Smartland og Úkraína

Fjölmiðlar fjalla á heiðarlegan hátt um tvennt: Tilhugalíf fræga fólksins og íþróttir. Smartland er sennilega heiðarlegasti fjölmiðill Íslands. Þar er nú hægt að lesa um nýjustu hárgreiðslu skemmtikrafts, hvernig má krulla eigið hár og hvað einhver íbúð í Reykjavík kostar.

Fyrir nánast allt annað er ekki hægt að treysta á fjölmiðla. 

Þeir eru ekki beint að ljúga. En þeim mistekst ítrekað að bjóða upp á samhengi, að rekja viðburði fortíðar til að útskýra eða varpa ljósi á viðburði dagsins í dag. Að ræða við fjölbreyttan hóp fólks. Að hleypa röddum að borðinu til að rökræða (fjölmiðlar eru mjög góðir í að bjóða upp á kórsöng).

Hvað er til ráða?

Jú, fara á stjá. Spyrjast fyrir. Finna fólk með fjölbreytt áhugasvið. Horfa á viðtöl og heimildamyndir. 

Í skiptum fyrir tvo sjónvarpsfréttatíma auk auglýsingahléa mæli ég með, til að byrja með, eftirfarandi heimildamynd: Donbass eftir franska blaðamanninn Anne-Laure Bonnel frá árinu 2016. Hún fjallar um viðburði sem áttu sér stað í austurhluta Úkraínu árin tvö á undan.Kiev

Hana má í bili sjá á jútjúb (mjög erfitt að finna þar og verður sennilega fjarlægð fljótlega) en sennilega um alla tíð á Rumble (mjög auðvelt að finna þar).

Útskýrir þessi heimildamynd eitthvað? Réttlætir hún eitthvað? Afsakar hún eitthvað? Nei, enda búin til fyrir nokkrum árum, löngu fyrir viðburði dagsins í dag. En hún veitir einhvern vísi að samhengi sem mér finnst gagnlegt. Og eftir að hafa horft á hana get ég fullyrt að ég myndi skilja viðburði dagsins í dag verr en ef ég hefði ekki horft.

Svo það eru mín auðmjúku meðmæli: Að þú sleppir gagnslausum sjónvarpsfréttatíma tvö kvöld í röð og horfir á heimildamynd í staðinn.

Takk Frettin.is fyrir ábendinguna. Það er fjölmiðill sem er óhræddur við að veita samhengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Búinn að horfa á myndina, fannst lítið haldbært koma þar fram. Það er erfitt að segja til um hve mikið af þessum hörmungum eru út af stríðinu og hver þeirra hreinir stríðsglæpir.

Annars hef ég sagt, að það er einfalt svar við því, rannsaka allar ásakanir um stríðsglæpi. Ég er bara ekkert sérstaklega bjartsýnn að það verði hægt fyrr en eftir meiri eyðileggingu og stríð, vegna þess hve mikil harka er komin í deiluna.

Ef þessar ásakanir í myndinni eru sannar, eiga þó Úkraínumenn langt í land með að slátra 4 milljónum Rússa eins og Stalín gerði við Úkraínumenn. Ekki að ég sé að réttlæta ef þeir síðarnefndu hafa gert eitthvað rangt, en það verður að skoða þessa hluti í ljósi sögunnar.

Hvað sem líður fortíðinni, þá sýnist mér samt Pútín hafa valdið tíföldu tjóni bara á þessum örfáu vikum miðað við það sem Úkraínumenn hafa (hugsanlega) gert. Að ekki sé minnst á þjóðernishreinsanir á Krímskaga, sem eru sagðar fara fram núna og hafi gert síðan Rússar stálu skaganum.

Theódór Norðkvist, 13.3.2022 kl. 20:51

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Allt mjög gildar athugasemdir sem ber að ræða og skoða, ekki banna, frekar en aðrar athugasemdir og skoðanir.

Geir Ágústsson, 13.3.2022 kl. 21:20

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það ekkert talað um spillingu Biden feðga,þeir ganga ennlausir. 

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2022 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband