Föstudagur, 18. febrúar 2022
Hvenær má tala um fasískt stjórnarfar?
Fasismi er einhvers konar bræðingur af stóru og sterku ríkisvaldi og eftirlætisfyrirtækjum þess. Fasismi sem slíkur boðar ekki útrýmingu Gyðinga eða sígauna. Fasisti er ekki endilega rasisti. Hann vill bara að hagkerfið og samfélagið dansi í takt við ríkisvaldið.
Hvar liggja mörk fasisma og þess stjórnarfars sem við höfum vanist þar til í upphafi ársins 2020? Sennilega er töluvert á milli en skilgreiningar heldur ekki einhlítar og hægt að ræða hversu mikið af fyrirmælum frá hinu opinbera séu á jaðri fasisma og frjálslynds samfélags.
En í dag eru mörkin víða orðin ósýnileg. Eftir tvö ár af veirutímum hafa yfirvöld víðast hvar leyft sér miklu, miklu, miklu róttækari inngrip í samfélagið en áður og mörg komin með blóðbragð í munninn sem verður ekki auðveldlega skolað út, ekki einu sinni með sápu. Kanada er hér að verða eitthvert besta dæmið. Þar eru nú friðsamir mótmælendur handteknir, lífum hunda hótað, eignir gerðar upptækar eða þær frystar, málfrelsi skert, ritskoðun í gangi, forsætisráðherra lýsir yfir fyrirlitningu á þegnum sínum, lögreglan látin áreita fólk og sekta það og fjölmiðlar, sem flestir eru á ríkisspenanum þar í landi, notaðir til að bera á borð hina eina sönnu skoðun.
Kannski ekki skrýtið í ríki sem er stjórnað af aðdáanda kínverskra kommúnista, sem eru raunar orðnir fasistar samkvæmt upprunalegum skilgreiningum á slíkri hugmyndafræði (þú mátt eiga hluti en ræður því ekki hvernig þeim er ráðstafað).
Heldur þú að veirutímar endi með endalokum veiru? Það held ég ekki. Ég held að yfirvöld séu orðin hættuleg. Þau hirða af þér sjálfsögð réttindi með reglugerð. Þau níðast á ákveðnum hópum og hampa öðrum. Þau líta ekki á þig sem borgara sem ríkisvaldið á að þjóna. Nei, þau líta á þig sem peð sem má bara ferðast í eina átt, og á sjálft sig sem drottninguna með ótakmarkaða hreyfigetu.
Þess vegna þarftu að vakna. Núna. Og góð byrjun er að henda öllum grímum sem þú finnur í ruslið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já fórnaðu þér fyrir klúbbinn aka Samfélagsleg ábyrgð, er alltaf one way path.
að skiptir engu máli á hvaða tímabili það gerist. Stjórnvöld hafa ALDREI hag almennings að leiðarljósi. sbr Erdogan Tyrkjaf.... þar sem almenningur er beðinn um að afhenda alla gull og skartgrip (eins og Rosevel : On April 5, 1933, Roosevelt ordered all gold coins and gold certificates in denominations of more than $100 turned in for other money. It required all persons to deliver all gold coin, gold bullion and gold certificates owned by them to the Federal Reserve by May 1 for the set price of $20.67 per ounce.)
En ég vona að fleiri og fleiri séu að vakna við þetta Andvaraleysi sem hefur átt sér stað undanfarin misseri / Aldir
Við lifum í "The Matrix", en fleiri og fleiri eru að vakna úr þeim dvala, sértaklega ef "áhrifamenn" ætla að halda áfram á þessari leið sem þú lýsir Geir.......
Það verða "áhugaverðir " tímar framundan.....
Andvaraleysi Almúgans (IP-tala skráð) 18.2.2022 kl. 10:32
Á Íslandi er að kallað "blandað hagkerfi." Fólk kýs þetta yfir sig því það vill ekki bera persónulega ábyrgð.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2022 kl. 16:53
Hvað ætlar þú að hafa fyrir stafni þegar veiran er gengin yfir?
Gunnlaugur Baldvin Ólafsson (IP-tala skráð) 18.2.2022 kl. 17:54
Gunnlaugur,
Góð spurning! Nú eru eftirköst veiruaðgerða byrjuð að bíta: Skuldir, verðbólga í kjölfar peningaprentunar og misheppnaðra aðgerða til að gera orkuframleiðslu "grænni", verið að æsa upp í stríð til að afvegaleiða almenning, yfirvöld að nýta "neyðina" til að auka völd sín varanlega, enn reynt að selja okkur "nýtt afbrigði", hræðilegar aukaverkanir bóluefni að bobbla upp á yfirborðið, ... spurningin ætti kannski að vera: Hvernig kemst maður yfir þetta allt saman?
Geir Ágústsson, 18.2.2022 kl. 19:23
Ætli sé ekki farið að renna á Sjálfstæðisflokkinn tvær grímur,? Merki það á skynsamari stjórn ráðherra Jóns Gunnarssonar,efnilegum frambjóðanda Arnari Þór Jónssyni og mikilli eftirsjá eftir Sigríði Á Andersen,rétt eins og fólk sjái óskir sínar rætast í persónum - líka þeim við stjórnvölinn.
Fæstir kunna að stjórna peningamálum ríkis þótt fámennt sé,en þeir reyndu hafa vit til að gera það vel stöndugt. Er ekki bara áhugaverðara að vera stór fiskur í ört stækkandi Eyju úthafsins.? Heldur en lítið síli í stóru mannhafi.
Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2022 kl. 07:05
Ég tek undir með þér Geir að yfirvöld eru almenningi hættuleg. Er ekki skrítið að það sé verið að ríkisvæða fjölmiðla vítt og breytt. Allt í einu eru skoðanaskipti ekki æskileg og fréttaflutningur fyrir neðan allar hellur. Það er búið að viðgangast í áratugi að sparifé landsmanna er tekið með valdi og afhent spilafíklum en okkur er sagt að ekki gleyma því að þetta eru þínir peningar en þú hefur ekkert að gera með hvernig þeim er ráðstafað. Þessi sömu yfirvöld eru búin að stuðla að því að nánast allir landsmenn eru sprautaðir með tilraunaefnum sem hafa engan sjáanlegan tilgang annann en að skaða fólk. Hversu galið getur þetta orðið. Vona að enginn taki því sem áskorun.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 19.2.2022 kl. 10:16
Mikið er leiðinlegt þegar færsla mín þurrkast út í þann mund er ég stekk í Google að vera viss um ákveðið orð (siðfræði,siðgæði.Ég er sauðþrá og ákvað að gera nýtt þótt ég myndi sáralítið af því fyrra;Geir bið forláts á þeim kálfi.
Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2022 kl. 15:14
Helga,
Takk fyrir hugleiðingar þínar. Ekkert til að biðjast afsökunar á. Vittu bara að þú ert ekki ein þótt fólk í kringum þig góli á þig. Ef þig vantar einhvers konar rödd til að ræða við þá get ég hringt í þig. Sendu mér bara línu á geirag@gmail.com
Geir Ágústsson, 19.2.2022 kl. 22:01
Já takk mun gera það.
Helga Kristjánsdóttir, 20.2.2022 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.