Föstudagur, 29. apríl 2022
Hjálp til ađ skilja hvađ er á seyđi í Úkraínu
Í svolítilli frétt um átök í Úkraínu rekst ég á umfjöllun sem mér finnst ekki alveg hanga saman. Blađamađur segir til dćmis:
Fyrr í mánuđinum greindu rússnesk yfirvöld frá ţví ađ ţeir myndu draga úr sókn á höfuđborg Úkraínu, Kćnugarđ, og einbeita sér ađ ţví ađ ná völdum í sjálfskipuđu lýđveldunum Donetsk og Lúhansk. Héröđin tvö hafa veriđ undir stjórn ađskilnađarsinna sem ađhyllast Rússland frá árinu 2014.
Hérađsstjóri Donetsk, Pavlo Kyrylenko, segir rússneska hermenn skjóta vísvitandi á almenna borgara og eyđileggja innviđi af ásettu ráđi.
Hérna er sem sagt rússneski herinn fyrir hönd rússneskra yfirvalda ađ reyna ná völdum í tveimur héröđum, jafnvel til lengri tíma. Og gerir hvađ til ađ styrkja stöđu sína? Skýtur vísvitandi á almenna borgara og eyđileggur innviđi!
Af hverju?
Til ađ búa til andspyrnuhreyfingar međal almennra borgara? Til ađ ćsa upp óbreytta borgara? Til ađ eyđileggja orđspor sitt enn meira?
Ef Rússar hafa náđ völdum á tilteknum svćđum, eins og blađamađur segir, ţá er nákvćmlega engin ástćđa til ađ eyđa byssukúlum í almenna, óbreytta borgara.
Blađamađur heldur áfram:
Enn er barist í Maríupol en fjöldi almennra borgara og hermanna hafa leitađ skjóls í Azovstal stálsmiđjunni. Rússneski herinn hefur gert nokkrar atlögur ađ smiđjunni en hefur fengiđ leiđbeiningar um ađ passa ađ enginn komist út.
Ţetta held ég ađ sé haugalygi og jafnvel áróđursbragđ sem ađ auki stangast á viđ ađrar fréttir í vestrćnum fjölmiđlum. Ef rússneska hernum vćri alveg sama um óbreytta borgara ţá vćri hann búinn ađ teppaleggja ţessa verksmiđju og raunar Úkraína alla međ sprengjum úr einhverjum fullkomnustu og stćrstu sprengjuflugvélum heims sem Rússar ráđa yfir. Raunar er rússneska frásögnin - sú ađ veriđ sé ađ reyna hvetja óbreytta borgara til ađ yfirgefa svćđiđ - mun trúverđugri.
Ţessi áhersla úkraínskra yfirvalda og herdeildarinnar á svćđinu á ađ verja til dauđa nákvćmlega ţetta svćđi á miđju áhrifasvćđi Rússa er stórfurđuleg.
Og ađ lokum:
Tćplega 5,3 milljón manns hafa flúiđ Úkraínu frá ţví stríđiđ hófst, samkvćmt flóttamannaráđi Sameinuđu ţjóđanna.
Ţessu má alveg trúa. Ţađ er samt ánćgjulegt ađ lesa í dönskum fjölmiđlum ađ ţađ séu miklu fćrri flóttamenn ađ koma til Danmerkur en búist var viđ og var búiđ ađ undirbúa og ađ konur og börn séu ađ snúa aftur til Úkraínu svo börnin komist í skóla og geti umgengist feđur sína.
Kannski ţađ versta sé bráđum gengiđ yfir. Vonandi. Og Rússar ađ fara hypja sér heim.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.