Þriðjudagur, 16. ágúst 2022
Lokauppgjörið við veiruna
Ég ætla að mæla með eftirfarandi grein eftir mikinn meistara og kalla hana lokauppgjörið við veiruna:
A Deeper Dive Into the CDC Reversal
Eins og margir vita þá breyttu sóttvarnaryfirvöld í Bandaríkjunum nýlega ráðleggingum sínum og meira og minna tóku niður allar takmarkanir og kröfur um endalausar prófanir á einkennalausu fólki. Þeir ríghalda að vísu í grímurnar sínar en það má heldur ekki búast við of miklu.
Í greininni er farið vítt og breitt yfir sögusviðið seinustu misseri og hvernig allt þetta hringleikahús var ein stór misheppnuð tilraun sem má ekki endurtaka sig. Sérstaklega finnst mér þetta vera skemmtilega orðað (feitletrun mín):
When the Great Barrington Declaration appeared on October 4, 2020, it caused a global frenzy of fury not because it said anything new. It was merely a pithy restatement of basic public-health principles, which pretty much instantly became verboten on March 16, 2020, when Fauci/Birx announced their grand scheme.
The GBD generated mania because the existing praxis was based on preposterously unproven claims that demanded that billions of people buy into complete nonsense. Sadly many did simply because it seemed hard to believe that all world regimes but a handful would push such a damaging policy if it was utterly unworkable. When something like that happens and there never was the hope that it could work the regime imperative becomes censorship and shaming of dissent. Its the only way to hold the great lie together.
So finally, nearly two years later the CDC has embraced the Great Barrington Declaration rather than doing a quick and devastating takedown as Francis Collins and Anthony Fauci called for the day after its release. No, they had to try out their new theory on the rest of us. It did not work, obviously. For the authors of the GBD, they knew from the time they penned the document that it was a matter of time before they were vindicated. They never doubted it.
Já, þetta lá allt saman ljóst fyrir um mitt árið 2020: Að veiran væri komin út í samfélagið og það besta í stöðunni væri að beita markvissum aðgerðum á afmarkaða hópa en ekki loka heilu samfélögunum og senda fólk í þunglyndi, fátækt og jafnvel dauðann.
En er þetta ekki búið? Mér sýnist ekki. Ennþá er verið að kokka upp nýtt glundur til að sprauta okkur með, hræða okkur með nýjum veirum, halda úti hlægilegum leiðbeiningum og veifa sprautum framan í börn og foreldra og rökstyðja ágæti þeirra með fjarstæðukenndum ástæðum.
Það er undir okkur komið að standa í lappirnar. Yfirvöld hafa misst trúverðugleika sinn, og þá sérstaklega sóttvarnaryfirvöld. Við þurfum að rifja upp heilbrigða skynsemi, passa að líkami okkar fái öll sín bætiefni og nauðsynlega hreyfingu, leyfa ónæmiskerfinu að halda sér við með því að ferðast um í raunheimum með öðru fólki og taka frídag í vinnunni þegar horið streymir úr nösunum.
Og slökkva á fréttatímanum. Þar er sjaldan eitthvað nothæft að finna.
Þá fyrst hverfur veiran. Hún hverfur inn í vistkerfið með öllum hinum, smitar okkur og endursmitar en bítur sífellt verr því við erum í þjálfun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Athugasemdir
Mæl manna heilastur.
Gísli Ingvarsson, 16.8.2022 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.