Þegi þú, sá sem segir eitthvað annað en meginstefið leyfir!

„Tvær vikur af fréttnæmasta fréttaflutningi sem ég hef séð á íslensku, horfnar“, skrifaði til mín vökull borgari sem sá að fréttasíðan www.frettin.is hafði legið niðri um stund í dag og opnast aftur eins og spóluð til baka, til 25. maí. 

Einhver (eða einhverjir) lagði á sig tíma og orku og beitti þekkingu og jafnvel hæfileikum til að koma í veg fyrir að svolítil fréttasíða gæti starfað. 

Óþægileg flís í rassi, kannski?

Svona þöggunartilburðir koma ekki á óvart lengur. Aðferðir kínverskra kommúnista og rússneskra einræðisherra eru orðnar að viðteknum vopnum í huga riddara hins pólitíska rétttrúnaðar. Þeir sem fylgja ekki meginstefinu þurfa einfaldlega að þegja eða hverfa. 

Því miður mun þessi árás - þessi tilraun til þöggunar - ekki ganga upp. Og vonandi engar slíkar í framtíðinni. Hugtakið mál„frelsi“ er ekki skilgreiningaratriði sem ræðst af túlkun þess sem vill sem minnst af því. Þvert á móti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Úkraínustríðið snýst um svo margt. Það snýst um korn og fleira, en aðallega sennilega áhrif og völd, að skrímslavæða einhvern nú þegar Covid-19 er að mestu búið og Donald Trump virðist friðsamlegur og venjulegur og ekki ógn við WEF.(World Economic Forum). 

Friðsamleg lausn þrátt fyrir skelfilega eyðileggingu og missir mannslífa er eina lausnin, en það þýðir þá að vesturlönd verða að feta sig á sömu braut og Frakkar og Þjóðverjar, að láta að kröfum Rússa að einhverju leyti. Verði Rússum ógnað of mikið getur það endar með gjöreyðingu, sem Vesturlönd bera ábyrgð á ekki síður, og það myndi verða tap allra.

Af hverju blanda ég þessu inní umfjöllun um þöggun? Jú, ég held að ef Rússar muni sigra muni þurfa að taka meira tillit til þeirra sjónarmiða, sem eru ekki í anda pressunnar á Vesturlöndum.

Það er stærsta vanndamálið, að pressan á Vesturlöndum vill ekki viðurkenna að Svíþjóð er á sjálfseyðingarbraut og að skortur er á meiri lýðréttindum og frelsi annarsstaðar í vestrinu. 

Pútín gerir sömu mistök og Hitler. Hann hefði átt að reyna að vinna heiminn með áróðursstríði, rússneskri Hollywoodsmiðju.

Nú hefur heimurinn þörf fyrir öðruvísi Hollywood, þegar fólk er orðið leitt á þeirra klisjum og pólitíska rétttrúnaði.

Ingólfur Sigurðsson, 8.6.2022 kl. 00:13

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ingólfur,í annað sinn les ég athugasemd þína um mistök Pútins osfrv.,ég er næstum viss um að Pútín gekk engin heimsyfirráð til,nema þú meinir að vinna heiminn á sitt band og skapa friðsamt lýðræði. Á þessum eldfima stað er ekki búandi án þess að kynna fyrir heiminum fælingarmátt sinn,sem eru sko engar fuglahræður. Hvað vitum við um gang mála þegar gömlu vígtólin sem vestlingar kölluðu skrapatól stylltu sér upp eins og til sýnis.Alla vega sögðu fréttamiðlar hvað Biden var hvetjandi eins og kúreki starandi á byssu í slíðrinu; skjóttu! 

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2022 kl. 10:22

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það sem ég segi um Pútín lýsir ekki alltaf mínum skoðunum. Ég var jú að tala um áróðursstríðið, en lýsingarnar eiga við um það sem margir segja um hann. Og hvað honum gengur til ekki ljóst þannig að getgátur mikið á sveimi, og líkingar úr lausu lofti gripnar eins og til að túlka véfrétt. Ég tel miklar líkur á að Pútín og Rússar tapi með einum eða öðrum hætti, jafnvel þótt Úkraína vinnist. Að fá öll vesturlönd á móti sér er þesslegt. Það tap gæti þá verið fólgið í innleiðingu vestrænna gilda þegar Pútín fer frá völdum. Sumir tala um uppreisn gegn honum innan rússneska hersins. 

Jú, hernaðarmátturinn er meiri Rússamegin, þannig að þeir ættu að geta náð Úkraínu. En með sífellt öflugri vopnum frá Bandaríkjunum gæti heimurinn stefnt í gjöreyðingarstyrjöld, eða efnavopnastyrjöld, sem er nógu slæmt. Sem sagt, akrar og matvælahéruð eyðileggjast og matarskortur afleiðing, kreppa. 

Nei, ég er sammála að sennilega gekk Pútín engin heimsyfirráð til, heldur að færa Rússland í fyrra horf, sem þó er af sumum talið svipað skref, sem gæti leitt til einhvers meira. Ég er að reyna að nálgast viðhorf sem flestra, sjáðu til, Einar Björn og fleiri hafa skrifað þannig, og eru býsna menntaðir í stjórnmálafræðum. En ég er enn á því að Pútín hefði ekki átt að fara útí þetta. Biden á þó einnig sök á þessu, með þeim skýru orðum en röngu að Bandaríkin myndu ekki skipta sér af.

Ég er á því að Hollywood hafi breytt heiminum meira en stríðin öll, þar er andlega innrætingin, lífshættirnir sem jafnvel Kínverjar og Úkraínumenn vilja líkja eftir. 

Ingólfur Sigurðsson, 8.6.2022 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband