Föstudagur, 7. janúar 2022
Hjarðónæmi handan við hornið
Heilbrigðisráðherra hefur breytt reglum um sóttkví fyrir fólk sem er þríbólusett eða hefur verið bólusett tvisvar og smitast af kórónuveirunni. Þetta fólk fær nú að flakka um samfélagið og dreifa veiru og stuðla að hjarðónæmi. Gott mál.
Áður en mánuðurinn er liðinn verður nýjasta afbrigði veirunnar búið að ýta út því fyrra. Þetta hefur reynst vel fyrir mörg samfélög. Ungt fólk slakar á og hittist hvort sem það má eða ekki og foreldrarnir segja ekkert. Þeir sem eru dæmdir í stofufangelsi svindla aðeins oftar á því. Það sem allir mega passa er að smita ekki gamalt fólk en eftir því sem ónæmið breiðist út, þeim mun auðveldara verður það. Og þótt fyrr hefði verið.
Ég fagna ákvörðun heilbrigðisráðherra að þessu leyti.
Mismunun borgara er annað og verra mál. Eftir mörg ár af tali um umburðarlyndi gagnvart ólíku vali (t.d. trú), kynhneigð, húðlit og holdafari er allt í einu komin þessi þrýstingur á að mismuna sumum. Hverju missti ég af? Eru fordómar allt í einu í lagi? Mismunun á grundvelli ótta? Fordæmingar á grundvelli heilsufarstengdra ákvarðana? Athyglisvert.
Hvetjum nú þá sem fengu frípassann sinn til að koma í heimsókn með nýjasta afbrigðið. Þá verður kannski hægt að vinda ofan af öllu þessu rugli.
Ráðherra breytir reglum um sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki verið að undirbúa að taka Makron Frakklandsforseta á þetta????
Áður en febrúar er úti verða óbólusettum óheimilt að vera til, mega ekki nota almenningssamgöngur, fara í leikhús eða bíó, mega ekki fara á matsölustaði og alls ekki út í búð að versla.
Ríkisstjórnin og heilbrigðisyfirvöld beygja sig í auðmýkt undir heimselítuna, sem er ofurríkt fólk haldið alvarlegri siðblindu og nær vilja sínum fram með mútum og/eða hótunum um ofbeldi.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.1.2022 kl. 18:26
Af hverju mega tvísprautaðir, einsprautaðir og ósprautaðir ekki hjálpa við að ná hjarðónæminu? Fólk úr þessum hópum hlýtur að vilja leggja sitt af mörkum. Eða áttum við ekki að vera "öll saman í þessu"?
Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2022 kl. 18:51
Góðir! Sjaldan stenst vandlæting ráðamanna á mismunun manna lengi, eða aðeins þar til þeim hentar vegna sífellt augljósari tilgangs þeirra að ná heimsyfirráðum.- Eru augljóslega að fara á límingunum eins og íþrótta frèttamenn kalla ástand þeirra sem sjá tapað spil framundan;eða hver sér ekki tryllingin í Macron,nær hann að smita serkennilega setta ríkisstjórn Íslands.
Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2022 kl. 01:28
Því meira sem menn skima og leita þess fleiri tilfelli finnast þótt flestir hafi varla hugmynd um að þeir séu veikir. Ef ekki væri skimað, væri ekkert vandamál. Fólk sem verður slæmt fer bara og leitar læknis príat og persónulega eins og ávallt hefur verið. Þessi talnaleikur er að gera þjóðina bilaða úr hræðslu sem rænir hana allri rökhugsun.
Við erum búnir að ná þessum 10% sem er árlegt smitfhlutfall slæmrar flensu. Hlutfallið verður eilítið hærra, eða max 45.000 ef reiknað er með smitum fyrra árs, sem eru inni í þessari tölu. (6-7.000) Restin mun einfaldlega ekki fá þetta.
Smitum mun fækka hratt úr þessu og þetta verpur búið í mars. Miklu fyrr ef menn hætta þessari skimun og talnaleik.
Þessu spái ég veiruvölvan, byggt á upplýsingum um smithlutfall þjóða undir almennum kringumstæðum.
Fjárhagslegir hagsmunir þrýsti og hagsmunahópa keyrir þetta áfram með dyggri hjálp vanþekkingar og sérhlífni stjórnmálamanna, sem þora ekki að taka af skarið eða kynna sér tökfræðina. Veirutombólan blívur á meðan og allir fylgjast spenntir með hvaða tala er dregin úr hattinum næst.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2022 kl. 01:56
Nýasta nýtt. Viagra gæti verið áhrifaríkt í covid meðferð.
https://www.news18.com/news/buzz/how-viagra-helped-this-uk-nurse-wake-up-from-28-day-covid-19-coma-4624004.html
Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2022 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.