Hugmyndafræði 'hinna'

Ég eyði að jafnaði miklu púðri í að reyna skilja hugsunarhátt málefnalegra andstæðinga minna hvort sem þeir eru að tala fyrir hærri sköttum, fleiri embættismönnum, fjölgun reglugerða, meiri peningaprentun, boðum og bönnum, skilyrðum og leyfum.

Stundum er það gagnlegt, stundum ekki. Stundum tekst mér að fá innsýn, stundum ekki. 

Mér tekst til dæmis ekki að skilja þann ágæta mann sem skrifaði eftirfarandi sem athugasemd við frétt hjá DV sem fjallaði um sóttvarnaraðgerðir (og galla þeirra):

Markmið sóttvarnaaðgerða

Ég skil vissulega að heilbrigðiskerfið eigi að geta aðstoðað þá sem þurfa á því að halda rétt eins og matvöruverslanir þurfa að vera nægilega margar og stórar til að allir geti keypt í matinn. Ég skil að heilbrigðiskerfið á við mörg vandamál að stríða. Ég veit að sjúkrarúmum hefur fækkað undanfarin ár á meðan fjárútlátin hafa aukist. Ég veit af tregðu ríkisins til að bjóða út til verktaka ýmsar aðgerðir og meðferðir ef undan eru skilin útboð til að reisa stofufangelsi og troða pinnum í fólk.

Það sem ég skil ekki er af hverju einstaklingur er ennþá að bera við vanda heilbrigðisins sem röksemd fyrir hamlandi aðgerðum á samfélag manna nú þegar nálega tvö ár eru liðin síðan Veiran nam land (með stórum upphafsstaf, því aðrar leiða ekki til skerðingar á borgaralegum réttindum).

Jú, kannski í maí 2020.

Kannski um hausið 2020 enda tekur tíma að koma á breytingum.

En síðan þá: Óskiljanleg röksemd sem ég sé ekki betur en sé knúin áfram af ánægju viðkomandi með allar aðgerðirnar. Kannski ágætt að geta falið sig á bak við grímu. Kannski fínt að vera laus við óþolandi jólaboð og jarðarfarir. Kannski gott mál að geta falið sig heima hjá sér og kallað það sóttkví, einangrun, smitgátt eða annað samheiti við stofufangelsi. 

Það stóð hvort eð er aldrei til að ferðast neitt. 

Að fara í bíó er óþarfi. Það er jú allt á Netflix!

Út að borða? Aktu taktu alla leið.

Mannamót? Of mikill hávaði. Of mikið af fólki.

Að hanga heima hjá sér og hitta engan, kannski spila svolítið af tölvuleikjum eða gleypa í sig seinustu þáttaröð Game of Thrones - fullkomin helgi!

Ég kemst ekki nær því að skilja athugasemdina að ofan nema sjá fyrir mér einstakling sem þrífst bara ljómandi vel í einverunni í hangsi heima hjá sér og vel mataðan af seinustu smittölum. Hann myndi ekki blikka auga ef heilbrigðiskerfið myndi fækka sjúkrarúmum um helming og tvöfalda allar sóttvarnaraðgerðir til að verja kerfið fyrir álagi.

Eina skýringin sem mér dettur í hug sem valkost er óttinn. Ég þekki svoleiðis fólk en veit líka ástæður þess á bak við óttann (og yfirleitt er hann einfaldlega hræðsluáróður yfirvalda og fjölmiðla). Sá sem skrifaði athugasemdina hér að ofan er tæplega yfir sjötugt en kannski í yfirvigt, á ónæmisbælandi lyfjum eða sykursýki. Kannski.

En gefið að einstaklingur með þessi viðhorf er ekki í þekktum áhættuhópi: Hvar skjátlast mér? 

Er kannski samhengi á milli þess að vera í yfirvigt og þar með áhættuhópi og þess að vilja helst bara hanga heima?

Eða á milli þess að þjást af félagsfælni og almennum ótta við mannamót og vilja bara hafa allt lokað sem mest og lengst?

Ég spyr af því ég veit það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir hámenntaðan verkfræðing með þína þekkingu og gáfnafar er málið ekki flókið. Ef það vantar 300 hjúkrunarfræðinga með sérmenntun þá setur maður bara plús 300 í Excel og málið þar með afgreitt. Allt annað er fluggáfuðum sérfræðingi eins og þér óskiljanlegt.

Vagn (IP-tala skráð) 25.12.2021 kl. 22:15

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég var að vonast eftir athugasemd frá þér en mögulega aðeins gagnlegri. Takk samt.

Geir Ágústsson, 25.12.2021 kl. 23:17

3 Smámynd: Haukur Árnason

Ég hef verið að velta vöngum yfir þessu, á svipuðum nótum eins og þú gerir.En ég finn enginn svör sem eru ásættanleg. Getur verið að bóluefnin valdi þessu ?

Og já, ég hef líka áhyggjur af Vagninum. Hann átt til að skrifa bara ágæt Drossíukomment, en núna er hann bara "fúll á móti" Orðinn Kerra.

Haukur Árnason, 25.12.2021 kl. 23:32

4 identicon

Er fólk upp til hópa ekki einfaldlega ófært um að hugsa rökrétt?

Matthías (IP-tala skráð) 26.12.2021 kl. 11:32

5 identicon

Það virðist í það minnsta hafa minnkað verulega geta fólksins að hugsa sjálfstætt. Við sjáum hvernig afstaðan er t.d. í loftlslagsmálum og í sambandi við sprauturnar. Það er örugglega skortur á sjálfstæðri hugsun að halda að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. Það sama virðist vera upp á teningnum varðandi endalausar gagnslausar sprautur. Hvernig dettur fólki í hug að láta sprauta sig með tilrauna efnum sem líta mjög skugglega út svo ekki sé meira sagt. Það hefur allskonar óþverri komið í ljós fljótlega eftir að það er sprautað en langtímaáhrif eru ekki komin fram, samt heldur fólk afram að sprauta sig.

Mér finnst miklu rökréttara að vera hræddari við sprauturnar en vírusinn.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 26.12.2021 kl. 14:18

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sá sem er hræddur styðst ekki við hugmyndafræði. Hræddur einstaklingur hleypur bara með hjörðinni uns yfir líkur eða hjörðin stoppar. 

Guðmundur Jónsson, 26.12.2021 kl. 20:11

7 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Heilbrigðismál hjarðarinnar koma ríkinu ekkert við. Þeir sem komu þeirri hugmynd inn hjá ríkinu að þessi mál kæmu því við, og gátu þá búið til undirkerfið sem nefnist Heilbrigðiskerfi, voru Materíalstar að rangsnúa menningunni. Auk þess rannsakar enginn a) hvaða hópar fá vald í gegnum það og b) hverjir græða stórfé á því og c) hvaða stórfelldu tjóni téð heilbrigðiskerfi veldur á hjörðinni.

Nú er ekki hægt að komast hjá því að viðurkenna þessa staðreynd og rannsaka hana, og draga til dóms.

Guðjón E. Hreinberg, 26.12.2021 kl. 20:44

8 identicon

Guðmundur,

þetta er hárrétt hjá, hræðsla getur fengið fólk til að gera alls kyns gloríur í miðri geðshræringu.

Ég sé ekki ástæðu til að hræðast vírusinn, en það er þó full ástæða til að hræðast yfirvöld og lyfjarisana. Enda getur þetta lið vaðið uppi og tekið af okkur frelsið eins og þeim sýnist.

Brynjar (IP-tala skráð) 27.12.2021 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband