Sunnudagur, 3. október 2021
En heppilegt
Leynileg auðæfi og viðskipti þjóðarleiðtoga, stjórnmálamanna og viðskiptajöfra hafa verið gerð opinber í einum stærsta leka á fjármálaupplýsingum í sögunni. Blaðamenn BBC, Guardian og fleiri miðla leiddu rannsókn á yfir 12 milljónum skjala frá 14 fjármálastofnunum í m.a. Panama, Kýpur, Singapore, Sviss og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Sem betur fer sluppu allir starfandi stjórnmálamenn á Vesturlöndum (Pútín svolítið ósnertanlegur sama hvað) við alveg rosalega óvænta afhjúpun, þ.e. þeir sem njóta velvildar BBC, Guardian og fleiri miðla af því tagi.
Því nú skulum við hafa eitt alveg á hreinu: Á hverjum degi er hrópað og kallað á meiri ríkisumsvif. Til að koma þeim á þarf valdameira ríkisvald. Fáir einstaklingar fá þannig meiri völd. Peningar sogast að valdi. Fái stjórnmálamaðurinn ekki peninginn núna í formi mútugreiðslna fær hann þá seinna í formi vænna þóknana fyrir að halda svolitla ræðu sem enginn man síðan eftir.
Að meiriháttar rannsókn BBC, Guardian og fleiri miðla hafi ekki afhjúpað neinn sem situr á fundum í dag og ræðir ellilífeyri sinn við stórfyrirtæki kemur ekkert á óvart. Kannski afhjúpanir seinni tíma, þegar uppáhaldsfólk BBC, Guardian og fleiri miðla er hætt að vinna dagvinnu, leiði annað í ljós.
Leynileg auðæfi þjóðarleiðtoga gerð opinber | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Facebook
Athugasemdir
Soros og mediamatters stjórna þessum miðlum. Soros vill gera það sa,a við ameríku og hann gerði með pundið forðum. Það er hans strategía.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2021 kl. 20:53
Er Tony Blair þá ekki í náðinni hjá þeim?
Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2021 kl. 22:13
Loksins ertu búinn að leiðrétta latínuna hjá þér!
Ingibjörg (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 22:22
Það er ekkert ólöglegt við að stofna skúffufélag hvort sem er á Tortola eða hjá Kaupþingi eins og gert var en vissulega er verið að leyna eignum og/eða komast hjá að greiða gjöld til ríkisins og á þessum lista var alskyns fólk úr öllum stigum þjóðfélagasins.
Grímur Kjartansson, 4.10.2021 kl. 06:38
Það kemur mér fyrst og fremst á óvart að BBC, Guardian og aðrir miðlar hafi látið eitthvað koma sér á óvart. Auðvitað á Tony Blair feita sjóði. Hann heldur ræður fyrir svimandi fjárhæðir og auðvitað leggur hann þær inn á bankabækur sem varðveita þá frekar en féfletta hann. Auðvitað.
Geir Ágústsson, 4.10.2021 kl. 07:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.