Laugardagur, 23. apríl 2022
Næsta veira takk, eða hvað?
Við í Norður-Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum höfum að mestu leyti sagt bless við þessa einu veiru sem átti að vera næsta spænska veiki en var miklu nær því að vera skæð flensa en stráfellandi farsótt. Hérna í Danmörku þarf maður að finna ferðamenn frá Asíu eða eldri konur til að finna grímur og raðirnar í sprauturnar að styttast í nánast ekkert.
En víða er enn verið að berja í trommur og halda á lofti fána heimsfaraldurs. Grímurnar eru víða fastar á fólki og jafnvel ungum börnum. Lyfjafyrirtækin halda uppi miklum áróðri fyrir ónauðsynlegum og lífshættulegum lyfjum sínum.
Og löggjafar víða halda áfram að reyna koma á aðskilnaðarstefnu í samfélaginu. Ekki á grundvelli kynþáttar, húðlits, trúarbragða eða kyns heldur í nafni fjölda sprauta sem fólk hefur þegið gegn pestinni.
Gagnslausra (fyrir flesta), ónauðsynlegra (fyrir flesta) og lífshættulegra (fyrir suma) sprauta.
Sem dæmi: Á löggjafarsamkomu bandaríska ríkisins Rhode Island er nú búið að leggja fram frumvarp um að rukka þá ósprautuðu um tvöfaldan tekjuskatt og annað gott.
Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum og ég ætti kannski að passa mig á að gefa ekki löggjafarsamkomum í ríkjum sem ég kem við í hugmyndir. Og þá sérstaklega ekki eftir að blaðamenn eru aftur byrjaðir að rétta hljóðnemann að embættismanni með marga spádóma. Mögulega völvuspádóma en til vara stjörnuspádóma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Facebook
Athugasemdir
Var hugsunin: "Shitt, þetta var vont, best að halda sig við heimskulegt veirutal, þá getur enginn þvingað mig til að hallmæla Putin aftur, einu sinni var einu sinni of mikið"?
Vagn (IP-tala skráð) 24.4.2022 kl. 01:19
Vagn,
Nei. Og kannski maður sé orðinn svo meðvirkur með þeim sem láta hér ljós sitt skína en ég fann ekki fyrir neinni þvingun. Og tókstu ekki eftir því hvernig ég efaðist um trúverðugleika Selenskí í leiðinni?
Geir Ágústsson, 25.4.2022 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.