Vill aðlaga spítalann samfélaginu (ekki öfugt)

Ragn­ar Freyr Ingvars­son, lækn­ir og fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir Covid-göngu­deild­ar Land­spít­ala, spurði í innleggi á samfélagsmiðlum hvernig það væri að aðlaga spít­al­ann sam­fé­lag­inu en ekki öf­ugt.

Spurður hvort hann finni fyr­ir því að aðrir í lækna­stétt­inni séu sam­mála hon­um seg­ir Ragn­ar ekkert um það en gefur í skyn að hann sé ekki einn á báti.

Best þykir mér að Ragnar tali um meðferðir. Það hefur nánast enginn íslenskur læknir gert í þessum svokallaða faraldri, að því marki að maður heldur jafnvel að þeir hafi ekkert lært á 18 mánuðum.

Auðvitað á að aðlaga spítalann að samfélaginu en ekki öfugt. Þetta gerði Björn Zöega, þáverandi forstjóri Landspítalans, árin 2009 og 2013 þegar fólk raðaði sér á sjúkrarúmin vegna ýmissa veirusjúkdóma, og  líka árið 2020, þá í Svíþjóð. Þetta er hægt og raunar verður að vera hægt og beinlínis hlutverk heilbrigðiþjónustunnar.

Því miður eru samt ekki allir á sama máli. Sóttvarnalæknir telur sig ennþá vera mann í stjórnklefa sem viðurkennir um leið að hann viti ekkert hvað er að gera:

„Þannig hvort sem okk­ur lík­ar bet­ur eða verr þá er þetta að ger­ast og vilj­um við fara á þann stað að það skap­ist hérna neyðarástand í heil­brigðismál­um og fyr­ir marga sjúk­linga?“

Sem sagt: Aðlaga samfélagið að spítalanum.

„En menn verða bara að fá að reyna að spyrna við fót­um og gera það sem gera þarf og það er bara ekk­ert svo margt sem er í boði til að hefta út­breiðslu þess­ar­ar veiru, því miður, ég vildi að það væri ein­hver töfra­lausn.“

Þetta segir maðurinn sem hefur haft svo til frítt spil í eitt og hálft ár til að prófa allskonar og veit ekkert af hverju það virkar. Telur sig sennilega hafa endað veturinn bæði í fyrra og í ár með því að innleiða vor og viti menn! Smitin falla! Og núna er komið haust og viti menn! Smitin fara upp!

Og spítalinn alltaf á seinasta andadrættinum.

Annars held ég að sóttvarnalæknir sé aðeins að misskilja gagnrýnina á sig. Helsta gagnrýnin á hann er hið svokallaða hreyfanlega skotmark sem engin leið er að hitta í. Það má aldrei aflétta. Fari ein veira niður og önnur upp þá þarf að takmarka. Jarðhræringar á Reykjanesi? Takmarka. Lítið um smit en spítalinn að kvarta? Takmarka. Eitthvað um smit en ekkert að gerast á spítalanum? Takmarka. Sprauta alla í hraði og sem oftast og þegar það gerir ekkert gagn: Takmarka. Setja grímur á fólk sem gera lítið gagn annað en að hræða börn, og takmarka.

Takmarka!

Takmarka!

Takmarka!

Hvað er svo málið með allar þessar íslensku fréttir um ástandið í Danmörku? Ekki sé ég mikið um það í dönskum fjölmiðlum. Já, smitum fer fjölgandi (að hluta vegna fjölgunar prófana) en hér eru menn að vakta álagið á heilbrigðiskerfið og það er viðráðanlegt:

"Vi er ikke i nærheden af, at sundhedsvæsnet er spidsbelastet"

Þegar yfirvöld gefa til kynna að einhverjar lokanir séu mögulega í deiglunni þá spyrna menn við fótum og heimta að yfirvöld tali skýrt. Veiran er afskaplega leið yfir þessu og sagði t.d. í viðtali:

Jeg føler mig så overset, men jeg er altså stadig en stor, farlig virus.

Greyið veiran. Nú yfirskyggir flensan hana. Vonandi missa dönsk yfirvöld ekki stjórn á tilfinningum sínum. Lífið snýst ekki bara um að vera laus við veirur og lét fólk ekki sprauta sig með óreyndum tilraunalyfjum og hætti á alvarlegar aukaverkanir til að fá líf sitt til baka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Um tíma hélt ég að Þórólfur og Már væru með Halloween þema, að senda út hrollvekju í alheiminn. Það er alveg ljóst að maður sem segir "eina leiðin" er kominn á endastöð og med den samme er kominn tími að snúa sér að öðru. Þannig menn eru hættir að hugsa í lausnum og telja sig vita betur en starfsfólkið á dekkinu.

Þess vegna var þetta ferskur andblær frá lækninum sem hafði unnið á Covid deild. Það eru nefnilega til fleiri leiðir.

Einn möguleikinn er nefnilega að setja tímabundið aukið fjármagn í deild vegna Covid og úthýsa léttum aðgerðum. Þjóðin geti þannig haldið áfram að lifa lífinu lifandi.

Reyndar held ég að bólusetningin virki en það eigi alls ekki að bólusetja börnin. Þetta byggi ég á tölfræði sem sýnir aukaverkanir upp á ca. 5% og séu smit 5-10% af bólusettum þá er það innan eðlilegra marka. Ef 200 þús. eru bólusettir þá er ekkert óeðlilegt að 10 þús smitast. Hvaðan bábiljan að bólusettir smitist ekki veit ég ekki hvaðan kom. Gerði sjálfur aldrei ráð fyrir öðru en að bólusettir smitast (og smita).

Rúnar Már Bragason, 29.10.2021 kl. 10:49

2 identicon

Stundum er maður ágætur í að giska. Þegar ég las þessa frétt giskaði ég á tvennt.

1. Það yrði skrifaður pistill hér með vísun í þessa frétt.

2. Pistillinn myndi ekki fjalla um hvað þessi læknir (og margir aðrir læknar) telja að þurfi að gera til að Landspítalinn geti sinnt þessu verkefni svo ekki þurfi að laga samfélagið að spítalanum.

ls (IP-tala skráð) 29.10.2021 kl. 17:05

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Lestu hvað þáverandi forstjóri LSH og þáverandi heilbr.ráðherra segja við Fréttablaðið árið 2013. Gera það, aftur.

Geir Ágústsson, 29.10.2021 kl. 18:17

4 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Þessi maður er ótrúlegur, ég hnaut sérstaklega um þessa málsgrein:

"En það verður bara að halda áfram með þenn­an sanna og rétta mál­flutn­ing um það hvað er að ger­ast með þessa veiru. Það er mitt lög­boðna hlut­verk. Ef ég gerði það ekki þá væri ég að bregðast mín­um skyld­um, þannig ég hef þær skyld­ur við stjórn­völd og al­menn­ing að vara við hættu við svona ástandi og koma með til­lög­ur um hvað þarf að gera og ég verð að gera það." (Áherslubreytingin er mín).

Ég, þú og fleiri erum margbúin að hrekja margar fullyrðingar hans með rökum um þennan svokallaða faraldur".

Nú ríður á að hræða foreldra 5-11 ára barna til þess að geta réttlætt að þau verði sprautuð, og þetta vill hann gera þrátt fyrir að búið sé að tilkynna um 68 aukaverkanir hjá 12-17 ára börnum hér á landi, þar af 8 alvarlegar!

Kristín Inga Þormar, 29.10.2021 kl. 21:22

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristín,

Þetta er galið. Skv. heimasíðu Landlæknis þá er hættan á alvarlegri aukaverkun meðal barna talin vera 9/100.000 eða um 1-2 tilfelli m.v. fjölda 12-15 ára á Íslandi, gefið að 100% krakkanna fengju sprautu. Miklu minna en 100% hafa fengið sprauta og alvarlegar aukaverkanir miklu fleiri en 1-2. 

Og nú er miðað á 5-11 ára krakka. 

Þetta er gegnsýrður viðbjóður.

Geir Ágústsson, 29.10.2021 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband