Hvenær hættir venjulegt fólk að geta ferðast?

Októbermánuður var metmánuður þegar horft er til brottfara Íslendinga frá landinu. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu fóru um 72 þúsund Íslendingar af landi brott í október og hafa utanlandsferðir landsmanna aldrei verið fleiri í einum mánuði.

Sumir gleðjast þegar þeir lesa svona fréttir. Vinir og vandamenn þvert á landamæri eru að hittast. Fjölskyldur að skreppa í frí og slappa af saman. Unnendur náttúru eða stórborga að sækja sér upplifun. Viðskiptaaðilar að tengjast með handabandi. Frábært, ekki satt?

Nei, segja sumir. Öll þessi ferðalög eru að leiða til mikillar losunar á koltvísýringi og gjörbreyta loftslaginu til hins verra (alltaf til hins verra, sama hvaða breytingar menn nefna). Þetta gengur ekki! Það þarf að skattleggja svona losun! Það þarf að draga úr möguleikum venjulegs fólks til að ferðast!

En hvað með óvenjulegt fólk? Það á auðvitað að fá að ferðast, til dæmis á loftslagsráðstefnur þar sem það drekkur úr sér allt vit og borðar þykkar steikur á kostnað skattgreiðenda.

Það er bara spurning um tíma þar til óvenjulega fólkið finnur leiðir til að halda venjulegu fólki á jörðinni og frá því að ferðast. Skattar verða lagðir á flugmiða og eldsneyti sem gera flugmiða óaðgengilega. Slíkt dregur úr framboði og samkeppni sem mun leiða til enn frekari verðhækkana. Flugferðir verða eitthvað sem fjölskyldur geta ekki leyft sér nema á nokkura ára fresti. 

Og allt þetta mun fyrr en þú heldur.

Vittu til.


mbl.is Íslendingar slá met í utanlandsferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú meinar að það gæti myndast yfirstétt opinberra starfsmanna / áskrifenda að laununum, sem ein mun hafa einkarétt á lúxus eins og að ferðast? Það er kannski ekki ólíklegt.

Get samt varla hugsað mér neinn hóp sem er eins langt frá því að verðskulda þannig fríðindi eða einkaréttindi.

Þá væri betra að þannig fríðindi féllu þeim í skaut sem hafa lagt hart að sér og byggt upp arðbæran rekstur, af hverjum þeir gætu nýtt hagnaðinn til að ferðast að vild.

Theódór Norðkvist, 11.11.2022 kl. 22:58

2 identicon

Olíuvinnsla verður stöðugt kostnaðarsamari og minna um olíu með hverjum deginum. Olíuverð mun því óhjákvæmilega hækka þó engir nýir skattar komi til. Og miðað við það að allri þróun verði hætt, ekkert gert til að gera flugvélar sparneytnari, ekkert til að hámarka nýtingu flugsæta o.s.frv. þá má búast við að flugfargjöld hækki og flug leggist að lokum alveg af þegar olían klárast. Svipað og ef þú stendur ekki einhvern tíman upp þá má búast við því að fyrr eða síðar drepist þú í egin úrgangi þar sem þú situr.

Vagn (IP-tala skráð) 12.11.2022 kl. 16:49

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þá get ég róað þig með því að menn eru að rekast á hverja gjöfula olíulindina á fætur annarri í Suður-Ameríku og menn rétt að byrja þar. 

https://oilprice.com/Energy/Crude-Oil/Guyanas-Offshore-Drilling-Bonanza-Is-Just-Getting-Started.html

En já, eftir nokkra áratugi verður þetta orðið svo erfitt að samkeppnisaðilar við olíuna eiga möguleika. 

Nema að markmiðið sé fyrst að taka orkuna af almenningi og svo að opna á hana aftur, óstöðugri og dýrari. 

Geir Ágústsson, 12.11.2022 kl. 16:55

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Þessi nýja yfirstétt, með sína nýju presta og nýju kirkjur, eru i boði okkar, kjósenda. Lýðræði á að vera samkeppnisvettvangur hugmynda og hugsjóna. Það er það ekki.

Geir Ágústsson, 12.11.2022 kl. 16:56

5 identicon

Að fresta síðasta olíudropanum um einhverjar vikur við að eitthvað prósentubrot bætist við þá olíu sem vitað var um skiptir engum sköpum. Og miðað við þróunina, því hún stoppar ekki og bíður eftir að síðasta olíudropanum sé brennt, þá eru það ár en ekki áratugir þar til samkeppnin verður olíu í óhag. Vinna þín fyrir olíuiðnaðinn mun dragast verulega saman á komandi árum.

Vagn (IP-tala skráð) 12.11.2022 kl. 18:31

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Velkominn í hóp spámanna sem hafa sagt þetta í 30-40 ár. Vonandi líður þér vel þar. Annars er ég forvitinn að vita hvernig þú ætlar að koma rafmagni til hundruðir milljóna manna sem draga orku sína úr brennslu á prikum og mykju, og þá aðallega innandyra í reyk sem drepur frekar skilvirkt. Henda upp nokkrum kjarnorkuverum? Gera ekkert? Hvað segir bakland þitt? Hvernig á að knýja orkuver í Úganda?

Geir Ágústsson, 12.11.2022 kl. 19:49

7 identicon

Það hefur verið vitað lengur en 30-40 ár að það kæmi að þeim tímapunkti að olían kláraðist.

Hvort sem orkuverið er í Úganda eða annarsstaðar þá verður það ekki keyrt á einhverju sem ekki verður til. Það þurfa allar þjóðir að búa sig undir það að enga olíu verði að fá.

Vagn (IP-tala skráð) 12.11.2022 kl. 20:21

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Takk. Set það á to-do listann eftir 20-50 ár.

Geir Ágústsson, 12.11.2022 kl. 21:28

9 identicon

Hvaða "það" ætlar þú að setja á to-do listann eftir 20-50 ár? Hjá þjóðum er það að halda áfram með að þróa aðra orkugjafa sem tekið geta við og sníða innviði eftir því. Hjá þér er það sennilega að gefast ekki upp á olíunni og ýta bílnum allt sem þú ferð og bíða svo spenntur eftir kaupendum fyrir allar olíulokateikningarnar þínar.

Vagn (IP-tala skráð) 13.11.2022 kl. 01:42

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það eru orkuskipti í gangi alla tíð. Á seinustu árum hafa t.d. fiskimjölsverksmiðjur Íslands verið að koma sér á rafmagn (sem kom sér svo ekkert sérstaklega vel seinasta vetur en olían var sem betur fer til taks). Margir eru að leggja bílnum meira og meira og hoppa á rafmagnsknúin hjól. Í Afríku er fólk að skipta úr greinum og grasi yfir í kol og olíu, gefið af slíkt sé ekki hindrað með beinum og óbeinum aðgerðum, og með tíð og tíma koma kannski gastúrbínur og jafnvel vatnsfall. 

Þetta er að gerast án þess að vitringar eins og þú, sem sumir hverjir geta drukkið sig fulla og borðað sig metta á huggulegum strandhótelum, komi hér að nema sem hindrun. 

Geir Ágústsson, 13.11.2022 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband