Umræða!

Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalands, veltir upp þeirri spurningu hvort það sé nauðsynlegt að halda áfram að framkvæma jafn mörg PCR-próf og hefur verið gert.

Hann er vissulega ekki einn um slíkar vangaveltur. Í Ástralíu, Ísrael og Suður-Afríku eru menn hættir þessum eltingaleik við heilbrigða einstaklinga sem af einhverjum ástæðum eiga að sæta stofufangelsi og þurfa að fara í próf til að sanna að þeir séu ekki fársjúkir af stráfellandi heimsfaraldri.

Fleiri sérfræðingar, vísindamenn og læknar mættu bjóða sig fram í umræðuna um framtíð veiruástandsins. Þessir hópar hafa verið frekar einsleit rödd hingað til sem hefur helst boðið upp á fleiri sprautur sem úrræði gegn öllu, fyrir alla, og það þótt nú blasi við að sprauturnar koma ekki í veg fyrir smit (nema síður sé) og ekki einu sinni alltaf alvarleg veikindi.

Fleiri sjónarhorn, aðrar nálganir og breiðari umræða - vonandi.


mbl.is Veltir upp hvort hætta eigi almennri sýnatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 9.1.2022 kl. 13:06

2 identicon

Sæll Geir,

Já, en allri þessari svokallaðri farsótt er haldið uppi með öllum þessum PCR- prófum. Aðalatriðið er fólgið í því að geta sagt við heilbrigt fólk, að það sé smitað eða veikt, svo og með að reyna að koma á fleiri lokunum og samkomutakmörkunum, nú og ásamt þessum endalausu, endurteknum útrunum og gagnlausu bólusetningum.
Birgir þessir tveir karl­menn þarna á níræðis­aldri, er sagt að hafi látist af völdum Covid- 19 á Land­spít­al­an­um í gær, en þeir hafa ekki látist af völdum Covid-19, heldur með Covid -19.
Hvernig á annars allt þetta heilbrigðisfólk að fá alla þessar álags- og aukagreiðslur o.s.frv., öðru vísi en notast við allan þennan hræðsluáróður, nú og með að notast við þvingaðar PCR- skimanir??? 

"Ef í ljós kemur að 
smit eru mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verður kominn grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta."
https://www.covid.is/fra-sottvarnalaekni

Heilbrigðisyfirvöld hér á landi eru í því að reyna halda þessu leiðinlega leikriti áfram gangandi með að styðjast svona við þessar óáreiðanlegu- og ónákvæmu PCR skimanir. Nú er aðalatriðið að reyna þvinga fólk í skimanir (PCR próf) svo að kominn sé þessi "grundvöllur". 
Þar sem að þessi PCR skimunarpróf eru þekkt fyrir að gera ekki nein greinarmun á flensu og Covid-19, þá er aðalatrið núna að reyna halda áfram með að greina fólk sem er með árstímabundna flensu sem Covid-19, eða allt til þess eins að halda uppi hræðsluáróðrinum, farsóttarstiginu,svo og reyna taka réttinda af óbólusettum. 

Eins og áður segir þá hafa dómstólar í Þýskalandi, Hollandi, Austurríki og Portúgal allir úrskurðað þessar PCR skimanir séu alls EKKI við hæfi að nota til að greina covid-19, svo og hefur þetta PCR drasl EKKI nein lagalegan og vísindalegan grundvöll til að byggja á varðandi allar þessar lokanir, samkomutakmarkanir o.s.frv. 
Það er viðurkennt að það er EKKI til nein  Gold Standard yfir þessar PCR skimanir eða smitgreiningar. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) auk þess staðfest að þessi PCR skimanir/PCR smitgreiningar séu gallaðar og ekki áreiðanlegar. En þetta er allt saman eitthvað sem að hann Þórólfur karlinn passar mjög vel uppá að minnast alls ekki á. Fyrir utan það þá eru þessar PCR skimanir sérstaklega keyrðar hér á 40 snúningum og/eða keyrðar yfir þennan 35 snúninga hringrásar mögnunar þröskuld til þess eins þá að geta framkallað allt að því 97% falskar jákvæðar niðurstöður (Clinical Infectious Diseases ciaa 1491 (28. sept. 2020), https://doi.org/10.1093/cid/ciaa1491), eða svo þessi heilbrigðisyfirvöld hér á landi geta verið i því endalaust, að öskra greint smit, greint smit og aftur greint smit.
Því að aðalatrið er að geta sagt við heilbrigt fólk, að það sem smitað af covid19, eða allt til þess eins að halda uppi hræðsluáróðrinum og farsóttarstiginu. 
KV.
    

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.1.2022 kl. 14:38

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Birgir,

Takk fyrir þetta. Hvað dóu margir vegna flensu, lungnabólgu, ógreindu krabbameini, hjartasjúkdómum og hreinlega ekki? Mér finnst lítið gert úr því fólki með því að láta allt snúast um eina veiru.

Geir Ágústsson, 9.1.2022 kl. 16:22

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Birgir:

"úr" eða "með?"

Ásgrímur Hartmannsson, 9.1.2022 kl. 19:01

5 identicon

Allar aðgerðir hafa miðast við að koma í veg fyrir smit. Hvort sem það er grímunotkun, sprittun, skimun, einangrun smitbera eða sóttkví mögulegra smitbera. Þetta veit Ragnar Freyr Ingvarsson, hann er ekki að misskilja neitt en telur aðra aðferð en skimanir geta skilað sama árangri og sparað ríkinu útgjöld sem nota mætti í annað innan heilbrigðiskerfisins.

Að hætta að leita smitbera og halda að ekkert þurfi að koma í staðinn er barnaskapur. Eigi ekki að leita smitbera til að koma þeim sem fyrst úr umferð þá verður að beita öðrum aðferðum til að hefta smit. En þær eru þá helstar að herða á fjarlægðar og fjöldatakmörkunum, lokanir, útgöngu og ferðabönn. En Ragnar Freyr Ingvarsson hefur einmitt talað fyrir þess háttar smitvörnum til sparnaðar fyrir Landspítala og ríki.

Vagn (IP-tala skráð) 9.1.2022 kl. 19:25

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er raunhæf spurning hér hvort þessir einstaklingar hafi dáið úr eða með covid. Báðir á níræðisaldri. Fólk sem væri eflaust í lífshættu við hvaða flensu sem er. Fólk deyr úr flensu í hrönnum á þessum aldri. Það er norm.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2022 kl. 20:49

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú leggur lækninum orð í munn en kannski það sé rétt hjá þér. Læknirinn minnist ekkert á slíkt val: Annaðhvort lætur þú hlekkja þig á hægri hendi eða þá vinstri. Mér sýnist hann kannski vera að ítreka fyrri boðskap sinn um að aðlaga spítala að samfélagi frekar en samfélag að spítala.

Geir Ágústsson, 9.1.2022 kl. 21:01

8 identicon

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem læknirinn tjáir sig.

Vagn (IP-tala skráð) 9.1.2022 kl. 21:17

9 identicon

Og hann hefur einmitt frekar talað fyrir því að þjóðfélagið taki mið af þekkingu starfsfólksins og sé aðlagað að þörfum og fjárhag spítalans með fjarlægðartakmörkunum og samkomubanni en að spítalinn sé að skima og vinna til að halda þjóðfélaginu gangandi og eins opnu og hægt er. Hann er ekki að boða neitt frelsi.

„Ef gefið verður frjálst munu fórnarlömb faraldurs í mikilli uppsveiflu margfaldast.“

„Vandamálin væru færri ef fólkið á gólfinu væri bara spurt: Hvernig er nú best að gera þetta? Þekkingin er á staðnum. Það þarf að styðja við hugmyndir starfsfólksins. Það var það sem var gert. Við fengum að stýra ferðinni.“

„Höfum við ekki næg verkefni á okkar könnu nú þegar? Þessar ráðstafanir taka ekki mið af þeirri þekkingu sem við höfum aflað okkur á liðnum vikum og mánuðum.    Ferðamenn virðast ekki smita að neinu ráði. Væri það staðreyndin þá væru tilfelli að dúkka upp hér og þar í samfélaginu. Ég dreg alltént þá ályktun að það sé óþarfi að skima þá. Og kostar fúlgur fjár.    Íslendingar og aðrir sem eiga ríkt tengslanet eru líklegri til að smita. Gögnin okkar sýna það kristaltært.    Flestir þróa með sér einkenni 4-5 dögum eftir að þeir smitast. Einstaka tilfelli fara fram yfir það og allt að 13 dögum. PCR prófin eru nákvæm þegar fólk er með einkenni.    Við myndum ná langstærstum hluta með 5 daga sóttkví og skimun þá eða lengri sóttkví fyrir þá sem ekki vilja skimun eða reynist jákvæðir.    Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun á almannafé!“

Vagn (IP-tala skráð) 9.1.2022 kl. 21:56

10 identicon

Vagn ???

"Að hætta að leita smitbera og halda að ekkert þurfi að koma í staðinn er barnaskapur."

Það að heilbrigt fólk þurfi endalaust að sanna sig gagnvart bæði ónákvæmum- og óáreiðanlegum PCR-prófum/skimunum er algjör vitleysa, þú?

Ef eitthvað þá ætti fólk að lögsækja þessi líka lélegu- og óheiðalegu heilbrigðisyfirvöld hér á landi, fyrir það að halda uppi þessari PCR-farsótt með þessum líka ónákvæmum- og óáreiðanlegum PCR-prófum/skimunum.
Aðalatrið hjá heilbrigðisyfirvöldum hér á landi er fólgið í því að reyna halda þessu leiðinlega leikriti áfram gangandi með að styðjast svona við þessar óáreiðanlegu- og ónákvæmu PCR skimanir, þú?
KV.


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.1.2022 kl. 22:51

11 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sem betur fer eru sífellt fleiri farnir að tjá sig opinberlega um "heimsfaraldurinn".

Allt of lengi hefur bara verið talað við sömu aðilana, ég veit reyndar ekki til þess að þeim sem hafa tjáð sig um hinar hliðarnar hafi enn verið boðið í viðtöl, en það að þeir hafi fengið greinar sínar birtar er góð byrjun á þeirri umræðu sem nauðsynlega þarf að fara fram.

Kristín Inga Þormar, 9.1.2022 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband