Hjálp til að skilja hvað er á seyði í Úkraínu

Í svolítilli frétt um átök í Úkraínu rekst ég á umfjöllun sem mér finnst ekki alveg hanga saman. Blaðamaður segir til dæmis:

Fyrr í mánuðinum greindu rúss­nesk yfir­völd frá því að þeir myndu draga úr sókn á höfuð­borg Úkraínu, Kænu­garð, og ein­beita sér að því að ná völdum í sjálf­skipuðu lýð­veldunum Do­netsk og Lúhansk. Hé­röðin tvö hafa verið undir stjórn að­skilnaðar­sinna sem að­hyllast Rúss­land frá árinu 2014.

Héraðs­stjóri Do­netsk, Pavlo Kyry­len­ko, segir rúss­neska her­menn skjóta vís­vitandi á al­menna borgara og eyði­leggja inn­viði af á­settu ráði.

Hérna er sem sagt rússneski herinn fyrir hönd rússneskra yfirvalda að reyna ná völdum í tveimur héröðum, jafnvel til lengri tíma. Og gerir hvað til að styrkja stöðu sína? Skýtur vísvitandi á almenna borgara og eyðileggur innviði!

Af hverju? 

Til að búa til andspyrnuhreyfingar meðal almennra borgara? Til að æsa upp óbreytta borgara? Til að eyðileggja orðspor sitt enn meira? 

Ef Rússar hafa náð völdum á tilteknum svæðum, eins og blaðamaður segir, þá er nákvæmlega engin ástæða til að eyða byssukúlum í almenna, óbreytta borgara. 

Blaðamaður heldur áfram:

Enn er barist í Maríu­pol en fjöldi al­mennra borgara og her­manna hafa leitað skjóls í Azovs­tal stál­smiðjunni. Rúss­neski herinn hefur gert nokkrar at­lögur að smiðjunni en hefur fengið leið­beiningar um að passa að enginn komist út.

Þetta held ég að sé haugalygi og jafnvel áróðursbragð sem að auki stangast á við aðrar fréttir í vestrænum fjölmiðlum. Ef rússneska hernum væri alveg sama um óbreytta borgara þá væri hann búinn að teppaleggja þessa verksmiðju og raunar Úkraína alla með sprengjum úr einhverjum fullkomnustu og stærstu sprengjuflugvélum heims sem Rússar ráða yfir. Raunar er rússneska frásögnin - sú að verið sé að reyna hvetja óbreytta borgara til að yfirgefa svæðið - mun trúverðugri. 

Þessi áhersla úkraínskra yfirvalda og herdeildarinnar á svæðinu á að verja til dauða nákvæmlega þetta svæði á miðju áhrifasvæði Rússa er stórfurðuleg. 

Og að lokum:

Tæp­lega 5,3 milljón manns hafa flúið Úkraínu frá því stríðið hófst, sam­kvæmt flótta­manna­ráði Sam­einuðu þjóðanna.

Þessu má alveg trúa. Það er samt ánægjulegt að lesa í dönskum fjölmiðlum að það séu miklu færri flóttamenn að koma til Danmerkur en búist var við og var búið að undirbúa og að konur og börn séu að snúa aftur til Úkraínu svo börnin komist í skóla og geti umgengist feður sína. 

Kannski það versta sé bráðum gengið yfir. Vonandi. Og Rússar að fara hypja sér heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband