Ég vil óska öllum sprautulausra jóla

Á þessari hátíð barnanna vil ég nota tækifærið og óska öllum, og sérstaklega börnum, sprautulausra jóla og gæfuríks, sprautulauss nýs árs. 

Nema auðvitað fyrir þá sem vega áhættuna af sprautunni minni en áhættuna af veirunni af ýmsum ástæðum en að það sé gert á grundvelli upplýsinga og rannsókna en ekki orða sóttvarnalæknis sem er sennilega illa að sér í enskum texta og les í besta falli fyrirsagnir þess lesefnis sem einhver ber á borð hans.

Börn þurfa ekki sprautur. Punktur. Sprauturnar geta hins vegar skaðað þau.

Flestir þola veiruna ágætlega og ættu að leggja sitt af mörkum og byggja upp náttúrulegt ónæmi sem endist betur en sprauta sem rennur út á nokkrum vikum. Fleiri vel tengdir listamenn ættu að þrýsta á um undanþágur frá reglum og halda fjölmenna viðburði. Fleiri veitingamenn eiga að þrýsta á um undanþágur til að hafa sem mest opið svo fólk dreifist sem mest. Færri ættu að þjappa sér í prófunarraðirnar sem eru kannski kjörlendi veirunnar þar sem öllum ægir saman, þeir hóstandi og hinir sem vilja bara fá leyfi til að ferðast.

En ætli næsta ár verði minna sprautað en það sem senn er á enda? Þrátt fyrir allar rannsóknirnar á virkni sprautunnar og getu hennar til að hemja smit, á virkni takmarkana í samfélögum þar sem veiran er á þvælingi óháð minnisblöðum, á meðferðum, á áhættuhópum, á afbrigðum, þá eru heilbrigðisstofnanir að hefja mismunun á fólki á grundvelli sprautufjölda. Magnað. Og grímurnar eru ennþá lofaðar. Magnað. Marsmánuður 2020, þar sem enginn vissi neitt og allt var óvíst, neitar að sleppa tökunum þótt flest sé nú vitað.

Mundu að þótt þú sért orðinn sprautufíkill þá er aldrei of seint að hætta.

Mitt ár 2022 verður sprautulaust. Vonandi verður þitt það líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Illt er komið í þessum heimi Geir, ætli þið ósprautufíklar endi ekki búrum til sýnis við hlið apa í dýragörðum?

Það væri betur ef það dygði að fá sér sprautu til að hætta að smita.

Læt mér því duga að óska þér venjulegra gleðilegra jóla, það þarf sterk bein til að standast sprautuþrýstinginn á næsta ári, jafnvel svo að sauðþrjóskan dugar varla til.

En er á meðan er, án andófs er aðeins ein skoðun, og þá fyrst hefur kvikindið komið mannkyninu í djúpan illþefjandi skít.

Keep on running.

Hátíðarkveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.12.2021 kl. 12:39

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ómar, það eru fleiri bólusettir sem smita en óbólusettir, sprauturnar virka ekki og þú ættir að vera búinn að ná þeirri staðreynd inn í gegnum þvermóskuna. Það sem verra er með bólusetta er að þeir telja sig örugga um að smita ekki og haga lífi sínu þannig.

Góðu fréttirnar eru að sóttvarnaryfirvöld hafa misst allt vald á smitum og nú getum við horft fram á að þau 10% sem geta fengið kvef, fái það og þessu kjaftæði ljúki.

Gleðileg Jól þarna austur engu að síður.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.12.2021 kl. 13:12

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Steinar.

Núna er tími jólakveðja og heillaóska, skil ekki þetta fúllyndi þitt á fæðingardegi frelsarans.

Hvað heldur þú að þessi setning þýði??

"Það væri betur ef það dygði að fá sér sprautu til að hætta að smita."

Svona í samhengi við texta og tilvísun Geirs hér að ofan?

Óska þér svo gleðilegra sprautulausrajóla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.12.2021 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband