Þegar samfélagsmiðlar hætta að vera samfélagsmiðlar

Evrópusambandið hefur lagt lokahönd á nýja lagasetningu sem miðar að því stór tæknifyrirtæki verði að fjarlægja skaðlegt efni á vefsíðum sínum.

Eða með öðrum orðum: Nú verður innleidd ritskoðun á samfélagsmiðlum af slíkri stærðargráðu að þeir hætta að vera samfélagsmiðlar. Þess í stað verða þeir málpípur valdsins og strengjabrúða þess.

Þetta er þróun sem hefur átt sér stað í töluverðan tíma og margir hafa áttað sig á. Valkostir við fjésið og tvítin hafa fæðst og á meðan krúttleg myndbönd af kettlingum munu sennilega áfram vera leyfð á jútjúp og gramminu þá flýr hin raunverulega umræða annað.

En af hverju að blása til stórsóknar í ritskoðun núna?

Til að undirbúa næstu veirutíma?

Eða forða okkur á Vesturlöndum frá því að líta í spegil þegar við hugleiðum ástandið í Úkraínu?

Evrópusambandið telur sig vita hvaða skoðanir eru réttar og hverjar eru rangar. Það telur sig standa vörð um lýðræðislega umræðu og leitina að sannleikanum. 

Fáránlegt, auðvitað.

Við lítum til austurs og sjáum þar harðstjóra sem bæla niður óvinsælar skoðanir, ritskoða tjáningu og útiloka fólk með einum eða öðrum hætti ef það fylgir ekki meginstefinu.

Lítum okkur nær. Og gerum það áður en orð okkar verða talin ástæða til að varpa okkur í steininn eða stofufangelsi. Og val á lyfjagjöf. Við erum á vegferð og þú vilt ekki að hún nái endapunkti sínum.


mbl.is Vilja temja hið „villta vestur“ netheima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þú sleppir að minnast á að eftirlitið verður í höndum algorithma

og öllum beiðnum um leiðréttingar verður svarað með gerfigreindar tölvupóstum

Spurning hvort sumar bækur verði bannaðar eða bara endurskrifaðar til að passa í ferkantaða kassann. Því margt er það í heimsbókmenntum (og listum) sem ekki er talið við hæfi í dag.

Grímur Kjartansson, 24.4.2022 kl. 07:21

2 Smámynd: Hrossabrestur

Athyglisvert, ESBið ætlar að fara í svipaða ritskoðun og þeir sem ESBið hefur verið að gagnrýna fyrir slíkt.

Nú skal umræðan falla að vilja þeirra sem ráða.

kv hrossabrestur

Hrossabrestur, 24.4.2022 kl. 09:14

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef fólk notaði nú bara internetið (allt) eins og það var hannað til að vera notað, í stað þess að einskorða notkunina við bergmálshella í einkaeigu erlendra risafyrirtækja, þá væri þetta ekki vandamál.

Internetið er miklu meira en bara burðarlag fyrir facebook.

Sá sem notar bara facebook er ekki að nota internetið rétt.

Enginn getur ritskoðað mína eigin heimasíðu og þar sem ég nota ekki samfélagsmiðla getur enginn heldur ritskoðað mig þar.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2022 kl. 15:12

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mjög góður punktur Guðmundur. Samt ekki alveg svona einfalt, því miður held ég. Hýsingarfyrirtæki geta tekið upp á að loka síðu notenda ef það sem er skrifað þar er eitthvað óþægilegt fyrir einhverja uppblásna burgeisa.

Það er t.d. á hreinu að Amazon Web Services (AWS) lokaði á Parler, því þeir óttuðust samkeppnina við Shitter og Fakebook. Auðvitað bjuggu þeir til einhverja gerviástæðu eins og brot á skilmálum, þó þeir hefðu aldrei getað sýnt fram á hvernig skilmálar voru brotnir.

Theódór Norðkvist, 24.4.2022 kl. 16:39

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þá er bara að finna sér annan hýsingaraðila sem ekki ritskoðar.

Ef enginn slíkur finnst þá ert þú búinn að finna markaðstækifæri til að svara eftirspurn sem aðrir eru ekki að svara. Setur þá bara upp þína eigin hýsingu, selur öðrum líka afnot af henni og hagnast.

Þannig er internetið hannað til að virka og styðja við nýsköpun.

Ef þú lokar þig hinsvegar inni í girðingu sem aðrir hafa reist og kvartar svo yfir girðingunni, þá ertu ekki að nota internetið rétt.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2022 kl. 16:49

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er sammála þér að ef meirihluti hýsingaraðila tekur stefnu Pútíns (eða Facebook / Twitters, sami hluturinn) í ritskoðun, mun opnast markaðstækifæri fyrir þá sem eru hlynntir málfrelsi og kannski er það að gerast í BNA.

Málið er bara að þessir þekktu vettvangar eins og félagsmiðlarnir Tw1tt3r, Farcebook, Discord o.s.frv. hafa svo stóran notendafjölda og mittpersonulegalen.com er eitthvað sem fáir vita um, þó það sé hægt að lyfta umferð eitthvað upp með SEO bestun.

Hef aðeins verið að læra um hýsingu og það er vissulega eitthvað sem hægt er að gera, þ.e. búa sér til sína eigin vefþjóna. Held samt að hvað varðar öryggismálin, er mjög flókið að gera almennilega og þar hafa AWS og Azure auðvitað forskot. Aðalvandamálið með Azure, er hvað það er dýrt, a.m.k. gagnagrunnurinn og streyming. Statíska hýsingu er hægt að fá fyrir nánast ekki neitt.

Með þessum þjónustum þá fær maður meira upp í hendurnar hvað varðar varnir gegn hökkurum, botum o.þ.h. Ef maður er með allt í bílskúrnum heima, þarf maður að setja öryggishliðina alveg upp sjálfur, sem er ekkert einfalt mál. En vissulega hægt.

Theódór Norðkvist, 24.4.2022 kl. 18:23

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Gab er á sínu eigin systemi.  Gettr er held ég einhversstaðar í austur Evrópu.  Voða mikið alt-tech er komið til austur evrópu.
Mér skilst að Minds sé á blockchain, sem er spes.  (Gæti verið rangt hjá mér...)  Þá er það allstaðar á netinu.

Facebook hinsvegar...það hefur verið harkalega ritskoðað lengi, svo nú þrífst þar ekkert nema fyrirtæki og pedófílar.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.4.2022 kl. 19:07

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Flótti kanínunnar frá veiðimanninum er aldrei auðveldur. Hér er saga Telegram:

"Most of the developers behind Telegram originally come from St. Petersburg, the city famous for its unprecedented number of highly skilled engineers. The Telegram team had to leave Russia due to local IT regulations and has tried a number of locations as its base, including Berlin, London and Singapore. We’re currently happy with Dubai, although are ready to relocate again if local regulations change."
https://telegram.org/faq#q-where-is-telegram-based

Að hugsa sér, lítill hópur Rússa að veita okkur í frjálsa vestrinu málfrelsi!

Geir Ágústsson, 24.4.2022 kl. 20:05

9 identicon

Nokkuð vel sagt hjá þér síðust 2 línurnar.. er að verða á 3 ár að ég sagði skilið við alla samfélagsmiðla í óþökk konurnar. Er bara á Telegram og búin að setja upp mjög breytilegar frétta veitur með að Joina channela.. að fólk skuli ekki sjá þá meiriháttar ritskoðun sem Evrópa er að fara út í.

Þröstur (IP-tala skráð) 25.4.2022 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband