Miðvikudagur, 13. október 2021
Iss, bara samsæriskenning!
Svokallaðar samsæriskenningar skiptast í tvær tegundir: Fjarstæðukenndur skáldskapur og kenningar sem yfirvöldum finnst óþægilegar. Með því að kalla báðar tegundir sama nafni - samsæriskenningar - má rýra trúverðugleika kenninga sem yfirvöldum finnst óþægilegar.
Sem dæmi má nefna uppruna SARS-CoV-2 veirunnar. Trump kallaði veiruna frá upphafi "China virus". Ákveðin rök voru færð fyrir því að veiran hefði verið búin til á rannsóknarstofu og lekið út eða verið sleppt. Þetta mátti ekki ræða án lokana og takmarkana á samfélagsmiðlum þar til í vor. Þá var allt í einu leyfilegt að velta því fyrir sér hvort veiran hafi verið manngerð.
Á DV er núna lítil frétt (ef frétt skyldi kalla) um svokallaðar samsæriskenningar. Grípum niður í hana:
Eftir aðeins níu ár verður heimsmyndin allt önnur en hún er í dag. Þú munt ekki eiga neitt, þú munt lifa í lögregluríki og það verður fylgst með þér öllum stundum í gegnum örflögur sem eru í bóluefnum sem þú færð. Á toppnum mun hópur mjög valdamikilla aðila sitja og stjórna þessu öllu.
Hljómar ekki spennandi, eða hvað? En svona hljóðar sú samsæriskenning sem er á einna mesta fluginu þessa dagana. Kenningin nefnist The Great Reset og er sótt í framtíðarsýn sem var lögð fram á World Economic Forum í Davos í Sviss.
Skoðum svo aðeins hvað World Economic Forum skrifar á eigin vefsíðu:
The third and final priority of a Great Reset agenda is to harness the innovations of the Fourth Industrial Revolution to support the public good, especially by addressing health and social challenges. During the COVID-19 crisis, companies, universities, and others have joined forces to develop diagnostics, therapeutics, and possible vaccines; establish testing centers; create mechanisms for tracing infections; and deliver telemedicine. Imagine what could be possible if similar concerted efforts were made in every sector.
Erfitt er að lesa þetta öðruvísi en svo að samhæfingar sé þörf á heimsvísu til að rekja smit og stinga sprautunálum í sem flesta.
Í myndbandi sem World Economic Forum gaf út en eyddi síðan (þó ekki áður en einhver hafði tekið afrit) er okkur sagt að mjög fá ríki muni svo til stjórna öllum heiminum, að þú sem einstaklingur munir ekki eiga neitt (og líka vel við það) og auðvitað ekki borða rautt kjöt.
In our city we don't pay any rent, because someone else is using our free space whenever we do not need it. My living room is used for business meetings when I am not there.
Já, þetta er boðskapurinn.
Once in a while I get annoyed about the fact that I have no real privacy. Nowhere I can go and not be registered. I know that, somewhere, everything I do, think and dream of is recorded. I just hope that nobody will use it against me.
Spennandi, ekki satt?
Ekki hefur stofnandi og forstjóri World Economic Forum mikið álit á yfirvöldum ríkja. Þau ríghalda jú í "outmoded model of sovereignty [which has] prevented nation states truly engaging with globalisation" eins og maðurinn komst svo skemmtilega að orði. Lausnin á þessu vandamáli sem ósamhæfð stjórnvöld eru?
To achieve a better outcome, the world must act jointly and swiftly to revamp all aspects of our societies and economies, from education to social contracts and working conditions.
Auðvitað! "All aspects" - það dugir ekkert minna.
Ef eitthvað þá hljómar samsæriskenningin eins og DV orðar hana jafnvel betur en opinberar yfirlýsingar World Economic Forum og talsmanna þeirra samtaka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Facebook
Athugasemdir
He, he, þetta er ástæða þess að full þörf er á Rauðu byltingunni Geir, velkominn í hópinn.
Hins vegar ræða menn ekki hvort veira sé búin til, menn sýna fram á það.
Svipuð rökfræði eins og einn plúss einn eru tveir.
Sérfræðingar segja að það sé ekkert sem bendir til þess miðað við núverandi þekkingu okkar á veirufikti.
Og við eigum að hafa þá heilbrigðu dómgreind að forseti tæknivæddasta ríki heims gefur ekkert í skyn, hann sannar.
Geti hann það ekki, þá getur það enginn.
Hins vegar er önnur ella hvort Kínverjarnir hafi einangrað veiruna og hún hafi síðan sloppið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.10.2021 kl. 12:04
Sæll Ómar,
Til að sanna þarf að fá leyfi Kínverja og nú seinast las ég að það megi ekki einu sinni hleypa vísindamönnum inn í hella sem hýsa leðurblökur. Það sést reykur en má ekki athuga hvort það sé eldur.
Geir Ágústsson, 13.10.2021 kl. 14:48
Nei Geir, láttu ekki svona, þú ert að rugla saman einangrun veirunnar eða hún sé sköpuð á tilraunastofu.
Það er ekkert sem bendir til þess, miðað við þekkta tækni, að hún sé mannlegur tilbúningur (veira með erfðafræðilegri viðbót), segja sérfræðingar, viti menn annað þá sanna þeir það.
Að einangra hana er hins vegar annað mál, og það geta Kínverjar alveg hafa gert, og hafa ekki beint verið samvinnuþýðir þar um.
Það er allt annað dæmi, þar getur þú fært líkur fyrir máli þínu, það er ekkert einn plúss einn dæmi.
En ég er samt ánægður með að þú sjáir að þú stefnir að þeim ósi að vera þátttakandi í Rauð byltingunni.
Þessa menn, þessa Örfáu þarf að stöðva.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.10.2021 kl. 16:04
Sæll Geir,
Góður punktur hjá þér -
Smá input hvort veiran hefur verið búin til eða náttúruleg. Það hefur ekki verið mikið talað um það í fjölmiðlum eða á netinu en það eru til nokkur þúsund tölvupóstar frá Fauci sem hafa verið gerðir opinberir samkvæmt upplýsingalöggjöf í Bandaríkjunum.
Kíktu á þennan link hérna en þar er Dr Chris Martenson sem tekur tölvupósta frá Fauci og talar um innihaldið í réttri tímaröð frá því að faraldurinn átti að hafa byrjað. Mjög áhugarvert sem fram kemur í þessu myndbandi og eingöngu er farið yfir staðreyndir málsins miðað við þau gögn sem við höfum í þessum tölvupóstum. Einnig ræðir hann um reglur sem fylgja því þegar samskipti eru gerð opinber og þá er um rætt ákveðnir póstar sem hafa verið ritskoðaðir og tússaðir með svörtu.
https://archive.org/details/fauci-emails-COVID-19
Þröstur R., 13.10.2021 kl. 17:19
Sæll Ómar,
"Það er ekkert sem bendir til þess, miðað við þekkta tækni, að hún sé mannlegur tilbúningur (veira með erfðafræðilegri viðbót)..."
En hérna hvar er sönnun fyrir því að þessi svokallaða veira (Sars-Cov-2) hafi verið einangruð samkvæmt Koch postulates, þeas. þá bæði fjölfölduð og sannprófuð með að valda nákvæmlega þessum tilgreindu covid-19 veikindum, þú?
"Hæstiréttur Spánar úrskurðar að Covid-19 hafi aldrei verið til og að engar sannanir séu til um tilvist Sars-Cov-2 vírusins"
"Leading Corona researchers admit that they have no scientific proof for the existence of a virus"https://telegra.ph/Leading-Corona-researchers-admit-that-they-have-no-scientific-proof-for-the-existence-of-a-virus-07-31?fbclid=IwAR0Ctsyg-XCrkhOpY0TGcNi06NkuimqiQ8bldmzJ4u6PKwmWHBa0DoBl7u4
"Even the Robert Koch Institute and other health authorities cannot present decisive proof that a new virus named SARS-CoV-2 is haunting us." https://off-guardian.org/2021/01/31/phantom-virus-in-search-of-sars-cov-2/?fbclid=IwAR30jLIyuyl-Oy_wq4chpEN8aKzZJNhMgZFVND8JF7Ul9BCPYZGqZCupsdU
"Since no quantified virus isolates of the 2019-nCoV are currently available, assays designed for detection of the 2019-nCoV RNA were tested with characterizes stocks of in vitro transcribed full length RNA."https://www.fda.gov/media/134922/download
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.10.2021 kl. 17:21
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.10.2021 kl. 17:25
Talandi um samsæriskenningar.
Í rauninni eru öll sakamál þar sem ákæruvaldið ákærir fleiri en einn fyrir sama brot, samsæriskenningar þar til dómur fellur.
Stærstu uppsprettur samsæriskenninga eru því saksóknarar.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2021 kl. 17:54
Sæll Geir,
Það er greinilegt að elítan er mjög stolt af þeirra frábæru endurstillingu (Great Reset) ásamt hérna Event 201, ID2020, agenda 21, agenda 2030 svo og þar sem almenningur er svona í algjöri afneitun á þessu öllu, þrátt fyrir að elítan hafi svona opinberað þetta allt saman aftur og aftur.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.10.2021 kl. 18:02
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.10.2021 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.