi að löðrunga Tyrkneska kellingu, og svaraði ég að sjálfsögðu; nei! -án þess að vera staddur í Tyrklandi.
Jú það er í lagi sagði félagi minn, sem spurði, ef það hefur kviknað í skegginu á henni.
Hvað heldur þú?
Magnús Sigurðsson, 10.11.2022 kl. 18:44
Blessaður aftur Geir.
Sá núna link þinn þegar ég var að slökkva á tölvunni.
Ekki að ég muni eftir þessu, en ég man eftir viðaldarviðbjóði þegar ég spáði í hraklegan aumingjaskap Trumpista þegar þeir fylgdu honum eftir hryðjuverk hans þegar dróni drap einhvern miðaldagaur frá Íran.
Og tengdi þetta svona saman við strákinn sem dó þegar okkar ágætu bandamenn í Nató, sendu ISIS liða til að herja á Kúrda í Sýrlandi.
Sá viðbjóður, þessar miðaldaskepnur í skjóli Nató, þá í íslenskri umræðu, var það aðeins Jón Magnússon sem hélt haus, aðrir hefðbundnir íhaldsmen töluðu eitthvað um hagsmuni, eða eitthvað, en voru í raun samsekir ISIS viðbjóðnum sem Tyrkir kostuðu til að herja á Kúrda.
Þá kom grýting ekki upp í leitarvélinni, nema eldri dæmi frá Íran, þessi frétt sem þú vísar í er aðeins dæmi um ógnina sem Sádar geisla út frá sér inní siðmenntuð samfélög.
Auðvitað var konan ekki grýtt, hún var náðuð, og miðalda skrímslin fengu prik í bókhaldið hjá hægri sinnuðu fólki Vesturlanda.
Ef þú kannt ekki annað dæmi Geir, þá hef ég rétt fyrir mér, og ég tel það líklegt, það eru jú eitthvað hérna fyrir vestan sem heitir lýðræðislegar kosningar, og þó hægri fólk, hvort sem það þykist vera til hægri eða vinstri því ekki hafa vinstri stjórnir Skandinavíu skorið á tengslin við skrímslin, þá gæta Saudarnir að því að ofgera ekki vestrænni menningu.
Þess vegna grýta þeir ekki konur, þeir aðeins drepa þær fyrir að keyra bíla.
Þessi viðbjóður er okkar helsti bandamaður, þessi viðbjóður fjármagnar hryðjuverk á Vesturlöndum í gegnum moskubyggingar sínar, líkt og þeirri sem átti að rísa í Reykjavík, en þessi viðbjóður réttlætir aldrei Pútín.
Og ég er mjög hissa Geir, að þú skulir hvorki sjá það eða fatta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.11.2022 kl. 19:01
Ómar,
Setjum hluti aðeins í samhengi. Tvö ríki eiga í deilum um hvað er á seyði á svæðum á landamærum hvoru tveggja. Annað þeirra fær loksins nóg og stígur inn í leikinn.
Í einu tilviki skella á svíðandi viðskiptahindranir, svíðandi að því marki að þær skaða þann meira sem leggur þær á en þann sem þær beinast gegn. Rauðvíni er skvett á borgara þess ríkis. Venjulegir borgarar fá ekki lengur að ferðast.
Í öðru tilviki stíga verndarenglar heimsins inn og reyna að miðla málum:
https://www.ruv.is/frett/2022/11/08/blinken-styrir-vidraedum-asera-og-armena
Láttu ekki svona Ómar, Rússar hafa ekki gert annað en búa til það sem menn kalla "stríð í Evrópu", sem er víst miklu verra en "stríð í Jemen" eða "stríð í Eþíópíu" (skylmingar á landamærum sennilega réttnefni). Nóg er af stríðum og við ættum að hafa lært af reynslunni að þjappa ekki þjóðum að baki leiðtogum sínum með því að drepa konur og börn úr hungri. Írak, einhver?
Átökin í Úkraínu koma okkur jafnmikið við og átökin við landamæri Saudi-Arabíu og Jemen. Á móti báðum og vilt að innrásaraðilar sæti afleiðingum og viðskiptahindrunum? Eða ekki?
Geir Ágústsson, 10.11.2022 kl. 20:51
Auðæfi ríkjanna á Arabíuskaga byggjast eingöngu á olíu. Þessi olía hefur í nær heila öld verið uppistaðan í velmegun vesturlandabúa. Fyrstu áratugina réðu vestrænir auðhringir yfir olíuvinnslunni en með tímanum komst hún í hendur heimamanna sem auðvitað er réttlætanlegt. Jafnframt því hafa furstarnir sem ráða þar öllu, náð tangarhaldi á vesturlandabúum. Það kom fyrst í ljós á áttunda áratug síðustu aldar þegar kreppa varð vegna skyndilegrar hækkunar á olíu. Síðan hefur það verið pólitísk stefna á vesturlöndum að hafa þessa fursta góða í von um að þeir haldi olíverðinu í hófi.
Þó að lifnaðarhættir þessara fursta hafi tekið stakkaskiptum þá hefur lífsviðhorf þeirra, sem mótað er af strangri íslamstrú, lítið breyst. Hefur hún m.a. birst í vanvirðingu á konum og grimmilegu réttarfari. Þeir hafa víða notað auð sinn til þess að komast til áhrifa svo að sumum hefur fundist nóg um.
Nú á að halda heimsmeistaramót í knattspyrnu í Katar. Þangað munu flestar sjónvarpsstöðvar beina athygli sinni næstu vikurnar og mun dýrðin og glæsileikinn ekki fara framhjá neinum. Ekki veit ég hvers vegna Katar hlotnaðist sá heiður að halda þessa keppni.
Fyrir nokkrum dögum var sýnd heimildamynd í þýsku sjónvarpi um kjör og aðbúnað erlendra verkamanna sem unnið hafa að byggingu mannvirkja fyrir þetta heimsmeistaramót, var sú mynd ófögur.
Undanfarið hafa ýmsir ráðamenn á vesturlöndum lagt leið sína til furstadæma á Arabíuskaga og gert sér dælt við furstana þar. Sumum finnst að þeir eigi ekki að sleikja sig upp við þessa olíufursta en, hagsmuna vegna, eru menn hræddir við að styggja þá.
En það er ráð til að gera sig óháðan olíufurstunum. Það eru áform um að vinna orku úr eigin sjálfbærum orkulindum. Sjálfsagt verður það dýrara fyrst í stað en mun borga sig með tímanum. Þetta mun sérstaklega verða arðbært fyrir okkur Íslendinga sem eigum svo orkuríkt land. Þá samræmist þetta einnig stefnunnni um að draga úr hlýnun andrúmsloftsins.
Það er furðulegt hve heiftin er mikil hjá sumum gegn þessum áformum og þeim mönnum sem vinna að loftslagsmálum og sjálfbærri orkuvinnslu. Þeir eru niðurlægðir í orðum, kallaðir aular og fífl og fleiri illum nöfnum.
Hvað veldur?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.11.2022 kl. 22:11
Já Geir, stríð í Evrópu er verra fyrir Evrópu en stríð í öðrum heimshlutum, eðli málsins vegna.
En ég deili með þér sömu fyrirlitningu á miðaldahyskið, og skil ekki tengsl okkar við það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2022 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.