Ein stærð fyrir alla

Sumar flíkur kallast "one-size" því þær passa á flesta. Þetta gildir til dæmis um flestar húfur fyrir fullorðna og sumar tegundir vettlinga. Listinn er samt ekki langur. Langoftast þurfa menn að velja sér heppilega stærð á flík svo hún passi og þjóni hlutverki sínu.

Í tilviki lyfja og ýmissa efna sem fólk setur í líkama sinn er stundum hægt að finna "one-size". Ein matskeið af lýsi á dag er t.d. nóg fyrir flesta fullorðna til að fá nægjanlegt magn A- og D-vítamína í líkamann. Ekki þarf að passa skammtastærðina á D- og B-vítamíni því líkaminn losar sig við það sem hann þarf ekki á að halda. Ákveðin verkjalyf eru gefin í skammtastærðum sem fara eftir þyngd einstaklingsins. Valkosti má finna fyrir flest. D-vítamín er hægt að fá með sólbaði eða neyslu fiskmetis í stað lýsis. Verkjalyf gegn hausverk eru alls ekki tekin af öllum með hausverk. Sumir velja í staðinn hvíld eða einhver náttúrulækningalyf. Sumir fá einfaldlega aldrei hausverk, jafnvel ekki daginn eftir þunga drykkju. Sennilega taka fæstir í þeim hópi verkjalyf gegn hausverk sem einhvers konar forvörn.

Í tilviki hinna svokölluðu bólulyfja er verið að reyna boða þann boðskap að ein stærð henti öllum (nema hvað minnstu börnin fá víst aðeins minni skammta). 11 ára strákur og sjötug kona eru talin þurfa sömu formúluna. Það sem á sér stað í Austurríki er ekki einsdæmi heldur miklu frekar framtíðarmynd annarra ríkja. Skyldubólusetning heitir það - ein stærð fyrir alla annars verður þú sviptur réttindum til að lifa lífinu.

Hægt er að verja sig gegn veiru með allskonar aðferðum, sumar viðurkenndar af strengjabrúðum lyfjafyrirtækjanna, aðrar ekki. Þessar sprautur eru ekki lykillinn að því að stöðva útbreiðslu smita og forða fólki frá því að smitast (forvitnir geta lesið samantekt yfir 30 rannsóknir um virkni sprautuefnanna á heimasíðu Brownstone-hugveitunnar). Sumir vilja lýsi og aðrir vilja fisk, enn aðrir bæði. Sumir vilja sprautur, aðrir skoða skilgreiningar á áhættuhópum veirusmita og velja að sleppa ónauðsynlegri lyfjagjöf. Sá sem umgengst lítið trítilóða hunda lætur mjög sjaldan bólusetja sig gegn hundaæði.

Að reyna að troða öllum í sömu gallabuxurnar og kalla þá sem vilja ekki prófa slíka æfingu af ótta við óþægindi og líffærabilanir samsæriskenningasmiði og veirudreifara er einfaldlega innantómt áróðursbragð.

Nei takk.


mbl.is Tugþúsundir mótmæla skyldubólusetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Vantar bara: "One ring to rule them"

Rúnar Már Bragason, 28.11.2021 kl. 16:23

2 identicon

I feel like we need to say the term medical fascism a lot more :  r/LockdownCriticalLeft
David Corn on Twitter:

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.11.2021 kl. 21:12

3 identicon

r/Libertarian - 11 steps to Fascism

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.11.2021 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband