Miðvikudagur, 22. september 2021
Ætli Birgitta Líf snúi aftur til Íslands með grímu?
Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir og tískubloggarinn Pattra Sriyanonge njóta nú haustblíðunnar í kóngsins Kaupmannahöfn. Gott hjá þeim. Í Danmörku geta þær notið lífsins eins og það var í byrjun árs 2020. Engar grímur, skimanir, lokanir, takmarkanir, hindranir, girðingar, grímur og seinast en ekki síst: Ekki þessi þykka þoka af ótta og hræðslu.
En hvað ætli gerist í hausnum á þeim þegar þær snúa aftur til Íslands með grímu fyrir vitunum og prófunarpinna í nefinu? Verða þær fljótar að gleyma svigrúminu í Danmörku og flýta sér aftur í básana sína í íslenska fjósinu, rækilega aðgreindar og aðskildar, raktar með appi, skimaðar ef þær vilja út á gras og hræddar um að heilbrigðiskerfið fari á hliðina ef þær mæta á tónleika?
Ég veit það ekki. Íslendingar eru svo hræddir og ég fann það sjálfur í sumar enda alltaf verið að tala um smit og rakningu, heilbrigðiskerfið með endalaus neyðarköll sama hvað er lítið eða mikið að gera, stjórnmála- og embættismenn í endalausum viðtölum í öllum fjölmiðlum að tala um minnisblöð sem verða að reglugerðum, fólk þorir ekki að faðmast eða takast í hendur og veiran endalaust á vörum allra. Auðvitað smitar óttinn frá sér, og jafnvel meira en veira, óháð tölfræði um lífslíkur, líkur á alvarlegum veikindum og öðrum staðreyndum. Þetta er sálrænt fyrst og fremst.
Fyrir mig að snúa aftur frá Íslandi til Danmerkur, í afslappaðra umhverfi þar sem læknar tala um að þeir hafi ágæt tök á aðstæðum þótt allt hafi verið að opna meira og meira, var léttir. Hvernig er að fara í hina áttina? Ég veit það ekki. Kannski Birgitta Líf og Pattra ræði það eitthvað við heimkomu.
Birgitta og Pattra njóta í Köben | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:10 | Facebook
Athugasemdir
Fjölmiðlar og 3-eykið á íslandi eiga að skammast sín.
Þeir mörgu bloggarar og Mogga-bloggið eiga hinsvegar heiður skilið.
Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.9.2021 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.