Þegar grín var grín

Árið 1988 kom út mynd sem ég man mjög vel eftir úr æsku: The Naked Gun: From the Files of Police Squad (og í kjölfarið komu tvær framhaldsmyndir). Í henni var gert grín að nánast öllu sem var í gangi í samfélaginu: Hasarmyndum þess tíma, stjórnmálamönnum, hryðjuverkamönnum, fíkniefnasölum og lögreglunni. Þetta sést ágætlega í upphafsatriði myndarinnar þar sem helstu heimsleiðtogar utan hins vestræna heims ræða sín á milli um hvaða hryðjuverk gegn Bandaríkjunum eigi að fremja næst og inn brýst svo aðalsöguhetja myndarinnar og lemur þá í klessu. 

Að hugsa sér að svona lagað hafi leyfst! 

Núna stígum við auðvitað aðeins varlegar til jarðar. Hryðjuverkamenn gerðir út af einstaka ríkisstjórnum má ekki ræða. Nei, þetta eru allt bara einhverjir einfarar með sand af seðlum sem féllu af himnum ofan, ekki drifnir áfram af neinni eitraðri hugmyndafræði sem litar heilu heimsálfurnar! Þjóðarleiðtogar njóta óverðskuldaðrar virðingar (nema þeir séu hvítir karlmenn komnir yfir miðjan aldur). Grínistar fá það óþvegið fyrir að stíga inn fyrir ósýnilegar línur á landakorti hins pólitíska rétttrúnaðar (en fá stundum óvæntan stuðning við málfrelsið, sem betur fer, væntanlega til að forðast flótta viðskiptavina). Allt er orðið svo viðkvæmt og auðsæranlegt.

Þá er gott að geta leitað í eldra efni eins og Naked Gun þar sem engu er hlíft. Og er aðgengilegt á streymisþjónustum. 

Bless nýja drasl. Halló gamla gull. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Blazing Saddles" er miklu meira stuðandi núna.

Það var klassa fín ræma.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.8.2022 kl. 19:28

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Blessuð sé minning Leslie Nielsen.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2022 kl. 21:18

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég féll fyrir JAG þáttunum þegar ég var á spítalanum, sótti allar seríurnar þegar ég kom heim. hef ekki hugmynd um hvers vegna ég horfi á þetta moð, en einhverra hluta léttir það lundina.

Guðjón E. Hreinberg, 23.8.2022 kl. 21:52

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðjón, ég horfi líka alltaf á NCIS þó það sé álíka moð.

Held það sé einmitt vegna þess að það léttir lundina. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2022 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband