Brostnar vonir lokunarsinna

Þegar yfirvöld voru hvað uppteknust af því að loka fyrirtækjum, gera fólk gjaldþrota og einmana, skerða menntun og félagslíf barna, gera ferðalög erfið og stundum ómöguleg og draga lífið út úr hagkerfinu samhliða svimandi söfnun skulda þá sáu margir tækifæri. Tækifæri til að byrja upp á nýtt! Byggja betur! Endurræsa! 

Alþjóðasamtök milljarðamæringa og siðblindra stjórnmálamanna (auk strengjabrúða þeirra) töldu til að mynda að heimurinn eftir veirutíma gæti verið heimur færri utanlandsferða og fleiri göngutúra í eigin bakgarði (eða það sem kallast "local experiences"): 

One of the positive impacts of the pandemic is that people are looking for local experiences and are spending more time with communities. So, the concept of community-based tourism is obviously one that puts the community at the core of every development, ensuring that it's engaged and empowered and that it benefits. 

Er ekki óhætt að segja að almenningur gefi skít í svona hugleiðingar og ferðist nú eins mikið og hægt er þrátt fyrir flöskuhálsa á flugvöllum?

Þeir sem gáfu út bækur sumarið 2020 þar sem endurræsing á samfélaginu var boðuð hljóta að finna fyrir vonbrigðum. Ekki ætlar að rætast mikið úr þessu, til dæmis:

COVID-19 has created a great disruptive reset of our global social, economic, and political systems. But the power of human beings lies in being foresighted and having the ingenuity, at least to a certain extent, to take their destiny into their hands and to plan for a better future. 

Kolaorkuverin eru að opna aftur. Þeir sem áður ætluðu ekki að bora eftir meira gasi gera það núna. Heimurinn er að klofna í hernaðarbandalög. Almenningur í Evrópu fær að frjósa næsta vetur. Hungursneyðir eru á uppleið og fátækt á heimsvísu að aukast. Gjaldþrot ríkissjóða og fall ríkisstjórna blasa víða við. Skuldirnar eru orðnar óviðráðanlegar og gjaldmiðlarnir að verða verðlausir. 

Allt eru þetta afleiðingar veirutíma sem sumir töldu að væru frábært tækifæri. Þeir voru það ekki. Lokanir, skerðingar, takmarkanir og lokanir voru eiturpillur sem hafa nú náð til allra líffæranna, nema auðvitað í fjárhirslur milljarðamæringanna sem hafa tútnað út sem aldrei fyrr.

Við leyfðum þessu að gerast. Við hlýddum. Við létum ráðskast með okkur. Við settum á okkur grímur og létum lokka okkur í sprautur. Og við súpum nú seyðið af fylgispektinni.

En ljósið í myrkrinu er að fólk virðist hafa fengið nóg af heilaþvættinum. Það ferðast nú og dælir koltvísýringi í andrúmslofið. Það kaupir hluti. Það reynir að endurheimta sitt fyrra líf. Kannski of lítið of seint, en það reynir, og það er ánægjulegt.


mbl.is Aðeins fjórum sinnum verið fleiri ferðamenn í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er þó eitt í þessu sem má ekki gleymast, að hægrimenn standi fastir á því að þessar efnahagskröggur eru ekki þeim að kenna heldur vinstrimönnunum, en hægrimönnum var kennt um hrunið 2008. Nú ætti einnig að vera ljóst að það var einföldun. Það var samvinna glóbalista, vinstrimanna, jafnaðarmanna og hægrimanna sem var orsakavaldurinn, og að gagnrýni var þögguð niður, samsæri og samvinna flestra. 

Þegar ekki er hlustað á gagnrýni er von á kreppum.

Ingólfur Sigurðsson, 13.7.2022 kl. 02:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ingólfur,

Verðbólgan orkukreppa Evrópu má skrifa á þverpólitíska samstöðu allra flokka að hlaupa fram af bjargi af því þeim er sagt að það séu meðmæli vísindamanna og spekinga. 

Geir Ágústsson, 14.7.2022 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband