Mánudagur, 22. ágúst 2022
Einhver útlendingur með skoðanir
Petteri Taalas, aðalritari Alþjóðaveðurstofunnar, er mikill og merkur maður. Spekingur. Sérfræðingur. Útlendingur með stóran titil. Það ættu því allir að leggja við hlustir þegar hann leggur lóð sín á vogarskálarnar, eins og hér:
Spurður hvernig íslensk stjórnvöld hafi að hans mati staðið sig í sínum aðgerðum gegn loftlagsvánni, segir Taalas:
Ég held að þið hafið unnið gott starf og ættuð vera stolt af ykkar framlagi hingað til. En auðvitað eru frekari skref sem hægt er að stíga.
Sem dæmi nefnir hann að hér mætti setja meiri kraft í rafbílavæðingu.
Einmitt það já. Fleiri rafbíla á Ísland! Undratæki ekki satt?
Aldeilis ekki.
Nú var ég staddur á Íslandi í sumar og fór í útilegu. Var með traustan Dísil-jeppling til umráða. Dvaldi á tjaldsvæði (réttnefni: húsvagnasvæði) í nokkra daga. Þar fór ekki mikið fyrir rafbílum. Raunar sá ég bara einn: Frænka mín kom á rafbíl. Það var ágætt. Mikið geymslupláss! En hún segir, þegar hún var að pakka saman og halda til Reykjavíkur, í um 90 mín akstursfjarlægð frá tjaldsvæðinu, að hún þyrfti að finna hleðslustöð einhvers staðar.
Ég var fjarri slíkum hugsunum. Hafði fyllt tankinn mörgum dögum áður, keyrt töluvert um Suðurlandið, en nóg eftir í tankinum.
Rafbílar virka ekki nema sem innanbæjarbílar og hvaða Íslendingur heldur sig eingöngu innanbæjar? Ekki dregur þú fellihýsi eða húsvagn í rafbíl, og ekki keyrir þú utanbæjar í honum á veturna þegar batteríið verður ískalt. Ekki ferðu á hálendið, og að skreppa norður á land er flókið mál þar sem þarf að áætla langt hlé á leiðinni til að hlaða batterí (nema menn vilji kála líftíma þess með hraðhleðslu).
Og ekki viltu eiga rafbíl og um leið vita hvaðan hráefnin í hann komu og hvaða eitruðu stöðuvötn eru að myndast í Kína til að afla þeirra.
Það er gaman að keyra rafbíl. Hröðunin er æðisleg, hljóðleysið friðsælt og allir skjáirnir inni í honum fá mann til að hugsa um geimskip og ævintýri. En þeir eru fyrst og fremst græjur - leikföng ríks fólks. Þeir gera ekkert fyrir umhverfið og enn minna fyrir loftslagið. Slíta götum eins og aðrir bílar og jafnvel í enn meiri mæli. Svifryk frá rafbíl eða agnir úr Dísil-bíl? Þitt er valið.
En einhver útlendingur sagði það svo það er frétt.
Ekki-frétt.
Íslendingar megi vera stoltir af sínu framlagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.8.2022 kl. 05:55 | Facebook
Athugasemdir
Alltaf að koma betur í ljós gallar við rafmagnsbíla sem menn fatta ekki við fyrstu sýn.
1. Þetta eru níðþungir skriðdrekar sem eiga eftir að dýpka förin enn frekar á borgarmalbikinu.
2. Þyngslin valda því að hraðahindranir verða stór ógn við dempara og fjöðrunarkerfi rafbíla.
3. Þyngslin valda því að bremsuklossar spænast hraðar upp, og valda því mikilli aukningu á svifriki í borginni. (vonandi fara rafm.bilar ekki á nagladekk)
4. Mikið hefur borið á því að rafbílar slökkvi öll ljós til að komast lengra. Jafnvel á kvöldin (hættulegt)
5. Ef rafbíll fer útí vatn eða á, er hætt við að efnablöndur í rafgeymum stórskaði lífríkið í vatninu eða læknum.
6. Ekki verður auðvelt eða hættulaust að bjarga fólki úr tveim illa klesstum rafbílum ef rignir mikið.
7. Kostnaður við að laga og rétta rafbíl eftir árekstur er víst gígantískur og mörg tryggingafélög neyðast til að hækka verð.
8. Kostnaður við að byggja nýjar virkjanir eða vindmyllur til að framleiða rafmagn fyrir komandi rafbíla á íslandi er huge ! og verður ekki heldur kolefnisjafnað fyrr en rafbíllin er orðin úreltur og allir komnir á hydrogen bíla frá Toyota sem er framtíðin.
Var að spá í að hafa nr. 9 og tíu, en þá fattaði ég að Musk gæti farið að leita mig uppi.
Loncexter, 22.8.2022 kl. 20:40
Loncexter,
Margir góðir punktar þarna sem ég hafði ekki hugleitt.
Ég er græjumaður. Hef tengt ófáa hluti saman, gamla skjái við nýjar leikjatölvur, nýja hátalara við gömul sjónvörp, er með fjórar tölvur á heimilinu og allar heimsins snúrur. En sé rafbílinn þarna í deild með notaðri tölvu sem ég keypti ódýrt: Sem leiktæki fyrir nörda. Mögulega rosalega nothæfa í ákveðnum aðstæðum (litlir rafbílar að skutlast með pakka eða matarsendingar í stórum borgum, til dæmis), en sem arftaki bensín- og Dísil-tækjanna: Varla.
Gott þú nefnir þetta með Toyota. Það eru alls ekki allir stórir framleiðendur að setja öll egg í sömu körfu.
Geir Ágústsson, 22.8.2022 kl. 21:06
Það hvarflaði auðvitað ekki að fréttamanninum að spyrja sérfræðinginn hvort nokkuð sem 380.000 hræður á norðurhjara aðhafast geti mögulega haft tölfræðilega marktæk áhrif á loftslag á jörðinni?
Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2022 kl. 18:52
Guðmundur,
Þá kemur grátkórinn um að sýna siðferðislega forystu og blahblahblah. Grýta höfnina til að sýna hvernig það er gert.
Geir Ágústsson, 23.8.2022 kl. 19:10
Sigum þeim þá á risafyrirtækin sem bera ábyrgð á 80% mengunarinnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2022 kl. 19:36
Gott sem Guðmundur bendir á.
Þó að allir Íslendingar keyrðu um á stórum dísebílum næstu 300 árin, hefði það ekki rassgat áhrif á eitt eða neitt í veðurfarinu.
Hvað er reykurinn frá Íslenskum bílum stór prósenta af öllum reyk í heiminum ?
0,0000000000002 prósent af heildinni eða jafnvel minna. Um að gera að setja þá 10 milljarða af íslensku skattfé til loftlagsmála næstu 10 árin.
Vel stjórnað á íslandi eins og ævinlega !
Loncexter, 25.8.2022 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.