Mánudagur, 26. september 2022
Er ég öfgahægrimaður?
Kosningar til ítalska þingsins fóru fram um daginn. Visir.is segir í fyrisögn frá í aðdraganda kosninga:
Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi
Á kjördegi segir Visir.is í fyrirsögn:
Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga
Á kosninganótt segir Visir.is í fyrirsögn:
Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu
Eftir að búið var að telja atkvæðin segir Visir.is:
Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd.
Er það þá ekki komið á hreint? Öfgahægrimenn! Öfgahægrikona! Öfgahægri-öfl! Öfgahægri ráðherra! Mussolini snúinn aftur, hvorki meira né minna!
En hvernig skilgreinir blaðamaður Visir.is svo hið ítalska hægri þvert á hægriflokkana?
Saman lofa þau lægri sköttum á orku og nauðsynjavörum og hlutfallsskatt fyrir aðila með sjálfstæðan atvinnurekstur. Þá vilja þau aflétta banni á kjarnorku í Ítalíu, auka framlög til fjölskyldna og taka á óreglulegum komum flóttamanna.
Þetta eru svo sannarlega miklir öfgar og Ítalir búnir að kjósa miklar hamfarir yfir sig!
Blaðamaður hefði getað kryddað þetta aðeins betur með því að benda á að hinn nýi öfgahægri sigurvegari ítölsku kosninganna er hlynntur veru Ítalíu í Evrópusambandinu og styður harðar aðgerðir gegn Rússum. Eða nei, bíddu við, það er ekki öfgahægri! Afsakið.
Þá hefði blaðamaður kannski getað kryddað skilgreiningu sína með afstöðu hins nýja öfgahægri stjórnmálamanns til réttar samkynhneigðra til að ættleiða, en um leið mætti spyrja sig af hverju góða vinstrið, sem hefur verið við völd seinustu ár, hafi ekki dansað í takt við væntingar Norður-Evrópubúa þar. Er ítalska vinstrið kannski öfgahægri? Og þá Ítalía öll?
Hvað um það. Ef marka má skilgreiningu blaðamanns á öfgahægri þá er ég mjög nálægt því að vera öfgahægrimaður og þarf bara að sætta mig við það. Hætti jafnvel á að einhver kalli mig fasista ef ég segi frá afstöðu minni til hárra skatta, en gott og vel.
Hvað á ég þá að kalla þá sem vilja læsa fólk heima hjá sér, sprauta í það tilraunakenndum lyfjum helst niður í ungabarnaaldur, að ríkisvaldið fái að ráðskast með fyrirtæki sem að nafninu til eru í einkaeigu og ritskoða opinbera umræðu?
Öfgavinstrimenn? Góða fólkið? Hvoru tveggja? Það er spurning.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Facebook
Athugasemdir
Erlendis er talað um "far right" og "far left" í fjölmiðlum, sem bókstaflega þýðir yrst til hægri eða yrst til vinstri. Merkilegt en á Íslandi er aldrei talað um yrsta vinstrið eða öfga vinstri. Ef nota á hugtakið öfga hægri, þá væri þýðingin "extreme right" eða "extreme left". Öfga forskeytið við hægri er gildishlaðið og notað í pólitískum tilgangi. Ætli RÚV, Stundin og Kjarninn séu öfga vinstri fjölmiðlar? Líkar þeim við slíka nafngreiningu? Held ekki.
Birgir Loftsson, 26.9.2022 kl. 17:37
Birgir,
Mjög góður punktur. Tók einmitt eftir því í frétt danska ríkisútvarpsins að þar var talað um flokka "yrst" til hægri, sem ég skal meira að segja fallast á þótt þessi kvarði sé meingallaður.
Geir Ágústsson, 26.9.2022 kl. 17:44
Blaðamaðurinn hefur sína pólitísku barnatrú.
Helgi Viðar Hilmarsson, 26.9.2022 kl. 18:33
Stjórnmálamenn og blaðamenn og bankamenn vesturlanda eru allir vinstri-öfgamenn, lygarar, rangfærslumenn og ræningjar. Allir stimplar sem þeir gefa þér, er hól.
Guðjón E. Hreinberg, 26.9.2022 kl. 18:48
Virðist fara eftir hver mælir.
Mér hefur sýnst nóg að vera einfaldlega ekki barnanauðgari. Ef þú ert ekki barnanauðgari ertu hægri-öfgamaður.
Samkvæmt Vísi, þá ertu hægri öfgamaður ef þú ert ekki fasisti að hætti Mússólíní. (Sameining stórfyrirtækja & ríkis, a-la RÚV; And-einstaklingshyggja, kynþáttur er bara hugarburður... osfrv.)
Sé ekki betur en Ítalía sé bara á góðri leið núna, með betra fólki.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.9.2022 kl. 18:56
Skilgreining á fasisma er það, þegar skilin milli stórfyrirtækja og ríkisvaldsins hverfa; renna saman á þann veg að atofnanir ríkisvaldsins þjóna stórfyrirtækjunum, en ekki almenningi.
Er það ekki nokkurn veginn sem stefnir í hér á landi, og ekki síst í ríkjum hins pólitíska rétttrúnaðar? Grænslepjunnar, kynleysis og útilokunar skiptra skoðana?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.9.2022 kl. 21:03
Auðvitað má "hinsegin fólk" lifa sínu lífi, en getur verið að það sé nú að uppskera það sem það sáði siðastl. sumar?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 26.9.2022 kl. 21:47
Niðurstaða ítalska stjórnmálasérfræðingsins á RUV í gær var
að með teknu tilliti til lélegar kosningarþátttöku
þá hefði meiri hluti ítala EKKI kosið Bræður Ítalíu
Mjög laumulegur áróður um að þessi öfgahægri flokkur sé ekki lýðræðislega kosinn
Grímur Kjartansson, 27.9.2022 kl. 08:44
Tek undir með Guðjoni.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 27.9.2022 kl. 10:04
Frábær kosningaúrslit á Ítaliu að mínu mati.
Áherslur Giorgia Meloni virðast eðlilegar og rökréttar. Fyrst og fremst að hugsa um hag landsmanna og þjóðar sinnar. Hætta að leyfa málefni sem brjóta niður samheldni og einkenni þjóðarinnar að viðgangast og grassera án andstöðu og umræðu. Það eru ekki hægri öfgar - heldur "common sense".
booboo (IP-tala skráð) 27.9.2022 kl. 12:03
Nei, þú ert jaðar hægrimaður!
Birgir Loftsson, 27.9.2022 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.