Vondu kallarnir verða góðir

Nú þegar Vesturlönd (en ekki önnur) eru að reyna skera á viðskiptatengsl við Rússland með því að ráðast á rússneskan almenning með vöruskorti og biðröðum þá er eins og þörf til að endurskilgreina hverjir eru vondu kallarnir og hverjir ekki hafi myndast. 

Ég les núna að Bandaríkin eru að reyna koma á línu við yfirvöld í Venesúela eftir að hafa beitt ríkið viðskiptaþvingunum í áraraðir. Hér er svolítil greining á röð atburða og því haldið fram að bandarísk yfirvöld hafi misreiknað sig með því að telja sig geta svelt Venesúela (og íbúa ríkisins) til hlýðni og hafi í raun bara opnað á rússnesk áhrif í staðinn. Áhrif sem þarf núna að veikja með því að sleikja rassgatið á þeim sem áður voru vondu kallarnir.

Viðskiptaþvinganir eru hamar sem leitar að nagla. Margar frumlegar ástæður eru notaðar til að réttlæta þær, svo sem að þær leiði til uppreisnar almennings (en þjappa í raun fólki saman að baki leiðtoga sínum), fái vonda kalla til að hugsa sinn gang (sem gerist ekki) og stöðvi útþenslu vondra ríkja (í gamaldags hugmyndafræði um að landhernaður og -taka sé eina leiðin til að hafa áhrif). En þetta heldur ekki vatni. Viðskiptaþvinganir endurraða einfaldlega tengslaneti ríkja. Ekki hægt að versla við þig? Ég versla þá bara við einhvern annan. Og núna sjá bandarísk yfirvöld að þau skitu í buxurnar þegar þau ýttu Venesúela í faðm Rússlands. 

Rökréttasta réttlætingin fyrir viðskiptaþvingunum sem svipta almenna borgara mat og lyfjum er sú að þá sofa einhverjir betur í vestrænum rúmum - telja sig vera að stuðla að bættum heimi með því að kreista líftóruna úr konum og börnum.

Já, það er erfitt að vera alltof vel borgaður embættismaður sem telur sig geta fínstillt heiminn með svolitlum viðskiptaþvingunum hér og blaðamannafundi þar. Er til sálfræðimeðferð gegn slíkri ást á sjálfum sér og oftrú á eigið mikilvægi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Viðskiptaþvinganir á Venesúlela hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir almenning og haf meðal annar þó nokkuð af flóttamönnum þaðan komið alla leið hingað.
En talandi um að breyta mælikvarðanum
Afhverju ekki bara bjóða Rússum að hefja aðildarviðræður að ESB
það væri fróðlegt að heyra svör Pútíns við slíku boði
en Hvíta Húsið yrði brjálað og Biden orðlaus 

Grímur Kjartansson, 28.3.2022 kl. 07:59

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Viðskiptaþvinganir eru ekki lengur gagnlegt vopn en þær eru refsiaðgerðir.

Ef Íslendingar hefðu sætt refsiaðgerðum fyrir að greiða ekki Icesafe skv Breskum skilmálum hefði samstaða þjóðarinnar gegn slíku nálgast 99.9%

Refsiaðgerðir þjappa mönnum frekar saman en að sundra þeim. Sama gera hernaðaraðgerðir. 

Þess vegna er mikilvægasta aðgerðin að vinna friðinn. Komið hefur í ljós að hvorki NATO né EU eru friðarsinnar. Rússsar ekki heldur. Þeir hafa þó sett sér það markmið að vinna friðinn þegar og ef hann kemur. 

Bandaríkjamenn sem standa á bak við þetta eru bara hluti þjóðarinnar og það er ekki líklegt að þeim takist að þjappa öllum að baki sér. Þeir hafa hingað til alltaf tapað friðinum eftir 2003.

Gísli Ingvarsson, 28.3.2022 kl. 11:11

3 identicon

Ef ég færi til nágranna míns og aflífaði hann væri ég sakfelldur og yrði einhver ár í fangelsi,þó þjóðarleiðtogi drepi hundruði eða þúsundir af þegnum sínum eða nágrönnum jafnvel úr hungri þá sleppur hann við refsingu,í mesta lagi áminna aðrir leiðtogar hann um að hann sé að brjóta mannréttindi.Eru ekki þjóðarleiðtogar dálítið stikkfrí í aftökum sínum.Þarf ekki að finna upp skilvirkari lög er ná yfir fantaskap æðstu manna.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 28.3.2022 kl. 12:25

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Now who is wearing black hats, and who is wearing white,

and who is on the side of justice and right.

The line is so fine between heaven and hell,

that even a hero cannot tell,

the good guys from the bad guys...

Þessi orð hafa sennilega aldrei verið sannari.

The Return of Captain Invincible (1983) - Alan Arkin sings The Good Guys and The Bad Guys.avi

Theódór Norðkvist, 28.3.2022 kl. 13:24

5 identicon

Það lýsir fullkomnh þekkingarleysi á stöðu mála í Venezuela að um sé að kenna viðskiptaþvingunum.

Ástandið þar í landi er alfarið og eingöngu um að kenna sósíalískri efnahagsstefnu, þjóðnýtingu og miðstýringu.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.3.2022 kl. 15:05

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Tímaritið Forbes er þér ekki sammála Bjarni

"sanctions against the Venezuelan regime which have impoverished the country"
End Sanctions On Venezuela (forbes.com)

Grímur Kjartansson, 28.3.2022 kl. 17:01

7 identicon

Þetta er þvæla.  Það eru baraBNA sem beita Venezuela viðskiptþvingunum, ekkert E rópuríki eða nokkurt annað land beitir viðskiptaþvingunum.

Þeirra helsta útflutningsafurð er olía.  Þaðer vara sem hægt er að selja á hvaða markað sem er.  Það sem gerðist er að það var sett hámarksverð á innlenda framleislu neysluvara, m.a. matvæla, sem varð til þess að framleiðendur urðu annað hvort gjaldþrota eða hættu framleiðslu. Þessi týpíska miðstýring efnahagslífsins að hætti sósíalista sem getur bara endað með hruni.

Það hefur leitt til landflótta íbúa Venezuela, flestir fara til Colombiu, líka til Brasilíu.  Vissir þú að ríki Suður-Ameríku eru með sitt Schengen svæði?

Bjarni (IP-tala skráð) 28.3.2022 kl. 17:58

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef viðskiptaþvinganir virka ekki til að beygja þjóðir undir sig, eru þær tilgangslitlar. "Refsiaðgerðir" eru hreinn og klár kvalarlosti sem bitnar mest á saklausum en skila engum markmiðum.

Hvað sem segja má svo um ógæfu Venesúela og hvað henni veldur, þá hafa viðskiptaþvinganir á þá verið eins og að sparka í liggjandi mann. Bandaríkjamenn eru gjarnir á svona tilgangslausan hefndarþorsta.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2022 kl. 21:08

9 identicon

Refsiaðgerðir gegn ofbeldifullu ríkisvaldi beinast ekki að þjóðinni heldur ofbeldisfullu ríkisvaldi.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.3.2022 kl. 22:04

10 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

En hvaða þjóð hefur vald til að innræta öðrum þjóðum siðfræði? Refsiaðgerðir eins og stríð hafa margþættar afleiðingar. Eins og Geir bendir á munu þær ekki endilega skila þeim árangri sem ætlast er til.

Ég tek undir með Grími Kjartanssyni, ég held að hann sé alveg með þetta. Að vísu er gjáin á milli ESB og Nató og Rússa orðin svo breið núna að hans lausn verður mætt með tortryggni, en þetta er leiðin sem hefði átt að reyna fyrir löngu. 

Rússar eru ekki eina ríkið með ofbeldisfullt ríkisvald. Hvað með Kína? Það er verið að mynda þarna valdablokk sem getur sigrað vesturlönd. Indland og Kína eru að verða stærri markaðskerfi hvort um sig en Bandaríkin, hvað þá Evrópusambandið, sem er dvergur í samanburði, með öll sín fjölmörgu Evrópulönd. Við Evrópumenn erum ekki lengur nema peð. Af hverju þessi viðbrögð við Úkraínustríðinu en ekki öðrum stríðum?

Ingólfur Sigurðsson, 28.3.2022 kl. 22:57

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér er ekki ljóst hvernig vesturlönd ætla að svelta Rússland, sem er matvæla-útflytjandi...

Olíu og gas útflytjandi...

Hráefna útflytjandi...

Eitthvað hefur ekki verið hugsað alla leið hérna.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.3.2022 kl. 00:06

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Úr greiningu Zerohedge (feitletrun mín):

"Venezuela was already struggling with US-led sanctions, regional isolation, political instability, hyperinflation and, subsequently, extreme poverty. The US government’s move, then, was meant to be the final push that surely, as many US Republicans and some Democrats concluded, would end the reign of Venezuelan President Nicolas Maduro."

En þetta gerði bara það að verkum að Rússar komu með lán og annan stuðning - nokkuð sem Bandaríkjamenn telja sig nú þurfa að snúa við.

Geir Ágústsson, 29.3.2022 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband