Þriðjudagur, 28. september 2021
Þegar afleiðingin er kölluð vandamálið
Mörg fyrirtæki hafa farið á hausinn vegna heimsfaraldurs veiru.
Margir hafa þróað með sér áfengissýki vegna heimsfaraldurs veiru.
Ríkissjóðir um allan heim hafa safnað miklum skuldum til að takast á við heimsfaraldur veiru.
Skólabörn víða um heim hafa flosnað varanlega úr námi vegna veiru.
Heimsfaraldur veiru er mikið vandamál!
En er það svo? Er hægt að kenna veiru um öll vandræði heimsins seinustu misseri? Ekki ef marka má dánartíðni vegna hennar og veikindi flestra aldurshópa.
Er ekki frekar við hæfi að segja að aðgerðir í nafni veiru séu vandamálið? Jú, auðvitað.
En það eru ekki bara veirur sem fá hlutverk blórabögguls. Nýlega var gefin úr enn ein skýrslan um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á hitt og þetta. Skýrslan er að sjálfsögðu kolsvört:
Niðurstöður nýrrar skýrslu alþjóðasamtakanna Barnaheilla Save the Children sýna að börn fædd í dag finna töluvert meira fyrir öfgakenndum loftslagsbreytingum í samanburði við fólk fætt árið 1960.
En bíddu nú við, hvað er vandamálið? Rigning og rok? Kuldi eða hiti? Nei, fátækt!
Þar segir enn fremur að loftslagsbreytingar hafi mest áhrif á börn sem búa í fátækari löndum eða samfélögum, þar sem þau eru nú þegar í mun meiri hættu vegna vatnstengdra hörmunga, hungurs og vannæringar. Einnig séu heimili þeirra oftar viðkvæmari fyrir flóðum, stormum og öðrum ofsaveðrum. Loftlagsbreytingar ógni áratuga baráttu gegn hungri og glæpum og auki hættuna á að milljónir barna muni festast í langvarandi fátækt.
Áratugabaráttu sem vel á minnst var snúið við með veiruaðgerðum sem hafa kostað ógrynni fólks menntun sína og lífsviðurværi.
Hvað gerðu Hollendingar fyrir nokkur hundruð árum þegar hafið að byrjað að éta strandlengjur þeirra og flæða inn á land? Jú, reistu varnargarða. Hvað gera Íslendingar þegar snjóflóð ógna byggð? Jú, reisa varnargarða. Hvað gerum við þegar kólnar? Við kyndum og einöngrum hús okkar. Hvað gerum við ef það hitnar? Jú, kaupum viftur og loftkælingu.
Þetta getur fátækt fólk ekki gert. Það er berskjaldað fyrir veðri og loftslagi. Það deyr úr kulda og hita, þarf að flýja hafið og missir allt sitt ef ofanflóð taka hús þeirra.
Fátækt er vandamálið, ekki veðursfarsbreytingar.
En gott og vel: Skýrslur þurfa að selja og til að selja þarf að dansa eftir meginstefinu. Veiran er vandamálið, ekki aðgerðirnar gegn henni. Veðursfarsbreytingar eru vandamálið, ekki fátæktin sem gerir fólki ókleift að bregðast við þeim.
Þá það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Facebook
Athugasemdir
Sá einhvern þátt frá afríku og þar er vandinn að það er ekkert rafmagn og algengt að fólk brenni við innandyra til að kynda undir pottum og elda og það er mjög slæmur reykur af þessu, minkar lífslíkur og eykur sjúkdóma.
Hluti vandans er að við umhverfisverndarsinnarnir viljum að það taki upp sólarsellur í stað t.d. kolaorkuvera og það þýðir einfaldlega að enginn hefur rafmagn. Það var sýnt frá spítala þar sem var sólarsella og hún skilaði svo litlu rafmagni að það varð að velja hvaða tæki áttu að vera í gangi , kæliskápurinn eða hvað.
Emil Þór Emilsson, 28.9.2021 kl. 13:06
Sem betur fer hafa Kínverjar verið að hjálpa Afríku að reisa kolaorkuver. Því miður eru þeir að fara hætta því. Því miður voru það Kínverjar, þeirra greiðar eru stundum bjarnagreiðar.
Geir Ágústsson, 28.9.2021 kl. 14:29
Það er enn ein loftslagsráðstefnan á leiðinni. Nóvember minnir mig. Hræðsluáróðurinn fer alltaf á yfirsnúning í aðdraganda þess og svo fáum við frið um stund.
Al Gore fór um daginn á einkaþotunni til að koma vitinu fyrir þá sem menga meira en restin af heiminum; Kínverja. Hann fékk stuttan Zoomfund með skrifinni sem enginn hefur heirt nefndan fyrr. Fundurinn stóð stutt. Niðurstaðan var: Éttann sjálfur.
Menn hafa státað sig af árangri á vesturlöndum af því að þeir hafa flutt versta iðnaðinn til Asíulanda auk þess að kaupa meiri kvóta frá þeim sem ekki menga mikið, eins og frá Íslandi. Við erum fyrir vikið ein mesta mengunarþjóð í evrópu per kapíta. Á pappírnum þ.e.a.s.
Vert er að muna að það að brenna timbur og "lífefni" fellur ekki undir þessa mengun. Það er kallað carbon neutral, því gróður ku hafa réttlætt fyrir sig með því að hafa andað að sér kolefni á líftímanum. Allt eru þetta svona afþvíbara liggaliggalá rökfærslur.
Það er auðvitað efitt að banna það að brenna spýtur. Þá yrði fyrst ólíft í þróunarlöndunum. Kol má samt alls ekki brenna, hvað þá olíu, sem á sér nákvæmlega sama uppruna, bara fyrir svo löngu síðan, sko sjáðu til og liggaliggalá.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2021 kl. 18:52
Sæll Geir,
"Er hægt að kenna veiru um öll vandræði heimsins seinustu misseri? Ekki ef marka má dánartíðni vegna hennar og veikindi flestra aldurshópa.
Er ekki frekar við hæfi að segja að aðgerðir í nafni veiru séu vandamálið? Jú, auðvitað."
Við höfum mörg dæmi um svona medical disaster með bóluefnum og lyfjum, sem að ekki er talað um í þessum ritsýrðu fjölmiðlum. Ef eitthvað þá þegja fjölmiðlar yfir öllu, svo og verja heilbrigðisyfirvöld og lyfja- og bóluefnafyrirtæki, heldur en styðja og verja öll þessi fórnarlömb.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2021 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.