Jaðarinn

Þegar talað er um jaðarflokka er oft hægt að tala um flokka framtíðarinnar. 

Í Danmörku var Danski þjóðarflokkurinn lengi kallaður jaðarflokkur. Hann fékk mikið fylgi og loks völdu Sósíaldemókratar og aðrir að taka upp stefnu hans í útlendingamálum til að minnka fylgishrunið. Danski þjóðarflokkurinn hefur misst nánast allt fylgi sitt síðan, en hann mótaði stefnuna.

Í Svíþjóð eru Svíþjóðardemókratar á svipaðri vegferð en hafa þó ekki enn misst fylgi sitt til eftirherma. Hættan á því er þó til staðar.

Í Hollandi blasir við hvernig jaðarinn var í raun framtíðin.

Á Íslandi fylgist ég aðallega með Miðflokknum og hvernig aðrir flokkar dansa í kringum hann, ennþá smeykir við að afrita stefnu hans í útlendingamálum en enda fyrr eða síðar á að gera það þegar þeir sjá hvernig fylgið færist til.

Svipaðar sögur má segja frá Þýskalandi og Frakklandi, og víðar.

Auðvitað tala fjölmiðlamenn og formenn ríkjandi flokka um jaðarflokka þegar þeir hafa misst sjónar á viðhorfum kjósenda. Þetta er ekki hlutlaust hugtak sem þýðir eitthvað ákveðið. Þetta er tálbeita til að lokka kjósendur frá ljósinu.

Þar með er ekki sagt að allir flokkar sem kallast jaðarflokkar eigi skilið athyglina. En þarna ætti opinber umræða, án stimpla og fordóma, að koma til leiks og sía út hismið frá kjarnanum. Engri slíkri umræðu er hins vegar til að skipta. Við erum með valdið, sem stendur saman, og samkeppnina, sem er alls konar.

Þær eru eitthvað að bresta þessar blessuðu stoðir. Almenningur er smátt og smátt að vakna til meðvitundar. Vonum að það gerist áður en allt lýðræðislegt vald hefur verið gleypt af alþjóðastofnunum með svolítið aðrar áherslur en venjulegt fólk.


mbl.is Geert Wilders tókst að mynda hægristjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk sem er vel menntað

Fólk sem er vel menntað hef­ur aukna lýðræðis­lega vit­und og tek­ur betri ákv­arðanir segir Björn Brynj­úlf­ur Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs í nýlegu viðtali.

Sennilega standa margir í sömu trú.

Vel menntað fólk reykir síður en annað, hreyfir sig meira, borða hollar, drekkur rauðvín frekar en bjór, lætur bólusetja sig hiklaust og styður við hvaða þau stríðsátök sem yfirvöld hafa valið að klappa fyrir.

Ég er ekki viss. Auðvitað er ekki hægt að alhæfa um alla sem hafa að baki tiltekinn árafjölda í skóla en skólar geta verið tvíeggja sverð. Þeir geta dregið úr gagnrýnni hugsun, stuðlað að hjarðhegðun, þaggað niður í ákveðnum skoðunum og búið til bergmálshella. Vinnustaðir vel menntaðra taka svo við og stuðla að sama andrúmslofti. Ég finn það mjög vel á mínum vinnustað sem er nær eingöngu með háskólamenntað starfsfólk. Allir sprautaðir, kenna Rússum um allt sem aflaga fer og halda að maðurinn sé að breyta veðrinu með bílanotkun.

Það þaggar svo sem enginn niður í mér en ég hef oftar en einu sinni verið kallaður samsæriskenningasmiður og aldrei er það dregið til baka þegar kenningarnar rætast. Þannig er það bara.

Tilgáta mín er þessi: Fólk sem er vel menntað er að leita að öryggi og fyrirsjáanleika. Það telur að menntun leiði til starfsframa og öruggra tekna. Sama hugarfar fær sama fólk til að forðast að rugga bátnum, skapa úlfúð eða skoða aðrar hliðar mála. Það treystir fjölmiðlum og hlustar þegar stjórnmálamenn tala. Það kýs rétt og varðveitir það sem nú þegar er til staðar. 

Ég tengi alveg við sumt af þessu en ekki annað. 

Um leið þekki ég marga sem fóru aldrei alla leið í gegnum háskólanám og eru meðal frumlegustu og klárustu einstaklinga sem ég þekki, og þeir kunna allir að hugsa gagnrýnið og út fyrir rammann, og svo sannarlega að standa á eigin fótum og jafnvel bera uppi aðra. 

Kannski af því að þeir luku ekki námi, en ekki þrátt fyrir það.

Í mörg ár hefur menntun, þ.e. langt bóknám, verið töluð upp sem einhvers konar gjöf í sjálfu sér, og því meira því betra. Kannski er þetta ekki við hæfi lengur. Kannski þarf að byrja efast um gagn og gildi menntunar og byrja að reisa girðingar í kringum hana svo heilaþvotturinn hægi aðeins á sér.


mbl.is Það eigi að meta verðleika til launa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norska reynslan: Rafmagnsbílar þýða ekki minni eldsneytisnotkun

Ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið um að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Þetta stendur á vef Stjórnarráðsins. Meðal aðgerða til að ná þessu markmiði eru rausnarlegir styrkir til kaupenda rafmagnsbíla. Vísað er til reynslu Norðmanna:

Sé litið til Noregs þar sem hraðast hefur gengið að ná upp hlutdeild rafbíla beinast VSK-ívilnanir eingöngu að hreinorkubílum. Í norsku fjárlögunum fyrir árið 2022, sem voru samþykkt í síðasta mánuði, er kveðið á um fjölþættar breytingar til að ljúka orkuskiptunum og auka tekjur ríkisins af ökutækjum á ný. Norsk stjórnvöld stefna að því að allir nýskráðir bílar verði hreinorkubílar árið 2025.

Og vissulega kaupa Norðmenn yfirgnæfandi rafmagnsbíla. 

En vitið þið hvað! Notkun Norðmanna á jarðefnaeldsneyti er óbreytt

Eftirspurn eftir eldsneyti til aksturs á vegum í Noregi hefur haldist tiltölulega stöðug, jafnvel þó að notkun rafbíla hafi aukist, sem vekur upp spurningar um hvort rafbílar hafi raunverulega mikil áhrif á dísil- og bensínsölu, sagði Rystad Energy á síðasta ári.

Skortur á áberandi áhrifum á olíueftirspurn í landi þar sem rafbílar eru 90% af allri sölu nýrra bíla er varúðarsaga fyrir þá sem spá samstundis samdrætti í olíueftirspurn vegna aukinnar sölu rafbíla, samkvæmt UBS.

**********

Road fuel demand in Norway has remained relatively stable even with soaring EV adoption, raising questions about whether EVs really have a material impact on diesel and gasoline sales, Rystad Energy said last year.

The lack of a noticeable dent in oil demand in a country where EVs are 90% of all new car sales is a cautionary tale for those predicting an immediate drop in oil demand due to rising EV sales, according to UBS.

Með öðrum orðum: Miklu fé eytt í ekki neitt. Nákvæmlega. Ekki. Neitt.

En núna vill ég ekki spilla veislunni með staðreyndum. Vissulega eru borgarbúarnir sem keyra styttri vegalengdir ánægðir með sig og rafmagnsbílana sína. En þeir sem þurfa langdræga, trausta, hagkvæma og vel þróaða bíla láta ekki glepjast. 

Um leið má nefna að ef eftirspurn eftir afurðum hráolíu minnkar á einum stað þá þrýstir það verði niður og örvar notkun á öðrum stað. Þannig eru öll kolin sem Vesturlönd þykjast ekki ætla að kaupa lengur einfaldlega að fara til Kína, Indlands og Indónesíu í staðinn, á afslætti. 

Þetta hlýtur að taka á taugar þeirra sem telja brennslu á jarðefnaeldsneyti vera undanfara heimsendis. Það er sama hvað er hert að, skattlagt, niðurgreitt, talað gegn og framleitt af hræðsluáróðri - mannkynið virðist ætla að sækja í sína orku sama hvað! Orku til að dafna, auðgast, hita sér, kæla sig, framleiða rafmagn og knýja verksmiðjur. 

Skammist ykkar, eins og ónefnd stúlka sem hafði flosnað úr námi til að ferðast um heiminn á kostnað milljarðamæringa með einkaþotur í bílskúrnum sagði svo eftirminnilega.


Hver er umdeildur og hver ekki?

Forsætisráðherra Slóvakíu, sem er í lífshættu eftir skotárás fyrr í dag, hefur lengi verið umdeildur stjórnmálamaður. Umdeildur segja blaðamenn. Hvaða stjórnmálamaður er ekki umdeildur? 

Ég veit lítið sem ekkert um forsætisráðherra Slóvakíu. Hann virðist vera vinstrimaður af gamla skólanum, harður í horn að taka, ódrepandi í stjórnmálum. Hvað eftir annað veita kjósendur honum umboð til að halda áfram í stjórnmálum og hann tekur sér ýmislegt fyrir hendur.

Umdeildur, kannski. En er það stimpill sem er sérstaklega hannaður fyrir þá sem dansa ekki í takt við þá sjálfsmorðsvegferð efnahags og samfélagsgerðar sem flest Vesturlönd eru á? 

Blaðamaður DV kemst svona að orði:

Gagnrýnendur hans hafa miklar áhyggjur af því að hann færi Slóvakíu frá vesturs til austurs, líkt og kollegi hans Viktor Orban í Ungverjalandi rær öllum árum að.

Ég skil. Óhlýðni við Evrópusambandið og Bandaríkin, kannski? Er það skilgreiningin á því að vera umdeildur?

Annars blasir við að þetta lýðræði fer í taugarnar á mörgum. Ítrekað eru kjósendur staðnir að því að kjósa vitlaust, og velja vitleysinga. Þeir létu sér meira að segja ekki segjast í Eurovision-símakosningunni. Óþolandi kjósendur sem þarf kannski að taka aðeins á. Leyfa þeim bara að kjósa um eitthvað kjaftæði á meðan raunverulegar ákvarðanir eru teknar af ókjörnum embættismönnum.

Þar með er ekki sagt að forsætisráðherra Slóvakíu sé ekki umdeildur. En hver er það ekki? Katrín Jakobsdóttir, ráðherra stjórnlauss innflutnings hælisleitenda? Bjarni Benediktsson, ráðherra vopnakaupa og skuldasöfnunar? Kannski það séu hin óumdeildu mál sem allir eru sammála um. Þeir sem vilja annað eru hættilegur öfgamenn, og auðvitað umdeildir.


mbl.is Robert Fico: Umdeildur forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaupaskór og steypuskór

Það eru margir hlutir sem vekja upp hugrenningar um mafíuna. Kannski ekki alltaf mafíuna eins og hún starfar en starfaði í raun, en kvikmyndir og sögur geta stundum búið til ákveðna ímynd af einhverju, rétt eða röng (samanber hornin á hjálmum víkinga - hreinn skáldskapur).

Einn slíkra hluta sem vekja upp hugrenningar um mafínua eru skór úr steinsteypu. Fórnarlömb mafíunnar voru sett í slíka skó og síðan fleygt í vatn til að drekkja þeim. Sennilega gerðist þetta einhvern tímann. Kannski sjaldnar en við höldum.

steypuskor

Við á Vesturlöndum erum núna á fullu að binda á okkur steinsteypuskó. Markmiðið er kannski ekki sjálfsmorð. Markmiðið er kannski að læra synda í slíkum skóm. Það mun samt ekki ganga og afgangur heimsins hlær að vitleysunni. 

Tökum lítið dæmi sem mér barst í skeyti um daginn:

Á Íslandi hafa menn lengi dælt koltvísýringi upp úr jörðinni og notað til að gera gosdrykki svalandi og allt það. Sú borhola annar ekki lengur eftirspurn. Það þarf því að flytja inn koltvísýring. Koltvísýringur er notaður víðar en til framleiðslu á gosdrykkjum, svo sem til að örva vöxt í gróðurhúsum.

Á sama tíma er stórfé eytt í að fanga koltvísýring á Íslandi til að dæla honum í jörðina. 

Það er auðvelt að sjá fyrir sér vörubíla, með erlendan koltvísýring á leið í gróðurhúsin, keyra framhjá dýrum mannvirkjum sem fanga innlendan koltvísýring og dæla ofan í jörðina. 

Á öðrum fætinum er hlaupaskór en á hinum er steypuskór.

Núna veit ég vel að hið opinbera á Íslandi er illa rekið. Ég veit að það er engin heildarmynd í gangi, svo sem að halda úti öflugu atvinnulífi og líflegri verðmætasköpun. Ráðuneytin vinna hver í sínu horni og tala ekki saman, og hið sama má segja um opinberar stofnanir sem geta ekki einu sinni skipst á gögnum. 

En þetta er allt miklu, miklu verra en ég hélt.

Því miður.

En það er hægt að draga eitthvað jákvætt út úr þessu, sem er sú fullvissa að stjórnmála- og embættismönnum er alls ekki hægt að treysta fyrir einu né neinu. Menn þurfa ekki lengur að vera í neinum vafa um það og geta sofið rólega á nóttinni án togstreitu í höfðinu.


Þegar menn slaufa sjálfum sér

Tugir útskriftarnemenda (af mörg þúsund) gengu út af útskriftarathöfn Duke háskólans í Bandaríkjunum í dag þegar grínistinn Jerry Seinfeld, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við Ísrael vegna stríði þeirra á Gasa, hélt ávarp fyrir nemendurna.

Þetta þykir mér vera hið besta mál, þ.e. að fólk slaufi sjálfu sér, yfirgefi svæðið og fari með réttlætiskennd sína eitthvert annað. Hingað til hefur verið vinsælla að valda skemmdum, trufla, eyðileggja og vera með læti, en núna sýnir ungt fólk gott fordæmi og einfaldlega fer - yfirgefur svæði sem er því ekki að skapi.

Meira mætti gera af þessu. Finnst þér einhver sjónvarpsþáttur vera leiðinlegur eða óviðeigandi? Ekki horfa á hann! Er einhver grínisti að móðga þig? Labbaðu út! Finnst þér einhver söngvakeppni vera menguð af þátttöku einhvers í henni? Fylgstu með einhverju öðru!

Allt þetta gæti jafnvel átt sér stað án þess að menn auglýsi með miklum látum á öllum miðlum hvað þeir eru að horfa á eða ekki, en fá þá að vísu ekki hrós fyrir að hafa réttar skoðanir.

En vonum að hin friðsæla útgáfa haldi áfram og að háværa útgáfan þverri út.


mbl.is Gengu út þegar Seinfeld var kynntur á svið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er minna af Evrópusambandinu í Evrópusambandinu en Íslandi?

Ég bý í Danmörku og Danmörk er meðlimur Evrópusambandsins. Ég er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu en kýs samt að búa í því. Hvernig stendur á því?

Það er mín tilgáta að það sé meira af Evrópusambandinu á Íslandi en í sjálfu Evrópusambandinu. Evrópusambandið fjöldaframleiðir tilskipanir, reglugerðir og Evrópulög og ríki eins og Ísland og Noregur þurfa að innleiða sem hluta af EES-samningnum. En innleiðing er sveigjanlegt hugtak. Það er hægt að innleiða á ýmsa vegu. Það er mín tilgáta að hin íslenska innleiðing sé framkvæmd með mjög þröngri og íþyngjandi nálgun á meðan mörg ríki Evrópusambandsins innleiði á frekar vægan hátt.

Ég skal taka dæmi. Nýlega barst á borð mitt verkefni sem fólst í því að skoða hvort tiltekið verkefni krefjist umhverfismats eða hvort verkefnið rúmist innan núverandi heimilda til að framkvæma, byggja og reka ákveðna starfsemi. Ég lærði að þetta sé mjög algeng fyrsta nálgun á verkefni enda er umhverfismat bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Fyrstu niðurstöður voru á þá leið að umhverfismat þyrfti ekki að fara fram. Svolítið samtal við viðeigandi sveitarfélag staðfestir það væntanlega.

Á Íslandi eru undanþágur frá umhverfismati fáar og endalaust hægt að kæra þær. 

En að það sé meira af Evrópusambandinu á Íslandi en í sjálfu Evrópusambandinu er bara tilgáta. Það væri gaman að fá álit einhvers sem er með fótleggi í báðum laugum.


Nóg af orku á Íslandi!

Um daginn opnaði stærsta svokallaða lofthreinsiver heims á Íslandi. Þetta ver sýgur koltvísýring út úr andrúmsloftinu sem síðan er dælt niður í jörðina. Þessu hafa erlendir miðlar tekið eftir, svo sem Reuters og CNN.

En hvað skyldi nú kosta að halda þessu veri úti? Ég finn engar tölur en þeir á CNN sjá ekki neitt vandamál:

Reksturinn verður knúinn áfram af gnægð hreinnar jarðhitaorku Íslands.

**********

The whole operation will be powered by Iceland’s abundant, clean geothermal energy.

Þeir hjá CNN vita greinilega ekki að:

  • Nú þegar er íslenska hagkerfið að verða af tugum milljarða vegna þess að álverin fá ekki næga orku
  • Orkuskipti fiskiverksmiðja frá rafmagni yfir í olíu er nú að fullu gengin í garð
  • Rafmagnsreikningur heimila er að klifra upp á við, og auðvitað hagnaður raforkuframleiðenda líka þar sem þau fá ekki að eyða peningum í að byggja virkjanir
  • Mikið af rafmagni fer í súginn því dreifikerfið er ekki nægilega öflugt

En það væri gaman að vita hvað þetta svokallaða lofthreinsiver sýgur í sig mikla orku frá almennum neytendum og stærri notendum, og hvort hérna sé erlent áhættufé að yfirbjóða innlenda notkun.

Liggja þær tölur einhvers staðar á lausu?

Menn hafa kvartað svolítið yfir gagnaverunum, jafnvel þótt þau skili mikilli framlegð og bókstaflega dæli gjaldeyri inn í hagkerfið. En gefðu mér frekar gagnaver en svona eltingaleik við snefilefni í andrúmsloftinu.


mbl.is Stærsta lofthreinsiver í heimi opnað á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsleyfi

Er það svo að sífellt fleiri afkimar í samfélagi manna séu nú háðir því að yfirvöld veiti einhvers konar leyfi?

Starfsleyfi, rekstrarleyfi, byggingarleyfi, gistingarleyfi, leyfi, leyfi, leyfi.

Til hvers?

Fyrir mörgum árum, þegar ég var í verkfræðinámi í Háskóla Íslands, var okkur sagt að til að mega kalla sig verkfræðing á Íslandi þurfi að sækja um það og fara á sérstakan lista hins opinbera. Þetta hafði að vísu engin áhrif á möguleikana til að starfa sem verkfræðingur, eða til að ráða einstakling í stöðu verkfræðings. En til að mega kalla sig verkfræðing þurfi að sækja um að komast á hinn opinbera lista (gegn svolítilli þóknun, auðvitað).

Ég spurði hvort það kæmi einhvern tímann fyrir að einstaklingur útskrifaður úr verkfræðinámi frá Háskóla Íslands fengi ekki að komast á listann góða og fékk þau svör að nei, slíkt hafi ekki komið fyrir. Kannski tímar hafi breyst eitthvað í dag.

Þess má geta að ég er ekki búinn að sækja um að komast á listann góða og kalla mig samt verkfræðing. Þetta mun ekki breytast.

Núna stefnir í að apótekum þurfi að loka af því nýútskrifaðir lyfjafræðingar þurfi að bíða eftir starfsleyfi. Í engu hefur slíkt leyfi áhrif á menntun þeirra eða getu til að sinna starfi sínu. Þessir lyfjafræðingar eru tilbúnir að afgreiða lyf daginn eftir útskrift. Það blasir við að þeir muni fá sitt starfsleyfi. En bíða þurfa þeir samt.

Í stjórnarskrá segir í 75. grein:

Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.

Þetta eru innantóm orð. Í framkvæmd eru þau í raun svohljóðandi:

Enginn má gera nokkur skapaðan hlut nema hið opinbera veiti til þess sérstakt leyfi, háð hvaða þeim skilyrðum sem hið opinbera setur.

Neytendur lyfja fá að finna fyrir því í sumar. Aðrir finna nú þegar vel fyrir þessum óendanlegu völdum hins opinbera.

Stjórnarskrá hvað?


mbl.is Hætta á að þjónusta skerðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveikjarinn

María Sigrún Hilm­ars­dótt­ir, starfsmaður RÚV, stendur í ströngu þessa dagana. Hún leiddi rannsókn á gjörningum Reykjavíkurborgar á hinum svokölluðu bensínstöðvarlóðum og fær nú bágt fyrir, en svarar fyrir sig fullum hálsi. Það er búið að gera lítið úr vinnu hennar og taka af henni starf sem hún leysti vel af hendi. Ætli hún endist sumarið á vinnustað sem kærir sig ekki um krafta hennar og hæfileika? 

Hún er svolítið einsdæmi, satt að segja. Blaðamenn með góða vinnu á stórum vinnustað eru yfirleitt ánægðir með hlutskipti sitt og láta með ánægju segja sér fyrir verkum og hvað þeir eiga að skrifa og segja. Niðurstaðan er auðvitað sú að blaðamenn eru upp til hópa litlu meira nothæfir en fjölmiðlafulltrúar. Er María Sigrún Hilm­ars­dótt­ir að brjóta einhvern ís fyrir hrædda samstarfsmenn sína inni á sjálfri RÚV - Ríkisútvarpi Útvaldra Viðhorfa?

Ég skil vel að margir vilji halda hlífiskildi yfir Degi B. Eggertssyni. Hann er maður með bjart bros, liðað hár og þægilega nærveru. Ekki laðar hann að sér atkvæði lengur en hann laðar að sér oddvita, og það hefur dugað honum vel.

En að reyna fela beinagrindurnar í skápnum hans er mögulega fulllangt gengið.

María Sigrún Hilm­ars­dótt­ir finnur vonandi sinn farveg. Væntanlega verður það ekki innan RÚV. En hún sýnir öðrum blaðamönnum kannski að það er hægt að vinna sjálfstætt, sem blaðamaður, og samt fá borgað. Hún er fyrrverandi starfsmaður Kveiks sem varð að kveikjaranum sem brenndi af sér kúgun blaðamanna, kannski.

Sjáum hvað setur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband