Þegar 200 verða 70

Yfirvöld settu á nýjar reglur í sumar. Þeim var ekki hlýtt. Yfirvöld sögðu 200 manna samkomutakmarkanir og fólk frestaði 70 manna brúðkaupum. Yfirvöld sögðu grímuskylda í troðnum og illa loftræstum rýmum og fólk innleiddi grímuskyldur í fámennar og risastórar og vel loftræstar verslanir. Yfirvöld sögðu eitt og fólk gerði eitthvað annað.

Um þessar mundir eru tæplega 4000 manns á Íslandi í einhvers konar stofufangelsi vegna veiru og í tilviki barna sennilega margir fullorðnir fastir heima líka. Fáir á spítala. Búið að sprauta mikinn meirihluta landsmanna. Hörðustu takmarkanir Norðurlanda við lýði. 

Í deildinni minni var að byrja nýr maður í dag og við tókumst í hendur án þess að hlaupa eins og fætur toga að næsta sprittbrúsa. Skrifstofan iðar af lífi og einnig skólar og leikskólar og aðrir staðir þar sem fólk hittist, spjallar saman og skiptist á skoðunum. 

Ekki veit ég hvenær Ísland kemst aftur í gamla normið eins og Danmörk er á leiðinni í núna. Það blasir við að sóttvarnaraðgerðir seinustu missera hafa misst marks á Íslandi. Lítið hjarðónæmi en mikið af sprautum. Smitin ennþá forsíðufrétt á hverjum degi. Neyðarástand á spítala eftir að hann hafði sent stóran hluta starfsfólks síns heim, einkennalaust. Skimanir og hömlur við landamærin, líka fyrir sprautaða. Þetta var tilraun sem gekk illa og þarf að vinda ofan af.

Nema auðvitað að almenningur sé orðinn samdauna og þrífist jafnvel á óttanum. Stokkhólmseinkennið heitir það þegar fórnarlambið sýnir gíslatökumanni sínum samúð og jafnvel stuðning. Eru Íslendingar komnir þangað?


mbl.is Engin grímuskylda í Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 1.9.2021 kl. 09:17

2 identicon

Ég er alla vega að fara versla í krónunni héðan í frá.

Halldór (IP-tala skráð) 1.9.2021 kl. 10:30

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Já því miður eru Íslendingar komnir þangað.

Nú ætla þeir að meina óbólusettu fólki frá USA að koma hingað.

Hvað næst.?? Merkja alla óbólusetta með gulri stjörnu.??

Það virðist vera draumur margra vinstri manna. Svo til þess að toppa

frétta mennskuna, þá var...áberandi hversu margir voru óbólusettir sem

greindust í gær. 36 óbólusettir og 31 bólusettur.

Aðalfréttinn hefði átt að vera hversu margir bólusettir voru að greinast en

ekki öfugt. Sem sýnir enn og aftur tilgangsleysið með þessari bólusetningu.

Svo til að toppa allt er nú MU afbrigðið komið sem bólusetninginn virðist

ekkert vinna á. Nú geta þeir bólusettu farið að hlakka til næstu sprautu á

eftir örvunar sprautunni sem mun væntanlega verða kölluð verndunar sprautan

og svo mun koma næsta og næsta og næsta. 

Er enginn heima...?? Bara dregið fyrir og ljósin slökkt..??

Ætlar almenningur ekkert að fara að vakna og sjá hvað er í gangi..??

Það mun aldrei nást hjarðónæmi. En það náðis aftur á móti

hjarðhegðun, meðvirkni og heimska.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.9.2021 kl. 12:06

4 identicon

Voru þetta ekki mestmegnis smit tengd skólum þar sem fæstir eru bólusettir þar sem þetta eru börn í aldursflokki sem ekki hefur verið boðaður ennþá, þá kemur það ekki á óvart að mikill meirihluti er óbólusettur.

Það sem ætti að koma meira á óvart er að það skuli ekki hafa verið imprað meira á því upp á síðkastið að flestir sem hafa verið að greinast lengi eru full bólusettir.

Halldór (IP-tala skráð) 1.9.2021 kl. 12:56

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Halldór,

Áhugaverð röksemd. 

84% Íslendinga yfir 12 ára aldri fullsprautaðir.

0% Íslendinga undir 12 ára ósprautaðir.

Gerum ráð fyrir að ósprautaðir dreifist nokkuð jafnt yfir landið og þéttbýlin en þjappist reglulega saman í skólastofur, enda meira og minna skólakrakkar. 

Það væri einkennilegt að helmingur smitaðra kæmi úr 16% menginu, þeirra sem eru ekki fullsprautaðir, nema þeir séu með kjaftaklúbba til að tala illa um tilraunaefni, og hósti veiru hver á annan.

Skólakrakkar hljóta því að vera uppistaðan í smitaðir + óbólusettir. Og það er þá varla fréttnæmt því þessir krakkar vita sennilega ekki af veiru í sér, smita henni líka minna frá sér en þeir sem eldri eru og ættu að fá að stunda sitt nám áfram. Kennarinn getur bara farið í kafarabúning ef hann er hræddur um að hans sprautur séu gagnslausar. 

Geir Ágústsson, 1.9.2021 kl. 16:17

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Svo til að toppa allt er nú MU afbrigðið komið sem bólusetninginn virðist ekkert vinna á."

Það er alveg vitað hvað vandamálið er: ADE; bóluefnið er búið að skemma ónæmiskerfið þannig að fólk sem hefur verið bólusett fær kórónuveirur *verr* en allir aðrir.  Og hefur *enga* mótstöðu fyrir þeim lengur.

Þetta er klúður á heimsmælikvarða.   Alveg sögulegt.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.9.2021 kl. 17:00

7 identicon

May be an image of 1 person and text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.9.2021 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband