Haldið nú þessi blessuðu þorrablót

Bónda­dag­ur er 21. janú­ar næst­kom­andi og í eðli­legu ár­ferði væru stór þorra­blót á vegum íþróttafélaganna haldin víða um landið í þessum mánuði. Miðað við stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi er þó útlit fyrir að einhverjum þeirra verði frestað.

Eða, ef maður þekkir hrædda Íslendinga rétt: Hætt við allt.

En það eru ýmis úrræði í boði. Til dæmis er hægt að kalla þorrablót eitthvað annað, t.d. listviðburð eða Bubba-tónleika, og sækja um undanþágu eða fylgja fyrirmælum um eitthvað allt annað en risastórt partý.

Það er líka hægt að leigja veiðihús í Kjósinni og forðast klögur nágranna.

Svo er hægt að láta reyna á borgaraleg réttindi sín. Jafnvel bara setja til hliðar svolítinn hluta af ágóðanum í sektina, ef lögreglan mætir á svæðið.

En eftir því sem fleiri halda sínu striki þeim mun erfiðara verður fyrir lögregluna að senda margsprautað fullorðið heim til sín vegna hættunnar á sprauturnar reynist gagnslausar.

Sjáum hvað setur.


mbl.is Þorrablót íþróttafélaganna í lausu lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband