Fimmtudagur, 18. ágúst 2022
Verðbólga á fíkniefnamarkaði
Í fréttum er nú sagt frá því að þrír menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að upp komst um smygl þeirra á 100 kg af kókaíni til Íslands.
Þetta hefur í för með sér ýmis konar afleiðingar:
- Þrír verðmætaskapandi einstaklingar eru teknir úr samfélaginu og settir á framfærslu skattgreiðenda
- Framboð á kókaíni minnkar og verðlag hækkar
- Neytendur kókaíns sjá fram á hækkandi verðlag og söluaðilar sjá fram á aukinn hagnað
- Þeir neytendur sem fjármagna neyslu sína með þjófnaði þurfa nú að stela aðeins meira til að eiga fyrir skammtinum
- Fleiri þjófnaðir kalla á meiri athygli lögreglu sem um leið minnkar á einhverju öðru
- Tryggingafélög þurfa að greiða meira úr sjóðum sínum til að bæta upp fyrir þjófnaði á tryggðum hlutum
Um leið er ýmislegt sem er ekki að fara gerast:
- Að einhver sem áður neytti kókaíns hætti því
- Að einhver sem hagnast á sölu kókaíns, og slapp við að lenda í grjótinu, dragi sig úr þeim viðskiptum
- Að gæði kókaíns á markaði batni
En sennilega eru einhverjir aðilar alsælir við að hafa nóg að gera að elta uppi kókaín, söluaðila þess og neytendur, og telja sig vera að vinna fyrir réttlætið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.