Tilraunir

Ég er hlynntur tilraunum, að prófa eitthvað nýtt, að finna nýjar lausnir, að leysa vandamál með nýjuð leiðum, að prófa sig áfram og gera mistök og læra af þeim. En stundum erum við bara að reyna laga eitthvað sem virkar með einhverju sem hljómar vel, og framkvæmum skemmdarverk.

Ég rakst á þessa tilvitnun og má til með að skrifa út frá henni:

replace

Við erum að reyna laga kapítalismann með alla sína auðsköpun og „misskiptingu“ (eins og einhver sé að skipta), en erum að eyðileggja hann. Í staðinn kemur eitthvað verra.

Við hentum veiruvarnarleiðbeiningum sem virkuðu ágætlega í ruslið og innleiddum eitthvað miklu verra sem hefur haft hræðilegar afleiðingar í för með sér.

Við erum að reyna losna við jarðefnaeldsneyti og upplifum núna orkuskort.

Við erum að reyna minnka losun á snefilefnum í loftið og í leiðinni rýra lífskjör okkar og möguleika til að takast á við síbreytilegt loftslagið.

Allt þetta gerum við af slíkri stærðargráðu að neikvæðar afleiðingar verða gríðarlegar. Gamla góða tilraunastarfsemin, þar sem margar litlar tilraunir eru gerðar og mistök breiða lítið úr sér, eru á undanhaldi. Fjármálabólan sem sprakk um aldamótin (dot com bólan) gerði nokkra fjárfesta fátæka. Bankahrunið tæpum áratug seinna gerði ríkissjóði fátæka. Ríkissjóðahrunið sem er framundan mun steypa heilu hagkerfunum í glötun. 

Af því leiðin þangað hljómaði svo vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta gildir líka jafnt á hinn veginn.

Hlutum sem virka illa er viðhaldið vegna þess að þeir "hljóma vel", í stað þess að innleiðinga breytingar sem myndu virka mun betur.

Frábært dæmi um slíkt er verðtrygging neytendalána. Henni hefur viðhaldið í áratugi þó ítrekað hafi verið bent á skaðsemi hennar.

P.S. Það er enginn "kapítalismi" til að laga og hefur aldrei verið. Tilvist hans í raunheimum er ekkert nema lífseig þjóðsaga.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2022 kl. 19:43

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Góður punktur. Já, íhaldssemi getur líka leitt til þess að ósiðum og slæmum starfsháttum sé viðhaldið. 

"Kapítalismi" er breið lýsing á fyrirkomulagi frjálsra viðskipta, traustra gjaldmiðla og verndaðs eignaréttar. Vissulega mikill munur á milli ríkja og einnig á meðal greina hversu mikill "kapítalismi" er á ferð. Hver sem er má setja saman tölvu og selja og þær lækka í verði og batna í gæðum. En ef þú vilt fóðra lamb og selja til kjötneytanda þá bíður þín báknið!

Geir Ágústsson, 9.8.2022 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband