Af hverju eru Bandaríkin að senda neyðarbirgðir sínar af olíu til Kína?

Það er skiljanlegt að einhver furði sig á því að neyðarbirgðir Bandaríkjanna af olíu séu að einhverju leyti að rata til Kína, og yfirvöld hafa ekki hugmynd um það! Kannski framkvæmdavald Bandaríkjanna sé of upptekið af því að endurtaka setningar til að vita hvað er á seyði.

Ein hugmynd að svari er þessi:

What is most notable is that a third cargo headed to US arch-enemy, China, which is now directly benefiting at the expense of US consumers as a result of Bidens escalating panic to undo the consequences of his catastrophic green policies by selling the most valuable US assets directly to Beijing!

But what is even scarier is the following exchange, in which the White House simply had no response when asked if the US is selling its emergency reserve oil to China.

Furðulegt, vægast sagt. 

Vesturlönd eru búin að eyðileggja orkuöryggi sitt undanfarin ár. Þau eru að einhverju leyti að snúa frá slíkri sjálfseyðileggingu núna en sennilega er það of lítið, of seint.

Sem betur fer á ég íslenskar lopapeysur á mig og mína þegar næsti vetur gengur í garð hérna í Danmörku og valið stendur hjá mörgum á milli þess að kaupa í matinn eða hita húsnæðið. Nema auðvitað að hvorugt verði mögulegt. Þá fara heykvíslarnar á loft!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er margt skrítið að gerast í hinum vestræna heimi um þessar mundir. Svo virðist vera að mörg lönd sem eru drifin af young globalist fólki séu á sjálfseyðingarplani.

Mig minnir að á síðasta ári hafi íslenskir lífeyrissjóðir lagt 680 milljarða af fé sjóðsfélaga í fjárfestingu á grænni orku. Miðað við ástandið í Evrópu þá er ég ekki að sjá að einhver græn orku uppbygging mun eiga sér stað í náinni framtið má vera að þetta fé sé tapað eða liggur þetta inn á reikningi Davos klíkunnar? The Great Reset - Sustainable development?

Trausti (IP-tala skráð) 11.7.2022 kl. 13:22

2 identicon

Spurt er "Af hverju eru Bandaríkin að senda neyðarbirgðir sínar af olíu til Kína?" sem er spurning í anda "Ert þú hættur að berja konuna þína?".   Bandaríkin eru að selja olíu til Kína, eins og þeir hafa gert síðan Nixon var forseti. Hvort eitthvað af þeirri olíu eigi uppruna í byrgðum Bandaríkjastjórnar er ekki bókfært sérstaklega.

Þegar olíuverð stefndi í met hæðir ákvað Biden að setja hluta af varabyrgðum Bandaríkjanna á markað til að mæta skortinum sem var að hækka verðið. Það hefur áður verið gert, selt þegar olíuverð hefur hækkað og mikið keypt þegar það hefur lækkað. Til að það hafi áhrif þarf olían að vera á opnum alþjóðlegum markaði og þá getur hver sem er keypt.

Hvíta Húsið heldur enga tölu um hverjir kaupa hvern dropa, frekar en aðrir sem setja sína olíu á opinn alþjóðlegan markað. Enda olían í einum stórum potti og enginn munur gerður á dropunum hvaðan þeir koma. Kínverjar kaupa olíu og hún er ekkert merkt hvort hún komi úr borholu í Texas eða tönkum sem geyma varabyrgðir. Síðustu afskipti Hvíta Hússins eru þegar olían fer úr umsjá þess á markað. Það væri frekar óvenjulegt og óeðlilegt ef Hvíta Húsið héldi bókhald, og heimtaði þá aðskilnað frá annarri olíu, um hverjir kaupa akkúrat þá dropa sem það setur á markað.

En fyrir falsfréttamiðla, blekkingameistara og aðra sem vilja skapa óreiðu og óróleika er auðvelt að búa til eitthvað drama, samsæri og sögur. Og það er til töluvert af fólki sem er svo grunnhyggið að taka mark á spunanum.

Vagn (IP-tala skráð) 11.7.2022 kl. 14:57

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kínverjar eru með klærnar í Hunter Biden, sem græðir á þessum samningum í gegnum fyrirtæki sem hann á hlut í í Kína.

Þetta er ekkert flókið.

Svona er þetta um allan hinn vestræna heim, og víðar.  Yfirvöld allstaðar keppast um að vera helst ekki með neitt rafmagn eða mat.

Elíta heimsins er farin að líta út eins og samsafn af veruleikafyrrtum illmennum.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.7.2022 kl. 15:00

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Sumir hafa misskilið forsetann eitthvað þegar ætlun hans var að nota neyðarbirgðir USA til að lækka.. heimsmarkaðsverð!

Hér er upprunaleg heimild (og hressandi að sjá aðra en mig gera lítið úr trúverðugleika Reuters, sem taldi eitthvað bitastætt vera á ferðinni hér):

https://www.reuters.com/article/usa-oil-spr-exports-idAFL1N2YMG7P

Geir Ágústsson, 11.7.2022 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband