Mánudagur, 6. júní 2022
Það helsta sem er ekki í fréttum
Veirutímar undirstrikuðu mjög mikilvæga lexíu fyrir mér sem ég hafði lært svo vel í kjölfar árásar Bandaríkjamanna og bandamanna inn í Írak árið 1990: Ekki treysta fjölmiðlum.
Ég hafði á sínum tíma fallist á að innrás í Írak væri nauðsynleg en hef í dag kyngt þeirri pillu að ég lét glepjast. Innrásin var ekki réttlætanleg.
Veirutímar hafa nánast frá upphafi verið ótrúverðugir í fjölmiðlum. Man einhver eftir myndböndunum í upphafi árs 2020 sem sýndu fólk í Kína hrynja til jarðar úti á götu og lík lágu úti um allt? Leikrit.
Var okkur sagt í upphafi sumars 2020 að það væri búið að kortleggja áhættuhópana og komast að því að veiran væri eldra fólki mörg þúsund sinnum hættulegri en börnum og að flestir gætu alveg tæklað veiruna með góðum flensuráðum? Svefn, vítamín og þess háttar. Auðvitað ekki.
Okkur var sagt að þrauka, þjást og þola ofríki hins opinbera. Leiðbeiningum um fyrirbyggjandi meðferðir haldið frá okkur. Snemmmeðferðir ekki ræddar. Það mátti ekki einu sinni tala vel um gamla, góða lýsið sem úrræði gegn veiru!
Núna er sjónarspilið allt að bráðna. Sprauturnar hafa reynst gagnslausar eins og sést ágætlega í ríkjum eins og Ástralíu, og vitna ég hér í hugrakkan blaðamann sem fylgist vel með:
Add Australia to the countries seeing an unusual surge in deaths from all causes following mass mRNA shot campaigns . ... The Australian death spike is particularly striking, because Australia had no excess deaths - and little Covid - in 2020 and much of 2021. Thus the usual alternative explanations cannot hold.... Because Australia had so little Covid before vaccinations began, it offers perhaps the clearest picture anywhere of the overall benefits and risks of widespread mRNA shots. Australians are being exposed to Covid largely after being vaccinated. The shots had plenty of time to work their magic.
Dauðsföll í kjölfar sprautu? Já, mörg, og íslenskar tölur gefa eitthvað svipað til kynna. Og dauðsföllin eru ekki bara vegna hjartabilana.
Svona er þetta þegar nýstárlegri og frekar lítið prófaðri tækni er rúllað út til almennings, því miður.
En þetta er auðvitað ekki í fréttum enda ekki hægt að ætlast til að fjölmiðlar segi fréttir. Nei, þeir umorða fréttatilkynningar. Til að fá fréttir og raunverulegar upplýsingar þarf að leita annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:36 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir allt sem þú segir.
Í dag eigum við bara nóg af BLAÐURSMÖNNUM en
blaðamenn eru horfnir.
Sigurður Kristján Hjaltested, 6.6.2022 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.