Sunnudagur, 26. september 2021
Doktorinn góði
Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, segir:
Ríkisstjórnin græddi á því hvernig þau meðhöndluðu faraldurinn, að mati Viktors, og ánægjufylgið virðist hafa runnið að mestu til Framsóknar. Fólk sem er sátt við stjórnina eins og hún er en vildi síður kjósa Sjálfstæðislokkinn eða Vinstri græn, kaus þá Framsókn.
Þetta var frumleg skýring!
Faraldurinn var varla nefndur á nafn í kosningabaráttunni. Enginn flokkur reyndi að bendla sig við það hvernig tekið var á honum. Vaxandi gagnrýni á sóttvarnaraðgerðir virkaði eins og flugufæla fyrir stjórnmálamenn. Þeir urðu afstöðulausir með öllu.
En samkvæmt doktor í stjórnmálafræði græddi Framsókn á meðhöndlun ríkisstjórnarinnar á faraldrinum. Sú meðhöndlun snérist vel á minnst aðallega um að heilbrigðisráðherra einhvers annars flokks breytti minnisblöðum í reglugerðir.
Já, þetta var frumleg skýring.
Virðist sem Framsókn hafi étið Miðflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, ég hef tekið eftir að þessir stjórnmálæafræðiprófessorar hugsa mjög oft skrýtnar hugsanir.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.9.2021 kl. 13:58
Já þetta er merkileg útskýring hjá doktornum, það væri fróðlegt að vita hvernig hann komst að þessari niðurstöðu!
Kristín Inga Þormar, 26.9.2021 kl. 14:00
Afar einkennileg skýring, ekki síst í ljósi þess að flokkurinn sem fór með heilbrigðismálin tapaði 40% af þingstyrk sínum. Ætli þessi doktorsgráða hafi komið í seriospakka?
Þorsteinn Siglaugsson, 26.9.2021 kl. 16:08
Þorsteinn,
Úr mannvísindadeild, sem er stundum sami hluturinn.
Geir Ágústsson, 26.9.2021 kl. 16:28
Sæll Geir,
"Ríkisstjórnin græddi á því hvernig þau meðhöndluðu faraldurinn, að mati Viktors, og ánægjufylgið virðist hafa runnið að mestu til Framsóknar. Fólk sem er sátt við stjórnina eins og hún er en vildi síður kjósa Sjálfstæðislokkinn eða Vinstri græn, kaus þá Framsókn."
Þetta hefur nákvæmlega ekkert að gera með hvernig þessi lélega ríkisstjórn meðhöndlaði þennan svokallaða faraldur. Það liggur í augum uppi, að þetta hefur að gera með Hálendisþjóðgarðinn, eða þar sem að flestir í Framsóknarflokknum eru svona á móti þessum Hálendisþjóðgarði, svo og þar sem að þetta glóballista -lið sjálfbærar þróunar í Vinstri grænum (VG) heimtar og vill fá þennan Hálendisþjóðgarð.
Þetta hjá VG er hins vegar allt hluti af því að koma okkur öllum inn í þessi glóballista heimsmarkmið sjálfbærar þróunar (e. Sustainable Development) samkvæmt þá "Agenda 21" og "Agenda 2030".
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.9.2021 kl. 17:07
Situr í kjörklefanum og horfir yfir listana og spurningin er hverjum er hægt að treysta. Telur að ríkisstjórnin hafi verið traustsins verð í Covid en vegna einhvers sem gerðist fyrir áratugum en hinn venjulegi íslenski kjósandi, algjörlega óháð stefnu og (öfga)loforðum, ber mismunandi mikinn hlýhug til ólíkra stjórnmálaafla.
Er ekki öllum sama þótt Framsókn sitji í ríkisstjórn
Grímur Kjartansson, 26.9.2021 kl. 17:08
Gríðarlega léleg kosning VG í Sudurkjördæmi má að øllum líkindum skrifa á reikning hálendisfriðunaráráttu umhverfisráðherrans.
Ragnhildur Kolka, 26.9.2021 kl. 17:33
Sæll Grímur,
"Telur að ríkisstjórnin hafi verið traustsins verð í Covid ..."
Stjórnvöld hér á landi létu það viðgangast að notast var við þessar óáreiðanlegu og ónákvæmu PCR skimarnir (eða sem svona hækja) til þess að halda uppi þessari svokallaðri farsótt með hræðsluáróðri. Heilbrigðisstarfsfólk hér hefur svo verið í því að segja við heilbrigt fólk, að það sé veikt (eða smitað) með bæði óáreiðalegum og ónákvæmum PCR skimunum til þess eins þá að halda uppi farsóttarstiginu og til að koma inn öllum þessum svokölluðu bólusetningum. Ofan á allt þegar að dómstólar í Þýskalandi, Hollandi, Austurríki og Portúgal hafa allir úrskurðað þessar PCR skimanir séu alls EKKI við hæfi að nota til að greina covid-19, svo og hefur þetta PCR-drasl EKKI nein lagalegan og vísindalegan grundvöll til að byggja á varðandi allar þessar lokanir, samkomutakmarkanir o.s.frv. Þar sem að EKKI er til nein Gold Standard yfir þessar PCR skimanir eða PCR smitgreiningar. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO)auk þess staðfest að þessi PCR skimanir eða PCR smitgreiningar séu gallaðar og ekki áreiðanlegar. En þetta er eitthvað sem að hann sóttkvíarþrjótur passar mjög vel uppá að minnast ekki á.
Fyrir utan það þá eru þessi PCR próf sérstaklega keyrð hér á 40 snúningum og/eða keyrð yfir 35 snúninga hringrásar mögnunar þröskuldinn til þess eins að geta framkallað allt að því 97% falskar jákvæðar niðurstöður (Clinical Infectious Diseases ciaa 1491 (28. sept. 2020), https://doi.org/10.1093/cid/ciaa1491), eða svo þessir líka ritstýrðu- og ríkisstyrktu fjölmiðar hér geta verið i því að öskra smit, smit og aftur smit. Hér hafa heilbrigðisyfirvöld verið í því að senda heilbrigt fólk í bæði sóttkví og einangrun samkvæmt bæði óáreiðalegum og ónákvæmum PCR skimunum, sem eru reyndar þekktar fyrir falskar jákvæðar niðurstöður. Hér á landi þá hafa heilbrigðisyfirvöld passað mjög vel uppá það að gera EKKI eina einustu könnun varðandi allar þessar fölsku jákvæðu niðurstöður. Við búum við Medical Fasisma hér á landi, svo og þar sem að sóttkvíarþrjótur hefur verið að fara með ósannindi í þessum ritstýrðu- og ríkisstyrktu fjölmiðlum.
Aðalmálið var ekki bara að gera hann Kára og Íslenska erfðargreiningu/Amgen ennþá ríkari, heldur einnig til þess að koma inn þessum svokölluðu bólusetningum, sem að auk þess virka ekki neitt. Bólusettir halda áfram að smita bólusetta, og því er ekki til neitt sem heitir hjarðónæmi eftir allar þessar svokölluðu bólusetningar.
Eins og segir þá hafa heilbrigðisyfirvöld hér verið í því að segja við heilbrigt fólk, að það sé veikt (eða smitað) eða allt til þess að halda uppi farsóttarstiginu og til að koma inn þessum svokölluðu bólusetningum í tilraunaskyni.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.9.2021 kl. 17:50
Sæl Ragnhildur,
Einnig má minnast á að henni Svandísi Svavarsdóttur (eða VG) var refsað fyrir það að skrifa undir þessa leynilegu kaupsamninga yfir öll þessi bóluefni, svo og þar sem að almenningur má alls ekki fá að sjá þessa leynilegu kaupsamninga.
Í þessum leynilegu kaupsamningum yfir tilraunarbóluefnin var ríkið látið taka á sig alla ábyrgð fyrir þessum tilraunarbóluefnum (aukaverkunum, alvarlegum aukaverkunum o.s.frv.), svo og þar sem að fólk með alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningar getur alls ekki lögsótt þessi bóluefnafyrirtæki. En hvað þessir líka ritstýrðu- og ríkisstyrktu fjölmiðlar hér á landi þora alls ekki að minnast á það allt saman, hvað þá allar þessar alvarlegu aukaverkanir eftir þessar bólusetningar.
KV.
"24,526 Deaths, 2,317,495 Injuries Following COVID Shots – EU Database" https://www.thelibertybeacon.com/24526-deaths-2317495-injuries-following-covid-shots-eu-database/
The EudraVigilance database reports that through September 11, 2021 there are 24,526 deaths and 2,317,495 injuries reported following injections of four experimental COVID-19 shots:
COVID-19 MRNA VACCINE MODERNA (CX-024414)
COVID-19 MRNA VACCINE PFIZER-BIONTECH
COVID-19 VACCINE ASTRAZENECA (CHADOX1 NCOV-19)
-19 VACCINE JANSSEN (AD26.COV2.S)
openvaers.com/covid-data
openvaers.com/openvaers
Alvarlegar aukaverkanir og dauðsföll eftir bólusetningar (Vaccine Adverse Event Reporting System VAERS Results)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.9.2021 kl. 20:14
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.9.2021 kl. 20:24
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.9.2021 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.