Ekkert er ólöglegt í neyðarástandi

Aðalmeðferðir í fimm málum gegn sóttvarnalækni fara fram á morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Málin snúast um lögmæti fyrirmæla sóttvarnalæknis um að skipa einkennalausum einstaklingum í einangrun á grundvelli jákvæðs PCR-prófs.

Sem sagt: Hvort skikka megi heilbrigt fólk í stofufangelsi.

Þeir sem tala fyrir slíku munu tala um neyðarástand. Það er jú HEIMSFARALDUR. Hann er að vísu eitthvað að framlengjast, að því er virðist út í hið óendanlega, en neyðarástand skal það kallast. Og þá er ekkert ólöglegt.

Dómarar hins opinbera þora ekki alltaf að bíta í höndina sem fóðrar þá. 

Sjáum hvað setur.

Sem betur fer heyri ég um fleiri og fleiri sem smeygja sér í kringum órökréttar og óskiljanlegar reglur og hitta fjölskyldu og vini, sérstaklega nú á tímum hátíðarhalda og hefða. Vonandi tekst að aðlaga lagatúlkanir að þeim raunveruleika.


mbl.is Láta reyna á lögmæti einangrunar fyrir dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Frábær þessi heimsfaraldur.  Það dóu merkjanlega færri en venjulega þegar hann stóð sem hæst.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.12.2021 kl. 21:28

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Neyðarástand er skilgreint sem ástand sem stjórnvöld geta ekki með neinu móti haft stjórn á. Ástæða núverandi sóttvarnatakmarkana er vanmáttugt heilbrigðiskerfi. Það er ástand sem stjórnvöld geta ekki aðeins haft stjórn á, heldur sköpuðu þau það sjálf. Þess vegna ætti málsástæðan "neyðarástand" að teljast haldlaus með öllu í þessum málaferlum.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.12.2021 kl. 22:15

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Með því að halda stórum hluta starfsfólks spítala í sóttkví (frá vinnu) vegna "vinnureglna" er leið til að takmarka heilbrigðiskerfið og auka á neyðarástandið. Mér finnst allt þetta leikrit vera áberandi vel útfært. 5 stjörnur af 5.

Geir Ágústsson, 26.12.2021 kl. 23:09

4 identicon

"..Þegar sóttvarnalækni berst tilkynning um að einstaklingur sé haldinn smitsjúkdómi tekur hann afstöðu til þess hvort grípa þurfi til frekari aðgerða en heilbrigðisstarfsmaður hefur þegar gert til þess að fyrirbyggja eða hefta útbreiðslu smits sem ógnað getur almannaheill.
Þegar sóttvarnalækni berast upplýsingar úr smitrakningu eða eftir öðrum leiðum um að grunur leiki á að tiltekinn einstaklingur sé haldinn smitsjúkdómi skal sóttvarnalæknir taka ákvörðun um viðeigandi aðgerðir.
Með aðgerðum skv. 1. og 2. mgr. er m.a. átt við heilbrigðisskoðun, sóttkví, einangrun eða aðrar viðeigandi ráðstafanir sem miða að því að hefta að smitaður einstaklingur eða einstaklingur, sem grunur leikur á að sé haldinn smitsjúkdómi, smiti aðra.." Þetta segja lögin.

Meint ástæða og skoðanir fólks á orsök neyðarástands skiptir engu máli. Sé neyðarástand fyrir hendi þá gilda reglur um neyðarástand, sama hverjum einhverjir vilja kenna um. Í þessu tilfelli er ekki um neitt neyðarástand að ræða og ekki hefur verið lýst yfir neyðarástandi. Hér er einfaldlega verið að fara eftir sóttvarnarlögum.

Vagn (IP-tala skráð) 27.12.2021 kl. 01:02

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Vissulega, en haustpestir hafa hingað til fengið að ganga yfir. 

Geir Ágústsson, 27.12.2021 kl. 03:36

6 identicon

Haustið er löngu liðið og enginn telur það gáfulegt að nota veruleikafyrrtan landflótta verkfræðing í Danmörku til að vega og meta hvort pestir geti ógnað almannaheill.

Vagn (IP-tala skráð) 27.12.2021 kl. 04:46

7 identicon

Sæll Geir,
Heilbrigðisyfirvöld og Íslensk erfðagreining eru í því að reyna halda þessu leiðinlega leikriti áfram gangandi með að styðjast svona við þessar óáreiðanlegu- og ónákvæmu PCR skimanir. Nú er aðalatriðið að reyna þvinga fólk í skimanir (PCR próf) svo að kominn sé þessi "grundvöllur".


"Ef í ljós kemur að smit eru mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verður kominn grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta."https://www.covid.is/fra-sottvarnalaekni

Þar sem að þessi PCR skimunarpróf eru þekkt fyrir að gera ekki nein greinarmun á flensu og Covid-19, þá er aðalatrið núna að reyna halda áfram með að greina fólk sem er með árstímabundna flensu sem Covid-19 veikindi, eða allt til þess eins að halda uppi hræðsluáróðrinum, farsóttarstiginu og taka réttinda af óbólusettum (eða af þeim núna sem að hafa fengið tvo skammta).
Eins og segir þá hafa dómstólar í Þýskalandi, Hollandi, Austurríki og Portúgal allir úrskurðað þessar PCR skimanir séu alls EKKI við hæfi að nota til að greina covid-19 veikindi, svo og hefur þetta PCR drasl EKKI nein lagalegan og vísindalegan grundvöll til að byggja á varðandi allar þessar lokanir, samkomutakmarkanir o.s.frv. ( https://greatgameindia.com/austria-court-pcr-test/ )
Það er viðurkennt að það er EKKI til nein Gold Standard yfir þessar PCR skimanir eða smitgreiningar. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) auk þess staðfest að þessi PCR skimanir/PCR smitgreiningar séu gallaðar og ekki áreiðanlegar. En þetta er allt saman eitthvað sem að hann Þórólfur passar mjög vel uppá að minnast alls ekki á.
Þórólfur karlinn hefur eins og segir, séð mjög vel til þess að hér á landi sé ekki gerð ein einasta könnun varðandi allar þessar fölsku jákvæðu niðurstöður, því að aðalatrið er fólgið í því, að geta sagt við heilbrigt fólk, að það sé veikt og/eða smitað.
Fyrir utan það þá eru þessar PCR skimanir sérstaklega keyrðar hér á 40 snúningum og/eða keyrðar yfir þennan 35 snúninga hringrásar mögnunar þröskuld til þess eins þá að geta framkallað allt að því 97% falskar jákvæðar niðurstöður (Clinical Infectious Diseases ciaa 1491 (28. sept. 2020), https://doi.org/10.1093/cid/ciaa1491), eða svo þessi heilbrigðisyfirvöld hér á landi geta verið i því endalaust, að öskra greint smit, greint smit og aftur greint smit.
Því að aðalatrið er að geta sagt við heilbrigt fólk, að það sem smitað af covid19, eða allt til þess eins að halda uppi hræðsluáróðrinum, farsóttarstiginu og taka réttinda af óbólusettum, nú og af þeim líka sem að hafa fengið tvo skammta af þessu svokallaða bóluefni.
Miðað við hvernig Þórólfur karlinn hefur haldið á málum hér á landi með allar þessar þvinganir í sambandi við PCR skimanir á landamærum o.s.frv., og auk þess þegar að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur staðfest, að þessar PCR skimanir/PCR smitgreiningar séu gallaðar og ekki áreiðanlegar (https://www.austintexas.gov/edims/document.cfm?id=364945). Þá er eins og hann Þórólfur karlinn sé ljúga að okkur, svo og þar sem að hann hefur alls ekki farið eftir þessum tilmælum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO).
Þórólfur hefur ekki viljað gera eina einustu könnun varðandi um allar þessar fölsku jákvæðu niðurstöður hér á landi. Þórólfur karlinn og co. verður að geta fengið alla þessar aukagreiðslur og álagsgreiðslur, svo og skv. þessum leynilegu bóluefnakaupsamningum. Ef hann nær ekki að uppfylla öll þessi skilyrði og fleira, þá fær hann ekki allar þessar greiðslur.

Menn höfðu sérstaklega fyrir því að taka Ivermectin af lyfjaskrá til að koma þessu eiturefna- drasli (svokölluðu bóluefnum) inn á neyðarleyfi. Hver á t.d. að borga fyrir þá alla þessa "Læknadaga" sem haldnir eru í Hörpu árlega (janúar), nú og er kosta yfir 10. milljónir kr. á ári (skv. gögnum eftir úrskurð frá Úrskurðarnefnd í upplýsingarmálum), svo og árshátíðirnar og fleira fyrir þá á hverju ári, aðrir en umboðsmenn bóluefnafyrirtækja hér á landi?

"..the World Health Organization (which took a u-turn only after Biden took office), “..a PCR test is not suitable for diagnosis and therefore does not in itself say anything about the disease or infection of a person”.https://greatgameindia.com/who-changes-pcr-test/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.12.2021 kl. 08:32

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Á morgun kemur í ljós hvort íslensk lög heimili yfirvöldum að loka fólk inni hjá sér eftir að hafa "greinst" lasið, sjúkt, smitað. Hvort það megi skreppa út í búð eða heimsækja vini sína sem er alveg drullusama um þessa þvælu. Hliðarsamfélag myndast þar sem þröngir hópar trúnaðarvina halda áfram að lifa lífinu sínu eins eðlilega og þeir geta með hittingum, faðmlögum og heimsóknum. Aðalatriðið verður að forðast augu nágrannans sem er tilbúinn að hringja í lögregluna og tilkynna um "brot" og lögreglan mætir á svæðið og lokar fólk heima hjá sér og hendir sekt í það.

Geir Ágústsson, 27.12.2021 kl. 14:03

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vagn.

Hvar í lagasafninu eru reglur um "neyðarástand"?

Vinsamlegast láttu tengil fylgja með svari.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.12.2021 kl. 14:38

10 identicon

Guðmundur, Lög um almannavarnir taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Og þú ættir sjálfur að geta fundið Lög um almannavarnir án tengils. 

Vagn (IP-tala skráð) 27.12.2021 kl. 15:11

11 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Vagn

Þú talar um lög almannavarnir til að takast á við neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings o.s.fr.

Hvernig skilgreinir þú, sem vitræn persóna, neyðarástand og hvaða forsendur þurfa að vera til staðar að þínu mati. 

Ég nefni sem dæmi td. fjöldi smitaðra, fjöldi hræddra einstaklinga, fjöldi sjálsvíga, fjöldi látinna v. smita, fjöldi gjaldþrota o.s.fr.

Nokkur dæmi til að koma þér af stað í að hugsa.

Eggert Guðmundsson, 27.12.2021 kl. 18:55

12 identicon

Eggert, það er ekkert flókið.  fjöldi smitaðra -núll, fjöldi hræddra einstaklinga -núll, fjöldi sjálfsvíga -núll, fjöldi látinna v. smita -núll, fjöldi gjaldþrota -núll. Og gjaldþrot fellur ekki undir neyðarástand, það er ekkert sem ógnar eignunum þó eitthvað ógni fjárhag þess sem skuldar. Bílar bráðna ekki og hús hrynja ekki við gjaldþrot.

Eitthvað þarf að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum til að hægt sé að lýsa yfir neyðarástandi. Og best er ef hægt er að bregðast við áður en skaði hlýst af. Skaðinn þarf ekki að vera skeður til að neyðarástand og þörfin fyrir aðgerðir eða/og neyðarlög skapist. Helst viljum við gera eitthvað áður en skriða eða snjóflóð fellur á hús. Við teljum ekki, þrjú hús farin og fjórar fjölskyldur horfnar og nú getum við lýst yfir neyðarástandi og þvingað fólk úr húsum á hættusvæðinu.

Vagn (IP-tala skráð) 28.12.2021 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband