Föstudagur, 1. október 2021
Þegar veita verður sía
Samfélagsmiðillinn Youtube tilkynnti í dag að röngum upplýsingum um bólusetningar við Covid-19 verði eytt af efnisveitunni.
Og réttum, en sennilega kom það ekki fram í tilkynningunni.
YouTube hefur verið kallað streymisveita. Þar getur fólk deilt efni. Svo er ekki lengur. YouTube hefur tekið upp ritstjórnarstefnu og þar með tekið afstöðu með efni sem það fjarlægir ekki og gegn efni sem það fjarlægir. Fjölmiðill með skoðanir, ef svo má að orði komast.
Það er því skemmtilegur samanburður að raunverulegur og yfirlýstur fjölmiðill eins og Morgunblaðið sé ekki að halda úti ritstjórnarstefnu sinni á bloggsíðunum sem hann hýsir. Á þessum bloggsíðum er ýmsu efni deilt og því dreift og nær oft til mikils fjölda. Meðal annars má nefna myndbönd sem er búið að fjarlægja á YouTube (en finna skjól á raunverulegri efnisveitu).
Einu sinni mátti ekki segja að veira hafi orðið til á rannsóknarstofu. Síðan var það leyft. Núna má ekki gagnrýna sprautur. Kannski það breytist líka einn daginn. Það verður ekki vegna frjálsra skoðanaskipta sem smátt og smátt komast að kjarna málsins heldur breytinga á ritstjórnarstefnu YouTube og annarra slíkra miðla. Ástæða breytinga verður ekki þung og yfirgripsmikil vísindaleg umræða færustu sérfræðinga heldur eitthvað grænt ljós frá einhverjum æðstapresti pólitíska rétttrúnaðarins.
Erum við komin eitthvað lengra síðan Galileó var settur í ævilangt stofufangelsi fyrir að stinga upp á því við páfa og hans lagsmenn að Jörðin snérist í kringum sólina en ekki öfugt?
Fjarlægja efni gegn bólusetningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tel mikilvægt að RÚV komi sér upp sínu eigin BLOGG-UMSJÓNARSVÆÐI
með nákvæmlega sama hætti og mogginn er með.
Fleiri myndu stinga niður penna ef að svæðið væri
algerlega HLUTLAUST og starfaði í almannaþágu.
Mogginn á það til að skerða TJÁNINGARFRELSI sann-kristins fólks
vilji það ekki ganga í takt með capitalinu og gaypride-göng- fólkinu.
Alla vega er ennþá lokað fyrir mogga-bloggið mitt:
https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/#entry-2226501
Jón Þórhallsson, 1.10.2021 kl. 11:03
Jón,
Vissulega halda aðstandendur blog.is úti skilmálum þar sem er ýmislegt loðið og annað auðskiljanlegra (https://www.blog.is/forsida/disclaimer.html) en sem betur fer stendur ekkert í þeim um sóttvarnir, mataræði, lýsisneyslu eða annað slíkt.
Geir Ágústsson, 1.10.2021 kl. 11:47
Sæll Jón,
Ég er sammála þér, en ég held að okkar ritstýrða og einhliða RÚV drasl hérna færi aldrei að leyfa það, þar sem að þeir hjá RÚV hafa aldrei einu sinni leyft fólki sem að hefur eitthvað á móti bólusetningum, að segja sína skoðun, heldur ævinlega passað mjög vel uppá að drullað yfir það, svo og passað svona líka vel uppá að brjóta útvarpslögin. Þar sem að alltaf er talað um þetta fólk og aldrei við það. Einnig þar sem að þetta RÚV drasl hefur aldrei einu sinni talað við fórnarlöm bólusetninga eða eitt eða neitt.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.10.2021 kl. 12:11
Við hvern er að sakast hjá rúv?
Er það útvarpsstjórinn
eða einhvjir dagskrárstjórar hjá rúv
sem að eru ekki á réttri leið á þessari stofnun
sem að á að vera miðill allra landsmanna?
Jón Þórhallsson, 1.10.2021 kl. 12:55
YouTube hefur frá upphafi haft ritstjórnarstefnu og þar með tekið afstöðu í ýmsum málum. Sennilega ert þú að taka eftir því fyrst núna vegna þess að þeir fjarlægja skaðlegt bull heilalausra sem þú tekur trúanlegt. Og það að flestir geti haldið sig innan ramma ritstjórnarstefnu moggans þýðir ekki að hún sé ekki fyrir hendi.
Það er hæpið að bera saman Youtube og blogg moggans. Til dæmis gilda ekki sömu lög um ábyrgð á efninu sem á þessum svæðum er vistað. Þú berð ábyrgð á öllu sem hér er sett inn en Youtube því sem þú setur á Youtube. Mogginn þarf nær ekkert að hugsa um lagalegu hliðina og fjarlægja fátt annað en yfirgengilegan rasisma, aftökur og klám.
Vagn (IP-tala skráð) 1.10.2021 kl. 14:55
Vagn,
Gott að fá lögfræðiálit þitt á hinu og þessu. Hvað gerir veitum eins og Odysee, MeWe, Bitchute, Vero og fleirum kleift að vera veitur án ritsjórnarábyrgðar?
Geir Ágústsson, 1.10.2021 kl. 16:12
Sæll Jón,
RÚV hefur frá upphafi aldrei talað við þá sem eru á móti bólusetningum, hvað þá einu sinni slysast til þess að tala við þá sem eru á móti bólusetningum, hvað þá einu sinni talað við fórnarlömb bólusetninga, heldur ævinlega passað mjög vel uppá að drulla yfir fólk, svo og passað mjög vel uppá að leyfa fólki ekki að svara þessum líka einhliða og ritsýrða áróðri.
Þú spyrð hérna:" Er það útvarpsstjórinn eða einhvjir dagskrárstjórar hjá rúv sem að eru ekki á réttri leið á þessari stofnun sem að á að vera miðill allra landsmanna?"
Það er í raun og veru þetta fólk sem að stjórnar allri þessari umfjöllun á RÚV. Eins og gefur að skilja, þá vill RÚV frekar vera í því að brjóta útvarpslög svona áfram. RÚV hefur frá upphafi aldrei verið miðill allra landsmanna.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.10.2021 kl. 16:40
Hvaða fyrirbrigði er þessi Vagn eiginlega?
Hef séð hann röfla mikið í athugasemdum blog.is, og fer oftast með eitthvað rugl.
Internetfyrirtæki eins og Youtube eru undanþegin ábyrgð á efni og innihaldi þeirra sem senda það inn.
Það er skýrt í grein 230 í 47 kafla "Communications Decency Act" laga frá Bandaríkjaþingi.
Ísland hefur ekki samskonar lög, og bera efnisveitur því ábyrgð á öllu sem birt er, með þeirri undantekningu að ef efnið er fjarlægt um leið og ábendingar berast telst miðillinn hafa uppfyllt lagaskyldur.
Og auðvitað ber höfundur efnis á miðlinum ábyrgð á því sem hann setur inn.
Hilmar (IP-tala skráð) 1.10.2021 kl. 22:18
Er þessi Vagn raunveruleg manneskja? Það mætti halda að hann væri gírugur hluthafi í einhverjum bóluefnarisanna!
Kristín Inga Þormar, 2.10.2021 kl. 00:06
Veit ekki á hvaða bóluefni Vagninn er, eða líklega muna fáir eftir youtube ef þeir voru á bleyju tímabilinu.
Alls ekki mikið um ritstýringu í upphafi Youtube.
Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 2.10.2021 kl. 06:14
Hvernig getur upplýsingatæknifyrirtæki verið þess umkomið að ákveða hvað séu "rangar" upplýsingar um flókin læknisfræðileg málefni?
Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2021 kl. 17:37
@Guðmundur.
Hvernig urðu trúarbrögð að stofnunum?
Eru/voru fjölmiðar ekki " upplýsingafyrirtæki "
Að bæta við " tækni " eitthvað væri eitthvað sem skiptir ekki verulegu máli.
" Frjáls hugsun " afmarkast að vissri rétthugsun, og hefur gert svo í árhundruði.
Blindur maður sæi þetta líklega betur.
Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 02:12
Blessaður Geir.
Svona í tilefni þess að dauðinn af völdum kóvid er nýfarinn yfir 700.000 í USA, þar af síðasta hundrað þúsundið eftir að tæki og tól voru tiltæk til að halda kvikindinu í skefjum, er þá ekki eðlilegt að einhverjar hömlur séu á gaga fólki??
Svona í ljósi þess að flest fórnarlömbin, sem nóta bene er ekki karlægt fólk sem hefði dáið hvort sem er innan nokkurra vikna, sækja fróðleik sinn til vitleysinganna sem vísvitandi dreifa falsi, rugli og bulli á YouTube.
Og eru svo heimsk að trúa því.
En Mogginn er réttilega ekki að ritskoða okkur, enda væri lítt gaman af Moggablogginu ef svo væri, en svona í ljósi pistla þinna um kóvid, um gildi sóttvarna og varnarstefnu þinni með hægraöfgafólki sem stýrir nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, væri þá ekki eðlilegt að hverju pistli fylgdi aðvörun, líkt og tóbakspökkum.
Til dæmis þessi tilvitnun í staðreyndir;
Það gæti kannski bjargað mannslífum.
Kveðja að austan.
PS. Djók.
Ómar Geirsson, 3.10.2021 kl. 14:49
Ómar,
Traust manna á bandaríksri tölfræði er aldrei meira en þegar kemur að dauðsföllum vegna COVID-19, sem er magnað, því þar í landi eru fjárhagslegir hagsmunir bundnir við að telja sem flesta látna kóvít-sjúklinga.
Annars eru sem betur fer kjörnir fulltrúar sem þurfa að svara fyrir gjörðir sínar fyrir eigin kjósendum.
Þú virðist annars hafa látið ósagt ýmislegt úr greininni sem þú klippir úr (en vísar ekki í), dæmi:
“If we had been more effective in our vaccination, then I think it’s fair to say, we could have prevented 90% of those deaths,” since mid-June, Dowdy said.
Greinin er þar að auki ekki að ræða út frá nýjustu rannsóknum um sprauturnar sem áttu að bjarga öllu en eru hreinlega orðnar að aðalvandamálinu:
At the country-level, there appears to be no discernable relationship between percentage of population fully vaccinated and new COVID-19 cases in the last 7 days (Fig. 1). In fact, the trend line suggests a marginally positive association such that countries with higher percentage of population fully vaccinated have higher COVID-19 cases per 1 million people.
Geir Ágústsson, 3.10.2021 kl. 16:33
Sæll Ómar,
Það vitað það kannski allir nema þú, að allra þessar tölur sem að þú birtir hérna eru vitlausar, þar sem notast var við þessar óáreiðalegu PCR skimanir til þess eins þá að halda uppi farsóttarstiginu með hræðsluáróðri.
Ofan á allt þegar að dómstólar í Þýskalandi, Hollandi, Austurríki og Portúgal hafa allir úrskurðað þessar PCR skimanir séu alls EKKI við hæfi að nota til að greina covid-19, svo og hefur þetta PCR drasl EKKI nein lagalegan og vísindalegan grundvöll til að byggja á varðandi allar þessar lokanir, samkomutakmarkanir o.s.frv. Þar sem að EKKI er til nein Gold Standard yfir þessar PCR skimanir og/eða smitgreiningar. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) auk þess staðfest að þessi PCR skimanir eða PCR smitgreiningar séu gallaðar og ekki áreiðanlegar. En þetta er eitthvað sem að hann sóttkvíarþrjótur passar mjög vel uppá að minnast alls ekki á.
Fyrir utan það þá eru þessi PCR próf sérstaklega keyrð hér og víða á 40 snúningum og/eða keyrð yfir 35 snúninga hringrásar mögnunar þröskuldinn til þess eins að geta framkallað allt að því 97% falskar niðurstöður(Clinical Infectious Diseases ciaa 1491 (28. sept. 2020), https://doi.org/10.1093/cid/ciaa1491), eða svo þessir líka ritstýrðu og ríkisstyrktu fjölmiðar hér geta verið i því að öskra greint smit, greint smit og aftur greint smit.
Ég held að þú ættir að láta skoða blóðið þitt, nú og ef mögulegt er þá bæði fyrir og eftir þessar svokölluðu bólusetningar (sjá mynd hér fyrir neðan þeas. fyrir og eftir þessar svokölluðu bólusetningar), svo og þar sem að þú hefur verið að mæla með þessum svokölluðu bólusetningum.
KV.
Scanning & Transmission Electron Microscopy Reveals Graphene Oxide in CoV-19 Vaccines
Dr. Robert Young Finds Graphene Oxide in All Four Vaccines and Other Disturbing Ingredients
American Scientists Confirm Toxic Graphene Oxide, and More, in Covid Injections
VACCINE INGREDIENTS REVEALED
Self-Assembling Nanotech Found in Moderna Vaccine
MUST SEE "24,526 Deaths, 2,317,495 Injuries Following COVID Shots – EU Database" https://www.thelibertybeacon.com/24526-deaths-2317495-injuries-following-covid-shots-eu-database/
The EudraVigilance database reports that through September 11, 2021 there are 24,526 deaths and 2,317,495 injuries reported following injections of four experimental COVID-19 shots:
* COVID-19 VACCINE JANSSEN (AD26.COV2.S)
Sjá einnig hérna:
https:/1000covidstories.com
vaxpain.us
https://www.c19vaxreactions.com/real-video-stories.html
https://www.vaxlonghaulers.com/
https://mypatriotsnetwork.com/patriot/wtf-over-1000-pages-of-horrifying-pictures-stories-facts-about-covid-vaccines/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 20:53
leiðr,
Það vita það kannski allir nema þú,....
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 21:08
Blessaður Geir.
Af hverju varstu ekki búinn að vísa á þennan link þinn fyrr??, ég þurfti að að taka skrínskot af klausunni og líma inní athugasemdina, en þessi útgáfa þín leyfir peist, svo ég skal alveg endurbirta (lítt skiljanlegt hjá þér) það sem ég sleppti; "If we had been more effective in our vaccination, then I think it’s fair to say, we could have prevented 90% of those deaths,". Ég las þetta sko, þetta var forsenda síðustu setningar minnar, um að blokka YouTube vitleysingana sparaði mannslíf.
Djókið var að ég var að tengja þig við þá, slíkt hvarflar ekki að mér í eina sekúndu þó stríðinn sé.
En djóklaust, þetta er sláandi hvað margir óbólusettir á besta aldri eru að falla, og þó apakettirnir geti sjálfum sér um kennt, þá er það samt svo að heimurinn væri mun fátækari, ef ekki væru óþreytandi menn eins og Steini vinur minn meðal vor.
Það er alveg ljóst að ríki hægriöfgamannanna (þeir eru það greyin og það hefur ekkert með meinta frjálshyggju þeirra að gera, þú gætir til dæmis alveg komið til greina að fá mynd af þér í nýjasta hefti Britannicu undir skilgreininguna "frjálslyndur húmanisti") afléttu sóttvörnum of snemma, þau voru á góðu róli en misstu svo tökin á lokametrunum, með þekktum afleiðingum, sem var varað við strax í upphafi, og þær aðvaranir komu frá fólkinu á gólfinu, læknum og hjúkrunarfólki sem tók slaginn við kvikyndið.
Og Geir, það eru aðeins bandarískir bjánar sem nota þessi rök til að rífast við staðreyndir "því þar í landi eru fjárhagslegir hagsmunir bundnir við að telja sem flesta látna kóvít-sjúklinga", bjánar sem halda að jörðin sé flöt og alheimurinn nái aðeins yfir það landsvæði sem er innan landamæra USA. Það er ekkert í tölfræði bandarískra stjórnvalda sem er á skjön við reynslu annarra þjóða, þar var vantalið í upphafi (vegna þess að veiran var ekki viðurkennd eða greind), talningin var síðan ófullkomin, en samt alveg á róli við það sem gerðist annars staðar.
Þetta er svona frasi sem grunnhyggið fólk étur upp eftir hvert öðru til að telja sér í trú um það sem það vill trúa. Síðast þegar ég vissi Geir ertu ekki grunnhygginn og kjarni sjónarmiða þinna þolir alveg umræðuna án þess að aðstoð sé fengin frá bjánabelgjum. Síðan legg ég til að þú feisir þá staðreynd að kvikyndið er skaðræðisskepna, viðbrögð kínverskra stjórnvalda, loksins þegar þau hættu afneitun sinni og gerðu sér grein fyrir alvörunni, að loka af smituðu svæði og senda þangað fjöldann af heilbrigðisstarfsfólki til að mæta kúfnum af fárveiku fólki, segir allt sem segja þarf. Þau áttu bara eftir að senda kjarnorkusprengjuna, þá ertu komin með alvöru B-bíómynd frá Hollywood.
Hvað er þá til ráða og hvernig virka ráðin??
Þú vísar í grein sem ég fæ ekki betur séð að sé alvöru, og það er þannig sem menn ræða málin. Áður en lengra er haldið þá langar mig að vitna í kjarnaniðurstöðu hennar; "In summary, even as efforts should be made to encourage populations to get vaccinated it should be done so with humility and respect.".
Þetta er siður sem snýr að stjórnvöldum og almenningi,og þó ég óttist að múgæsingin knýi á um að óbólusettir séu settir út af sakramentinu, þá er það ekki leiðin til að takast á við þann vanda sem heimsfaraldur drápsveiru er. Veiran er bara rétt að byrja, og við eru bara rétt að byrja að takast á við hana.
Bólusetning með núverandi bóluefni gefur okkur aðeins andrými, og þetta er og verður áfram kapphlaup milli okkar og veirunnar, eða alveg þar til við höfum tæki og tól til að greina hana í hýslum, einangra hana síðan og útrýma líkt og virðist hafa tekist með bólusóttina.
Varðandi umfjöllunarefni greinarinnar þá er það galli á henni að leita ekki að orsakasamhengi, að þegar x-hlutfall bólusetningar var náð, þá var sungið; "komdu sæll og blessaður", og slakað var á sóttvörnum og fjöldinn hætti að gæta að sér.
Breytir samt ekki þeirri staðreynd, því maður rífst ekki við staðreyndir, að sú mæta þjóð Ísraelar, hafa mælt að virkni bóluefnis sé komin niður í allt að 30% varðandi smit, að þá er ljóst að veiran sé að jafna leikin, að hún hagi sér um margt eins og kvefveirur eða inflúensuveirur, þar sem breytileikinn gerir það illmögulegt að þróa bóluefni sem virkar í eitt skipti fyrir öll.
Staðan er í raun 1-1 í kappleiknum, en það er bara svo Geir.
Það að við höfum ekki ennþá náð að ferðast til annarra sólkerfa á skikkanlegum tíma, þá þýðir það ekki að við hefðum átt að hætta þróa geimflaugar eftir fyrstu ferðina til tunglsins, og í vonbrigðum okkar síðan átt að aleggja allar flugferðir.
Það eru skýringar á öllu, meðal annars hvernig veirur smita og dreifa sér, þróun þekkingarinnar snýst um að finna þær skýringar.
Ófullkomin svör kalla ekki á að hætt sé að leita þeirra.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2021 kl. 09:48
Blessaður Þorsteinn.
Það myndi gera þér gott, fyrir utan að það er bráðfyndið, að fara inná History2 rásina á Sjónvarpi Símans Premium, og finna þáttaraðirnar um meinta íhlutun geimvera á jarðlíf okkar og þróun.
Þar er einn maður sem ég elska, hann er með þetta, líka þegar hann fann út hugsanleg tengsl geimvera við sigur Norðurríkjanna í bandaríska þrælastríðinu.
Taktu eftir að ég segi "hugsanlega", því hann segir alltaf, "could it be??", "is it possible", sem er náttúrulega allt saman réttmætar spurningar ef þær eru settar fram á þennan hátt.
Þó svarið sé oftast Nei, þá samt spyrja fyrir það.
Þess vegna gætir þú uppfært þig Þorsteinn og í stað þess að bulla; "24,526 Deaths, 2,317,495 Injuries Following COVID Shots", þá myndir þú segja; is it possible að dauðsföll vegna kóvid bóluefna séu nú þegar orðin 24.256 í EU, og þar með ertu orðinn umræðuhæfur.
Aðeins smá breyting á framsetningu, og fyrir þér opnast nýr heimur.
Smá ábending Þorsteinn, þér alveg að kostnaðarlausu.
Og ekkert að þakka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2021 kl. 13:13
Sæll aftur Ómar,
Ég er ekkert fyrir svona geimveru umfjöllun eða kjaftæði "inná History2 rásina á Sjónvarpi Símans Premium", en varðandi þessar svokölluðu bólusetningar, þá fer það eftir hvaða dagsetningu þú miðar við frá því að þessar svokölluðu bólusetningar byrjuðu.
En þó að þú Ómar karlinn hafir allt að því auglýst þessi bóluefni örugg, þá eru þau það alls ekki, heldur fylgir þeim alvarlegar aukaverkanir og dauðsföll eftir þessar svokölluðu bólusetningar, en það er kannski eitthvað sem þú vilt alls ekki heyra eða hvað þá minnast á.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.10.2021 kl. 20:54
Og ég sem veitti þér ókeypis ráðgjöf Steini minn.
En kannski ofætlun að þú skyldir hana.
Hins vegar finnst mér miður að þú skulir ekki vera í því sem þú kallar geimverukjaftæði, hvers á Eiríkur Danken að gjalda??
Á viðkvæmni þín sér skýringu??, could it be possible??
Ja, það skyldi þó varla vera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2021 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.