Gífurlegar kola-, olíu-og gasauðlindir Úkraínu

Einn reyndasti blaðamaður Íslands, af mörgum talinn sérfræðingur um ýmis flókin mál, skrifar í frétt á visir.is:

Allt frá upphafi innrásarinnar hafa Rússar reynt að mála sig upp sem fórnarlamb útþenslustefnu NATO, þegar þeir eru í raun að ásælast gífurlegar kola-, olíu-og gasauðlindir Úkraínu sem helst er að finna í Donbas.

Maður veltir því fyrir sér úr því svona setning sleppur í gegnum huga og lyklaborð blaðamanns og framhjá fréttastjóra og ritstjóra: Er þá eitthvað að marka annað í grein hans?

Því augljóslega er þetta kolrangt. Rússum munar ekkert um kola-, olíu- og gaslindir Úkraínu. Þeim munar jafnvel ekkert um iðnaðinn í Úkraínu sem er mikið til í austurhluta landsins. Þeim munar mögulega um kornið og annan landbúnað en ekki að því marki að rándýrt stríðsbrölt réttlæti slíkt. 

En ef blaðamaður telur Rússa fyrst og fremst vera að ásælast hinar svokölluðu gríðarlegu kola-, olíu- og gasauðlindir Úkraínu og að það sé aðalmarkmið þeirra í Úkraínu þá er ég hræddur um að hann hafi ekki unnið heimavinnuna sína, treysti á gallaðar heimildir, hafi ekki kynnt sér málin af neinni dýpt og sé mögulega ekki að reyna koma áleiðis frétt, heldur áróðri.

Og nóg er nú samt af spellvirkjum sem má skrifa á Rússa að menn þurfi ekki að skálda upp slík! Það er að segja, ef menn nenna að kynna sér málin með það að markmiði að upplýsa okkur neytendur frétta um gang mála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá munar ekki um iðnaðinn í Úkraínu, segirðu.

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 10.7.2022 kl. 18:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mögulega er eitthvað rosalega sérhæft í Úkraínu sem hverju ríki munar um en þjóðarframleiðsla Úkraínu í heild sinni er ca. 6% af Rússlandi (2017 tölur) sem væri þá hæsti mögulegi ávinningur af því að leggja allt ríkið undir sig og búast við að það hefði engin neikvæð áhrif (svo sem andspyrnuhreyfingar og skæruliðahreyfingar). Iðnaður er svo bara hluti af hagkerfi Úkraínu, jafnvel frekar lítill. Svo já, það segi ég, en þigg gjarnan betri vangaveltur.

Geir Ágústsson, 10.7.2022 kl. 20:18

3 identicon

Það er mjög stór hluti fólks sem gleypir við fréttum msm þrátt fyrir að stór hluti þess séu falsfréttir. Það leitar ekki upplýsinga annars staðar til að bera saman og vega og meta heldur forherðist í einhvers konar dáleiðslu og hefur ekki þolinmæði fyrir öðrum skoðunum. Það er augljóslega verið að stýra fólki. Þetta er sennilega Rússunum að kenna.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 10.7.2022 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband