Sparkað í rónana

Enn og aftur á að hækka áfengis- og tóbaksgjöld á Íslandi til að brúa bil í fjárlögum, þ.e. minnka muninn á milli þess sem skattheimta aflar ríkinu og hvað það eyðir miklu. Áfengis- og tóbaksgjöld eru álitin nokkuð góð tekjulind fyrir ríkið því þeir sem reykja og drekka halda áfram að reykja og drekka. Skatturinn skilar sér samkvæmt áætlun. Sá sem reykir neitar sér frekar um mat en tóbak og sá sem er háður áfengi finnur sér alltaf eitthvað að drekka og sleppir því einfaldlega að klæða sig og næra í staðinn (nema hann sé nógu ríkur til að gera bæði).

Þetta vita þeir sem hækka skatta á róna og verkamenn með þessum hætti. Þeir sparka í rónann og vita að þeir komast upp með það. 

Í venjulegu heimilisbókhaldi er bil á milli tekna og útgjalda brúað með ferns konar hætti:

  • Með neyslulánum, en það er bara hægt til skemmri tíma
  • Með þjónaði og ránum, sem er hægt á meðan ekki tekst að hafa hendur í hári þínu
  • Með því að lækka útgjöld niður fyrir tekjur, sem er langtímalausn
  • Með því að selja eigur, sem er hægt á meðan einhverjar eru

Hvað gerir ríkið? Það fer til nágranna síns og hristir fé út úr honum með valdi, og kallar slíkt lögmæta aðgerð og jafnvel siðferðislega rétta. Það fé er svo notað til að borga af lánum, fjármagna neyslu og ráða fleiri starfsmenn. Enginn getur gert þetta til lengri tíma nema hið opinbera. Mafían getur þetta til skemmri tíma. Vasaþjófur líka.

En er ríkið þá bara siðlaus vasaþjófur? Já, á meðan það hefur gleymt hlutverki sínu sem þjónn fólksins sem á að sinna ákveðnum, vel skilgreindum verkefnum, eins og heilbrigðisþjónustu og þjóðvegagerð, en ekki öðru, eins og að atast í fólki á grundvelli kynferðis og eltast við að sprauta fólk með viðbjóði, undir stanslausum hræðsluáróðri, á sama tíma og því fólki er bannað að mæta í vinnuna.

Einu sinni líkti ég Bjarna Ben. og ríkisfjármálunum við MC Hammer og hans fjármálagjörninga og einhverjum þótti það sniðugt. Ég ætla að halda fast í þá samlíkingu. Hvenær ætli MC Hammer okkar daga ætli loksins að selja lúxusbifreiðina upp í skuldir og fækka lífvörðunum í kringum sig?


mbl.is Áhyggjur af hækkun áfengisgjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband