Hermenn og neyðarástand

Maður veit að ástand er orðið alvarlegt þegar herinn er kominn í málið. Yfirfullir spítalar í Bretlandi og hermenn mættir núna til að takast á við ómíkron-afbrigðið - ekki veitir af eins og sjá má á eftirfarandi línuritum:

Spítalar í Bretlandi

Eða hvað? Hvað er í gangi? Virðist vera nokkuð rólegt! 

En hvað með London sérstaklega? Svipað uppi á teningnum.

Manni sýnist helst að vandamál breskra spítala séu þau sömu og íslenskra: Skortur á starfsfólki. Kannski Bretar séu líka duglegir að senda starfsfólk heim til sín ef það drakk kaffi á sömu kaffistofu og einhver sem síðar fær jákvætt próf en tók að öðru leyti ekki eftir lífshættulegum veikindum sínum.

Og þá er nú gott að geta gripið í herinn, ekki satt? Kannski hermenn séu duglegri að taka vítamínin sín. 


mbl.is „Stríðsástand“ á spítölum í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki sérlega rólegt. Sennilega er það rétt að Bretar noti líklega smitbera ekki í ummönnun sjúkra og slasaðra. Og sama hvort einhverjir smitberar taki eftir einhverju eða ekki þá eru um 25 að deyja daglega í London vegna covid, duglegar vítamínætur þar á meðal.

Vagn (IP-tala skráð) 7.1.2022 kl. 12:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir þetta. að 7 daga meðaltalið er fallandi, vonandi til merkis um að ómíkron sé endanlega búinn að sparka delta út.

Geir Ágústsson, 7.1.2022 kl. 16:04

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vandamálið á sér mjög einfalda skýringu:

https://morningconsult.com/2021/10/04/health-care-workers-series-part-2-workforce/

"18% of health care workers have quit their jobs during the COVID-19 pandemic, while another 12% have been laid off."

Þetta er víst svona um allan hinn vestræna heim.  Það er meira um þetta, ef menn nenna að leita.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.1.2022 kl. 18:11

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Það er einmitt mikilvægt í heimsfaraldri að losa sig við eitthvað af starfsfólki heilbrigðiskerfisins:

https://odysee.com/@Anon:96/nursefired:4

Geir Ágústsson, 7.1.2022 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband