Jæja þá, prófum eitthvað annað

Klappstýra óttans og þess að þú þurfir efnahagskreppu, mögulega en kannski ekki, til að bjarga heiminum, er miður sín:

Þrátt fyrir metnaðarfull áform er mælanlegur árangur af loftslagsaðgerðum stjórnvalda enn sem komið er enginn, að sögn veðurfræðings. Það er staðreynd sem hann segir að við verðum að horfast blákalt í augu við - á degi íslenskrar náttúru.

Í gær gaf Umhverfisstofnun út bráðabirgðaútreikninga sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um þrjú prósent á Íslandi á milli ára 2020 og 2021. Vissulega var hagkerfið að ná sér eftir Covid en að árangurinn sé ekki betri, er þyngra en tárum taki samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi.

Ef þinn eini mælikvarði er ekki að sýna rétta tölu þá falla tárin. Þyngri orð verða varla fundin.

Það er búið að gera svo mikið! Hvað er til ráða?

„Það er búið að setja mikið í þetta. Stjórnvöld eru búin að marka stefnu, fullt af stefnum, það er búið að ráða fullt af starfsfólki hjá hinu opinbera og einkageiranum til að sinna þessum málum, það hefur orðið hugarfarsbreyting í landinu. Það eru haldnar ráðstefnur, ég veit ekki hvað er gert, en samt er árangurinn svona lítill. Maður eiginlega bara veltir vöngum yfir þessu: Hvað meira er hægt að gera?“

Eitt mögulegt svar: Eitthvað allt annað. Eða hvað? Dropinn holar steininn, og við erum dropi í hafinu, og við getum bjargað heiminum, því annars er voðinn vís:

Náttúran er miklu fleira en bara loftslagsmálin en afleiðingarnar af loftslagsmálum eru meiri annars staðar en hér en við samt sem áður þurfum að sýna ábyrgð og draga líka saman þótt við séum lítill dropi í þessu hafi,“ segir Einar.

Þessi dropi þarf samt að þurrka sig út, að því er virðist, en kannski ekki. Þú þarft að upplifa eilífa veirutíma til að bjarga heiminum þótt það sé ekki „óskastaða“:

Miðað við þann loftslagsárangur sem náðist í Covid, segir Einar þann grun læðast að manni á þessu stigi, að skarpur efnahagssamdráttur sé það eina sem geti bjargað málunum. Það sé þó augljóslega ekki óskastaða.

Á sama tíma geisar orkukreppa í Evrópu og sárafátækt að aukast í heiminum í nafni vísindanna, sofandi kola- og kjarnorkuver eru ræst á ný, almenningur sér fram á að frjósa og svelta í vetur, verksmiðjur eru að minnka við sig, ljósin að slokkna, allt að hækka í verði og engin lausn í sjónmáli önnur en að framlengja átök í Úkraínu út í hið óendanlega.

Skattgreiðendur mega sannarlega vera þakklátir fyrir margt. Börn fá menntun (nema mögulega ungir strákar), sjúkir fá lækningu (ef þeir lifa af biðlistana) og sumir ökumenn fá góða vegi. En að halda uppi heilli stétt af fólki sem hatar samfélagið og ýjar að efnahagskreppu til að loka þig inni og leysa ímynduð vandamál. Kannski þakklæti sé ekki viðeigandi þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú einhversstaðar séð hver "náttúruleg" minnkun CO2 er vegna útblásturs samgangna?

Það sem ég á við er að flugvélar verða sparneytnari (dreamliner og nýlegar Airbus komur inn í flotann í staðinn fyrir eldri vélar), nýir ICE bílar eyða minna en eldri o.s.frv.

Kannski eru þessi 3% einmitt náttúruleg minnkun?

Þrándur (IP-tala skráð) 18.9.2022 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband