Þriðjudagur, 7. júní 2022
Ný Marshall-áætlun?
Utanríkisráðherra skrifar í blaðagrein sem birtist í dag:
Það er ekki að ástæðulausu að nú sé talað um að huga þurfi að nýrri Marshalláætlun fyrir Úkraínu. Sagan sýnir nefnilega að áætlunin skipti geysilegu máli fyrir þær þjóðir sem hana hlutu og kemur ekki á óvart að gripið sé til slíkra söguvísana við þær aðstæður sem uppi eru.
Ný Marshall-áætlun já. Aðeins um þá gömlu:
By no means was Marshall Plan aid a blank cheque for European governments. The US was determined to fund essential areas of development and avoid corruption or skimming. The Americans set rigorous conditions on Marshall Plan funding, reserving the right to cease this funding if recipient nations did not follow certain directives.
Einnig:
Not only was the Marshall Plan successful in stabilising many European governments and blocking Soviet expansion, it built a new Europe with a political economy was based on open markets and free trade, rather than protectionism and self-interest. This allowed American exporters to enter European markets more easily than was possible before World War II.
Þetta var sem sagt eitthvað allt annað en það sem fer núna fram: Ókeypis peningar, ekkert eftirlit, vopnasendingar sem kannski og kannski ekki enda í höndum hermanna á vígvelli (en tvímælalaust að hluta á svarta markaðinum) og auðvitað bara traust til spilltasta ríkis Evrópu.
Marshall-áætlun (sem hafði nú alveg sína ókosti á sínum tíma) myndi þýða eftirlit, kröfu um að opna hagkerfi Úkraínu fyrir erlendum fyrirtækjum og fjárfestum, þrýstingur á að virða lýðræðið og vökul augu sem fylgjast með styrktarfé og hafa afskipti af því í hvað það er notað.
Kannski það sé betri áætlun en sú sem fyllir aflandsreikninga spilltra stjórnmálamanna. Og um leið settir einhverjir strengir á brúðuna sem Úkraína yrði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.